Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 11

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 11
11 Fjöldf ■búa ■ þús. 300 Mynd 8. I l SKÝRÍNGAR I Spá 1: Samanlögð spá sveitarfélag- anna. Spá 2: Bjartsýms spá Framkvæmda- stotnunar riklsins - þ.e. með _ óbreyttri tæðingar tiðni. Hóflega byggt höfuðborgarsvæði. Spá 3: Spá Skipulagsstofu hófuð- borgarsvæðisins Spá 4: Spá Framkvæmdastofnunar rikisins - þ.r. með lækkandi fæðingartíðni. ±L 2080 ÁR 1960 2000 SELTJARNARNES: Á Seltjarnar- nesi mun helsta byggingarsvæðið- verða í s.k. Kolbeinsstaðamýri og síðaneitthvað vestur af núverandi byggð. KÓPAVOGUR: í Kópavogi munu Suðurhlíðarnar s.k. verðateknar undir byggð auk svæði í landi Smárahvamms og Fífuhvamms. GARÐABÆR: í Garðabæ er fyrir- hugað að fram að aldamótumverði áfram byggt í Hofstaðamýri, í Suðurhlíðum Arnarnesshæðar og í áframhaldi afbyggð í Hnoðraholti. BESSASTAÐAHR.: Byggð á* Álftanesi mun halda áfram að byggjastupp í kringum þá þéttbýlis- kjarna sem þegar erukomnir. Er því meginmarkmið að þétta núver- andi byggð, - tengja hana sem mest saman. HAFNARFJÖRÐUR: í Hafnar- firði mun Setbergssvæðið byggjast aðfullu og þaðan mun framkvæmd- um að líkindumverða beint í átt að Ásfjalli. Á mynd 8 er sýnd þróun íbúafjöld- ans á höfuðborgarsvæðinu frá síð- ustu aldamótum til áramótanna 1983/84. Hefur nokkuð verið rætt um hana hér á undan. En myndin sýnir einnig 4 mismunandi “mannf- jöldaspár" merktar 1-4. Það er best að undirstrika það strax að þessar spár skulu ekki teknar hátíðlega enda nær línuritið fram til ársins 2080. Þær eru nánast lítið annað en vangaveltur um það hvenær höfuð- borgarsvæðið gæti hugsanlega orð- ið „hófiega byggt“. Er myndin unn- in upp úr lauslegum mælingum um byggingarýmd hugsanlegrar fram- tíðarbyggðar svæðisins og að hluta til þannig, að teknar voru mannf- jöldaspár, sem flestar ná eitthvað fram á fyrsta tug 21 aldarinnar (reyndar sumar inn á annan tug aldarinnar). þessar spár voru síðan framreiknaðar þar til línurnar skáru tvö lárétt strik sem tákna hóflega byggt höfuðborgarsvæði (sjá mynd 8). Nú, til að gera langa sögu stutta þá er lauslega áætlað að höfuðborgar- svæðið verði hóflega byggt þegar íbúafjöldi þess verður orðinn þetta á bilinu 200-225 þús. Má því gera ráð fyrir að þau svæði verði byggð sem í aðalskipulagi sveitarfélag- anna eru merkt sem “svæði til síðari aukningar“ þ.e. eftir að núverandi skipulagstímabili líkur; um næstu aldamót. Á mynd 5 er sýnd stílfærð mynd af byggð á höfuðborgarsvæð- inu þegar þessu marki verður náð. Má þá gera ráð fyrir nokkuð sam- felldri byggð frá Álftanesi í norðri, suður og vestur meðfram Úlfarsfelli í átt að Rauðavatni og síðan áfram suðvestur þ.m.t. Fífuhvammsland og Smárahvammsland í Kópavogi. þaðan mun byggðin teygja sig áfram gegnum Garðabæ út á ÁI- ftanes og síðan gegnum Hafnar- fjörð í átt til Straumsvíkur. Eins og fram kemur á mynd 8 þá er mjög mismunandi hvenær byggð á höfuðborgarsvæðinu gæti verið orð- in það mikil að svæðið teljist hóf- lega byggt. Ef mannfjöldaspá 1 er tekin sem dæmi þ.e. samanlögð spá sveitarfélaganna og áður var getið, gæti þessu marki verið náð ein- hvern tímann á árunum 2020 - 2035 þ.e. 50 ár eða þar um bil. Spá 2 og 3 eru mjög svipaðar en sú fyrri er grunduð á bjartsýnisspá Fram- kvæmdastofnunar um þróun íbúafj- öldans á svæðinu. Spá 3 er aftur á móti miðuð við þá spá sem notuð var við keyrslu reiknilíkans umferð- ar og er hún, eins og sést á mynd- inni heldur hógværari en sú fyrri. Spá 4 er einnig að hluta til miðuð við spá Framkvæmdastofnunar rík- isins sem gerir ráð fyrir lækkandi fæðingartíðni. Sú lína mun því að líkindum ekki ná markinu fyrir hóf- lega byggt höfuðborgarsvæði. En það er nánast lítið gagn í spám sem þessum því óáreiðanleiki þeirra er mikill, því meiri sem lengra fram í tímann er horft. En þó er mikilvægt í gerð byggðaáæt- lana að reynt sé að gera grein fyrir þróun byggðarinnar tii langs tíma, - að einhverjar meginlínur hugsan- legra framtíðarbyggðar séu kannað- ar. Verður því að líta á þessar spár sem hluta af þeirri viðleitni. Á Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins liggja nú frammi drög að hóflega byggðu höfuðborgarsvæði. Þar kemur fram hvar helstu bygg- ingarsvæðin koma til með að vera. Þessi svæði hafa nú verið gróft af- mörkuð, stærð þeirra reiknuð og byggingarýmd áætluð. Með því að afmarka gróft hvar framtíðarbyg- gingarland svæðisins gæti hugsan- lega verið, þá er jafnframt mögu- leik á að sjá fyrir, og það með nokkurri vissu, hvernig gatnakerfi svæðisins kemur til með að útvíkka, m.a. sjá hvar nauðsynlegt er að taka frá svæði undir götur s.s. stofnbrautir og helstu tengibrautir. I drögum þessum kemur einnig fram hvar helstu atvinnusvæði framtíðarinnar koma hugsanlega til með að vera, hvernig þau tengjast bæði samgöngukerfinu svo og íbúð- arbyggðinni. Ennfremur má nefna þætti eins og helstu miðhverfin á svæðinu auk þess hvar stærstu úti- vistarsvæðin koma til með að vera og hvernig þau hugsanlega tengjast byggðinni. Á næstu vikum og mánuðum verð- ur vinnu með þessi drög haldið áfram, m.a. leitað eftir ábending- um skipulagsaðila svo og annarra sem tengjast þessari vinnu. En fyrirhugað er að fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar liggi fyrir gróf byggðaráætlun fyrir allt höfuðborg- arsvæðið, - eins konar rammaskipu- lag sem yrði leiðbeinandi fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu innan sveitarfélaganna.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.