Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 15
sRipJagsmál
13
kvæmdaþörf næstu 6-8 árin var
metin. Nú hefur vinnuhópurinn
endurmetið þessa þörf og
jafnframt gert drög að fram-
kvæmdaáætlun og er það mat
hópsins að framkvæmdir sam-
kvæmt áætluninni geri ekki mikið
meira en að viðhalda núverandi
umferðarástandi. Minni fram-
kvæmdir muni auka á vandræði
umferðar frá því sem nú er og á
hinn bóginn þyrfti enn meiri
framkvæmdir til að bæta ástandið
verulega.
Það er niðurstaða hópsins að
fjárþörf þjóðvega í þéttbyli á
höfuðborgarsvæðinu á næstu
fimm árum sé um 1.180 m.kr.
eða um 236 m.kr. á ári. Af
þessari upphæð fara um 1.050
m.kr. til þjóðvega í þéttbyli í
Revkjavík. Hér eru ekki teknar
með þær framkvæmdir sem lokið
er en ógreiddar eru, né heldur
viðhald þjóðvega í þéttbyli á
þessum árum. Þessar upphæðir
liggja ekki endanlega fyrir á
þessari stundu, en ljóst er að þær
skipta hundruðum milljóna.
Fjárþörf þjóðvega á þessu sama
árabili er metin á 750 m.kr. eða
150 m.kr. á ári og eru þar
eingöngu teknar með fram-
kvæmdir á vegakerfinu frá Mos-
fellsbæ til Hafnarfjarðar. Þessar
tölur eru á áætluðu verðlagi 1988.
VIII. Niðurstöður
Hér hefur verið vikið að þróun
byggðar, mannfjölda, bifreiða-
eignar og umferðar á höfuð-
borgarsvæðinu, svo og fram-
kvæmdum á vegakerfi höfuð-
borgarsvæðisins til að mæta
þeirri þróun. Niðurstaðan er sú
að framkvæmdir hafa ekki haldið
í við aukningu umferðar og bryn
þörf sé að bæta úr því.
Samkvæmt gildandi vegáætlun
má ætla að á næsta ári renni um
70 m. kr. til þjóðvega á höfuð-
borgarsvæðinu og um 80 m.kr.
til þjóðvega í þéttbyli. Sé reikn-
að með svipuðu fjármagni næstu
ár og það borið saman við mat
vinnuhópsins um fjárþörf fæst að
fjárvöntun til þjóðvega í þéttbyli
er um 156 m.kr. á ári og til
þjóðvega um 80 m.kr. á ári.
Hér þarf að koma til mikið
fjármagn til viðbótar því sem er í
vegaáætlun. Verður að líta á það
sem sameiginlegt verkefni Al-
þingis, ríkisstjórnar og sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu að
finna lausn á þeirri fjármögnun,
þannig að forðast megi öngþveiti
í umferðarmálum á svæðinu.
MÞaó hlaut aö koma aö þvt!"