Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 9
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 9 Síðustu 15-20 árin hafa verið byggð- ar um 1.000 íbúðir á öllu höfuð- borgarsvæðinu á ári hverju. En áður hefur komið fram að íbúum svæðisins hefur fjölgað á sama tíma um 1.500 manns að meðaltali á ári. Þessar tölur benda til þess að mikil „útþynning" í eldri hverfum sveitar- félaganna hefur átt sér stað á síð- ustu árum og áratugum og það í töluvert ríkum mæli. Þessi útþynn- ing kemur vel fram á mynd 6, en ÞRÓUN BYGGÐAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ÍBÚAR Á ÍBÚÐ Fjöldi íbúa á höfuðborgar- svæðinu hún sýnir fjölda íbúa á íbúð frá því á tímum síðari heimstyrjaldarinnar, en þá bjuggu að meðaltali 5 íbúar í hverri íbúð. Nú, rúmum 40 árum síðar, er þessi sama tala orðin 2.8 íbúar á íbúð fyrir allt höfuðborgar- svæðið. Ef reynt er að ráða eitthvað inn í framtíðina í þessum efnum, þá er talið að fjöldi íbúa á íbúð fari lækkandi enn um sinn og verði hugsanlega 2.5 um næstu aldamót. Þó erfitt sé að fullyrða nokkuð í þessu sambandi vegna skorts á ná- kvæmum upplýsingum er talið að fjöldi íbúa á íbúð um næstu alda- mót hér á svæðinu, þá ætti áætlaður fjöldi íbúða á sama tíma að vera um 60.000 en það þýðir að byggja verð- ur að meðaltali um 900 hundruð íbúðir á ári hverju fram til alda- móta. En það er ekki aðeins í íbúðarhús- næði sem fjárfest er í á höfuðborg- arsvæðinu því bílaeign hefur þar stóraukist síðustu 20 árin sjá mynd 7. Árið 1960 voru um 10 íbúar um hverja fólksbifreið, en 1983 voru aðeins rúmlega 2 íbúar um hverja bifreið. Hvort þessi mikla bílaeign hér á svæðinu sé orsök eða af- leiðing þess að byggð er dreifð hér á svæðinu skal ósagt látið. Hitt er talið víst, að þó kostnaður við rekstur einkabíls sé orðin um 10 þús. krónur á hverja 4 manna fjöl- skyldu á hverjum mánuði þá mun bílaeign aukast nokkuð fram til næstu aldamóta og vera þá nálægt 1.8 íbúar á hverja fólksbifreið, jafn- vel færri. Flestöll sveitarfélagana á höfuð- borgarsvæðinu hafa nú lokið eða eru með á lokastigi gerð aðalskipu- lags. Hér er um að ræða byggðaá- ætlun til 20 ára fyrir mestan hluta svæðisins þ.e.a.s. ef allar áætlanir eru lagðar saman. Samkvæmt þeim er áætlaður íbúafjöldi höfuðborgar- inu á hverja fólksbifreið svæðisins um næstu aldamót nálægt 165 þús. en í dag búa um 128 þús. manns á svæðinu. Það þýðir að íbú- unum mun fjölga um 37 þús. manns til þess tíma, þ.e. um 2.300 manns að meðaltali á ári hverju. Er það nokkru meiri aukning en verið hef- ur síðustu árin. Samkvæmt skipulagi þá munu helstu byggingarsvæðin á höfuð- borgarsvæðinu fram að næstu alda- mótum verða sem hér segir: KJALARNES: Einhver áframhald- andi uppbygging mun eiga sér stað við Bergsvík. Ennfremur er fyrir- hugað að byggja upp iðnaðarhverfi við Vesturlandsveg nærri þeim stað þar sem áningarstaðurinn Esja var á sínum tíma. MOSFELLSSVEIT: Austur af nú- verandi Teigahverfi í átt að Suður- Reykjum og síðan í landi Helgafells ogþá í áframhaldi af núverandi byggð í Tangahverfi. Nýverið var efnt til samkeppni um skipulag mið- bæjar í Mosfellssveit. Er þargert ráð fyrir nokkurri íbúðabyggð.Lík- legt verður að telja að hluti hennar verðitekinn í notkun fyrir næstu aldamót. REYKJAVÍK: Framtíðarbyg- gingarland í Reykjavík til næstuald- amóta mun vera við Grafarvog og viðRauðavatn og hugsanlega einnig í landiKorpúlfsstaða auk áfram- haldandi uppbyggingará atvinnu- svæðum í Elliðavogi, Ártúnshöfða og Borgarmýri.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.