Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 20

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 20
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 20 Engar skipulagðar rannsóknir hafa farið fram á því hvaða tegundir, hvaða afkvæmi henta best. Því byggjum við á þeim tegudum sem hingað til hafa reynst vel. Það þarf að hrinda í framkvæmd vísinda- legum athugunum og tilraunasvæð- um þar sem hægt er að reyna ýmsar tegundir trjáa og runna. Ljóst er að sökum fjármagnsskorts hefur víða ekki tekist að ganga fylli- .lega frá grænum svæðum og hefur fullnaðar frágangur þeirra dregist í mörg ár. Á fjölmörgum stöðum hefur aðeins verið sléttað og lagðar yfir grasþökur. Þetta er ódýrt, en stórar grasflatir eru dýrar í rekstri, þegar til lengdar lætur. Víða er- lendis hefur því verið gripið til ann- arra ráða, skipulögð hafa verið gróðursvæði í samliggjandi beltum og í þau sett tré og runnar af mörg- um tegundum. KOSTNAÐARSAMANBURÐ- UR GRAS/MAGNÚTPLÖNTUN TRJÁA OG RUNNA Stofnkostnaður Gras 1 : 1,5 Magn- útplöntun Viðhaldskostnaður Fyrstu 5 ár 1 : 1 Eftir 5 ár 4 : 1 (GÖRANSON 82) Dæmið sýnir að stofnkostnaður er meiri við magnútplöntun trjáa og runna en að leggja grasþökur, en ef eftir 5 ár er viðhald trjá- og runna- gróðurs allt að fjórum sinnum lægra. Trjárækt á opnum svæðum. Kostn- aður á hvern hektara í Reykjavík sumarið 1983 var 300 þús, miðað við frágang á hvern hektara lands, se þar ræktað gras, á móti 1 milljón sé plantað trjám og runnum. Ef Teikningin sýnir einstakar trjátegundir og hæð þeirra í grófum dráttum á svæðinu í dag. IOM 12 3 4 5 6 7 1) Hlynur 2) Birki 3) Sitkagreni 4) Ösp 5) llmreynir/Silfurreynir 6) Álmur 7) Víðir litið er á viðhald,þá má gera ráð fyrir þessu: gras 1: 7 trjárækt, þ.e.a.s. hún er sjö sinnum ódýrari. Þetta dæmi sýnir að gróðursetning trjáa og runna er rétt fjárfesting og hefur þá ekki verið minnst á aðra jákvæða þætti þessa máls. Ef rétt er að staðið, veita trjábelti skjól og getur það bæði valdið hækkun á hitastigi lofts sem nemur 1-6 gráðum á Celsius. Þau draga úr hljóði, mengun, óæskilegri útsýn/ innsýn. Þau binda jarðveg og síðast en ekki síst verður öll aðstaða til útivistar og frístunda stórum betri. Þetta er aðkallandi á þeim tíma, þegar frístundir almennings aukast og þörf á útivistarsvæðum fer vaxandi. Rekstur grænna svæða af heildarút- gjöldum sveitarfélaganna liggur í um ca 2% en ætti að vera í hringum 4% til að unnt væri að sinna þessu máli að einhverju marki. Einnig má benda á samanborið við bæi hjá nágrannaþjóðum vorum þá er þetta sama hlutfall 3-5%. Fagþekking er nægileg en sveitarfé- lög þyrftu á ráðunautum að halda. Umsjón og yfirstjórn með ræktuð- um svæðum bæja ætti að falla undir eitt og sama embætti og starfsmenn þess ættu að vera með við gerð aðal- og deiliskipulags. Æskilegt væri að garðyrkjustjóri heyrði beint undir bæjarráð. Trjágróður er besta og ódýrasta að- ferð til að bæta umhverfi höfuð- borgarsvæðisins sem ekki bara ber

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.