Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Blaðsíða 14

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Blaðsíða 14
veitingar leyfa. Því miður er þar um svo litlar uophæðir að ræða, að óhugsandi er að safnið geti kostað fornleifa- skráninguna eitt saman. Lauslega áætlað tæki það rúmlega eina öld, ineð sömu fjárveitingu. Hér verður því óhjákvæmilega að leita til annarra aðila um fjár- fr imlög. Æskilegast væri að sveitarfélög tækju að sér að greiða ákveðinn hluta af kostnaði við skráningu sinnar sveitar, á móti ríkinu. Öðruvísi er lítil von til að fornleifaskráin verði að veruleika í náinni framtíð. Fjármagnsvandi er aðalhemill áframhaldandi skráningar og úrvinnslu hennar. Ef hægt er að leysa þann vanda verður fram- kvæmdin sjálf auðveld. í Þjóðminjasafni eru varðveitt þau gögn sem búið er að safna og geta allir kynnt sér þau sem vilja. Guðmundur Ólafsson MINJAVERND Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hver hefur áhuga á að fylgjast m, 5 veginum í Hafnarfjarðar- hr- uni sem gerður var til undir- búrdngs járnbrautar? Hver viU sjá jm að hann verði ekki fynr hnjaski, t.d. af vangá? Hvað með verksmiðjuna gömlu að Ála- fossi? Spunastofurnar eru flutt- ar, en eftir stendur dæmigert iðnaðarhverfi og ennþá eru þar vélar sem hafa verið í gangi frá því um aldamót. Inngangur Þegar ég var beðin að skrifa um minjavernd á höfuðborgar- svæðinu, fór ég að hugsa um minjar almennt og viðhorf manna til þeirra. Um höfuðborg- arsvæðið gilda sömu reglur og fyrir landið sem heild, en hér hef- ur risið mikil byggð á skömmum tíma og hér eru mörg sveitarfé- lö& Áhugi á sögu er hér töluverður og mætti ætla að það gildi einnig um minjavernd. Á svæðinu starfa allmörg áhugafélög um hús- verndun, umhverfismál og sögu. Hvað eru minjar? Það sem við nefnum minjar eru ummerki um störf þess fólks, sem uppi var á undan okkur. Ekki er nauðsynlcgt að hlutir séu mjög gamlir, talið í árum, til að við telj- um þá til minja. Þó þurfum við sjálf að vera komin í nokkra fjar- lægð frá hlutunum áður en við förum að líta á þá sem þætti í menningarsögunni. Það sem er nýsmíði í dag, getur orðið að minjum á morgun. Maðan hlutur er í notkun þarfnast hann viðhalds. Þegar hætt er að nota hann getur har.n auðveldlega glatast. Ef menn telja lrann þess virði að varðveita, þarf að gera eitthvað til að gæta hans. Hann er þá gjarnan settur á safn, sem einnig á að geyma vitneskju um hlutverk hans, þannig að hægt verði að skoða hann í sögu- legu samhengi. Sjaldan heyrist ágreiningur um varðveislu muna í söfnum, en þegar mimjavernd færist yfir á stærri mannvirki, er stundum litið á verndina sem andspyrnu gegn tæknilegum og efnahags- legum framförum. Þó hafa þjóðir öldum saman varðveitt fornar minjar með ærnum tilkostnaði. Áhugi á varðveislu, eins og á sögu, virðist mismikill á ýmsum tímum, en virðist sterkur eftir að umrót hefir orðið í lífi þjóðar. Þá reyna menn að ná fótfestu með því að líta til baka og leita upp- runa síns. Það hefur einnig oft verið gert í sjálfstæðisbáráttu þjóða, og menningarsöguleg söfn liafa verið stofnuð í þeim ákveðna pólitíska tilgangi að efla þjóðern- isvitundina. Þjóðminjalög Þjóðminjasafn Islands er með elstu stofnunum landsins. Það á bæði að vera alþýðleg mennta- stofnun og rannsóknarstofnun í íslenskri menningarsögu, eins og Kristján Eldjárn sagði á aldaraf- mæli safnsins 1963. I þjóðminja- lögum er sagt fyrir um skipan safnsins, kveðið á um fornleifar og forngripi, kirkjur og friðun húsa og annara mannvirkja. ] Þjéiðminjavörður hefur umsjón | með minjavörslu í landinu, og einnig með byggðasöfnum sem hjóta ríkisstyrk. Þjóðminjavörður friðlýsir fornminjar, en mennta- málaráðherra getur friðað hús að tillögu húsfriðunarnefndar og/ eða sveitarfélaga. Þjóðminjalög eru sett til að vernda ýmis konar minjar í þágu almennings og friða þær fyrir á- troðningi eða spjöllum af völdum einstaklinga, jafnvel með skerðingu eignarréttar. Almenningsálit Nokkuð er misjafnt, hve mikils minjar eru metnar. Fornleifa- fræðin og söguáhugi almennings hefja friðun fornra muna yfir all- an ágreining. En við friðun annarra mannaverka kemur fram flókið samspil viðhorfa. Þegar byggja átti á Batteríinu eðaSkansinum 1899, skammt þar frá sem nýbygging Seðlabankans er, var því mótmælt, bæði vegna umhverfissjónarmiða og vegna sögulegs gildis virkisins (sem átti sér reyndar afar friðsamlega sögu). Þessu var eins háttað 1971, þegar byggja átti á lóðinni Frí- kirkjuvegi 11. Þegar rífa átti Bernhöftstorfu komu mótmæli vegna aldurs og sögulegs gildis húsanna og vegna þess að þau eru hluti af gamalli heild sem ein- kennir heilan bæjarhluta. Á árunum milli 1960 og 1970 voru borgarhlutar víða um heim endurbyggðir þannig að ekkert var eftir af gömlu byggðinni. Menn sáu samhengið við for- tíðina rofna og nýja umhverfið var ekki alltaf vistlegt. Áhuga- menn um umhverfisvernd mótmæltu og kröfðust varðveislu

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.