Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 17
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 17 „afturvirkar“ þ.e. gefnar út t.d. árið 1966 en tóku gildi fjórum árum áður eða 1962. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er bókin, Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83 litprentuð, innbundin, í stóru broti, alls 265 blaðsíður (minnir nokkuð á endur- útgáfu íslendingasagnanna í skrautbandi). Þær skipulagsgreinargerðir sem unnar hafa verið eftir 1966 bera allar mjög sterkan keim af AR. 1962-83. Það er svipuð kaflaskipti, svipað innihald og svipuð framsetn- ing. Meira að segja ber núgildandi skipulagsreglugerð (1966) mjög sterkan keim af AR. 1962-83. Nú er allt landið orðið skipulags- skylt. Með öðrum orðum sveitar- stjórnum er uppálagt samkvæmt lögum þessa lands að vinna eða láta vinna byggðaáætlun fyrir sitt sveitarfélag og þá líklegast í anda AR. 1962-83 ef það sem hér áður var sagt er haft í huga. En er hægt (nauðsynlegt) að nota sömu vinnu- aðferðir í skipulagi fyrir byggðalag með t.d. 800 íbúum og 80 þúsund íbúum. Hvað þá með 200 þús. íbúa? 3. Að tilhlutan Skipulags ríkisins hefur verið unnið undanfarin mis- seri að endurskoðun skipulags- reglugerðarinnar og hafa drög að nýrri reglugerð verið send út til yfir- lestrar, með ábendingar og athuga- semdir í huga. í þessari endur- skoðun er m.a. leitast við að skil- greina ýmis hugtök og efnisatriði sem skipulagsáætlun er ætlað að fjalla um. Verður að telja það mjög til bóta. Aftur á móti verður að telja sumar mikilvægustu „skýring- arnar“ (skilgreiningarnar) ónógar og jafnvel ruglandi. Ef við höldum okkur áfram við hugtökin svæðis- skipulag og aðalskipulag þá segir í væntanlegri reglugerð: „Svæðis- skipulag nær yfir allt frá tveimur sveitarfélögum að heilu land- svæði“. „Markmiðið með svæðis- skipulagi er að móta samræmda heildarstefnu varðandi þróun byggðar á svæðinu og stuðla að hag- kvæmari þróun“. Það sem stendur upp úr þessari setningu er sam- ræmd heildarstefna fyrir fleiri en eitt sveitarfélag eða landssvæði. I kaflanum um aðalskipuíag segir m.a. „Aðalskipulag nær yfir ákveð- ið þéttbýli, hluta sveitarfélags, sveitarfélags í heild eða tvö eða fleiri sveitarfélög“. „Hlutverk aðal- skipulags er að sýna meginatriði í stefnumörkun hlutaðeigandi sveit- arstjórnar varðandi þróun byggðar, landnotkun og umferðarkerfi á við- komandi svæði“. Nú, það sem stendur uppúr hér er: Meginatriði í stefnumörkun varðandi þróun byggðar ákveðins sveitarfélags eða nokkurra sveitarfélaga saman. Hver er munurinn á svæðisskipu- lagi og aðalskipulagi samkvæmt skýrgreiningu endurskoðaðrar skip- ulagsreglugerða? Um mismun efn- isþátta svæðisskipulags og aðal- skipulags er ekki að ræða. Þeir eru nánast eins. Sömu sögu má reyndar segja um það hvernig haga skuli kynningu endurskoðun og frágangi þessara tveggja skipulagsáætlana. Er reglugerðin því ekki að gera ein- falt mál flókið? Er ekki nægjanlegt að vera með eina tegund skipulags- áætlunar í stað tveggja fyrst munur- inn er nánast enginn. 4. Reynslan erlendis frá getur efa- laust kennt okkur, - nýgræðingun- um í byggðaskipulagi margt í þess- um efnum sem öðru. í Englandi og Bandaríkjunum eru svæðisskipulög ákaflega léttvæg stjórntæki nánast akademiskar vangaveltur til afþrey- ingar fyrir stjórnmálamenn og mig grunar reyndar að þau skandinav- isku megi draga í sama dilkinn. í staðinn, og ef við höldum okkur við England sérstaklega, þá hefur verið tekið þar upp s.k. „structure plan“ sem nær yfir fleiri en eitt sveitarfé- lag,- heilu svæðin og síðan „local plan“ sem nær til eins sveitarfélags. Hlutverk “structure“ skipulagsins er að sýna helstu þættina í byggða- þróun svæðisins sem það nær til. Það er greinargerð með nokkrum skýringarmyndum. Og eins og áður hefur komið fram skulu öll kort í greinargerðinni vera stílfærð. Þeir efnisþættir sem skipulagið tekur fyrir er m.a.: mannfjöldaþró- un, atvinnumál, húsnæðismál, iðn- aður, viðskipti, samgöngur, veitur, skólamál, heilbrigðismál, útivist og frítímaiðja, umhverfisvernd svip- mót þéttbýlís/strj álbýlis. Alla þessa þætti er reynt að vinna „gróft“, - aðalatriðin varðandi þróun svæðis- ins eru tekin fram yfir smáatriðin; hvar liggja vandamálin og hvernig er hugsanlegt að leysa þau. Við gerð þessa skipulags vinnur þjálfað starfslið sem hefur að baki sérnám í skipulagsfræðum, - skipu- lagsfræðingar, ennfremur arkitekt- ar, verkfræðingar og ýmsir rann- sóknarmenn sem hafa sérstakt við- bótarnámskeið í byggða- og bæjar- skipulagi. „Structure“-skipulög eru samþykkt af sérstaklega kjörnum héraðs- stjórum (county council) og síðan staðfest af ráðherra umhverfismála. „Local“-skipulög samanstanda aft- ur á móti af korti (línukort) sem sýnir landnotkun sveitarfélagsins í „hæfilega miklum“ smáatriðum eins og segir í leiðbeiningum um gerð skipulagsins. Kortinu fylgir greinargerð þar sem stefnumörkun og tillögur til úrlausna sem sam- þykktar höfðu verið í „structure"- skipulaginu, og á hvern hátt þær koma til með að hafa áhrif á sveitarfélagið. „Local“-skipulög eru samþykkt af sveitarstjórn við- komandi sveitarfélags, en ekki staðfest af ráðherra þó hann geti krafist slíks. 5. í þessu skrifi hefur nokkru rúmi verið eytt í mismunandi tegundir skipulagsáætlana. M.a. var reynt að draga fram þá staðreynd að hér á landi er litið á svæðisskipulag og aðalskipulag sem nánast sama hlutinn. Ennfremur hefur verið rætt um hvernig fyrirkomulag er á þessum hlutum í Englandi þar sem mjög glögg skil eru dregin á milli þessa tveggja skipulagsáætlana. Auðvitað er erfitt að bera saman framkvæmd skipulags hér á landi og í Englandi, sérstaklega þar sem stjórnun þessa málaflokks er með nokkuð ólíkum hætti. Er hér átt við hinar sérstaklega kjörnu héraðs- stjórnir en auk sveitarstjórna og síðan ríkisstjórnar mynda þær hið s.k. þriggja þrepa stjórnkerfi. Aft- ur á móti, gætum við tileinkað okk- ur á ýmsan hátt þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við gerð „struct- ure“-skipulagsins enska, - í stað þess að vera að eyða miklum tíma, fjármagni og krafti í að vinna byggðaáætlun fyrir sama svæðið í tvígang. Oft á tíðum vantar því miður raun-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.