Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Qupperneq 10

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Qupperneq 10
8 skpjagsmal vöxtur svo mikillar umferðar leiðir fljótt til vandræða, nema stöðugt sé verið að lagfæra og endurbæta. Umferðarslys fylgja allri umferð og að jafnaði því fleiri sem umferðin er meiri. Slysatíðni er sá fjöldi slysa sem verður á hverja milljón ekinna kílómetra. Á þjóðvegakerfinu er slysatíðni í Reykjaneskjördæmi að jafnaði hæst, enda umferðin mest. Þar er því mest von um að fækka slysum með úrbótum á vega- kerfinu. Samkvæmt upplysingum frá Vegagerð ríkisins hefur slysum í umferðinni ekki fjölgað eins mikið og umferð hefur vaxið. Slysatíðni var þannig mæld 2.8 slys á hverja milljón ekinna kflómetra í Reykjaneskjördæmi árið 1975, en var 2.3 slys á sama kvarða árið 1986. Gera verður ráð fyrir að hliðstæð þróun hafi átt sér stað innan þéttbylisstað- anna en fjöldi slysa er þar þó margfalt meiri en á þjóðvega- kerfinu. Þó slysatíðni hafi þannig farið nokkuð lækkandi eru umferðar- slys þó of mörg og of alvarleg og er það eitt af brynustu verkefnum á sviði umferðarmála að draga úr slysum. III. Framkvæmdir undan- farin ár Á árunum um og eftir 1970 var gert átak í vega- og brúagerð á höfuðborgarsvæðinu og á helstu leiðum út frá því. Með því átaki var vegakerfi svæðisins komið í viðunandi horf og sú umferð sem þá var bjó við skaplegar aðstæð- ur. Að loknu þessu átaki dró verulega úr framkvæmdum. Þó hefur alltaf verið haldið áfram jafnt og þétt, einkum á þjóð- vegum í þéttbyli. Með þeim framkvæmdahraða tókst að halda nokkurn veginn í horfinu fyrstu árin gagnvart umferð, enda vöxt- ur hennar fremur hægur síðari hluta áttunda áratugarins. Framkvæmdir síðustu ára hafa verið í svipuðum mæli og áður. Sum sveitarfélög, og þá einkum Reykjavík, hafa unnið meira en áður að þjóðvegagerð í þéttbyli og unnið fyrir meira fé en til greiðslu hefur verið úr vegasjóði. Þrátt fyrir það verða umferðar- aðstæður nú lakari með hverju árinu sem líður, enda vöxtur umferðar ákaflega mikill. Ljóst er að auka verður framkvæmdir verulega á næstu árum. IV. Brynustu úrbætur. Þær úrbætur sem nauðsynlegar eru stefna að þremur markmið- um. A. Draga úr umferðarslysum og auka öryggi allra vegfarenda, bæði þeirra sem akandi eru og gangandi. B. Fjölga umferðarleiðum, þannig að umferð geti valið aðrar leiðir þó ein teppist, t.d. vegna slysa, viðgerða o.þ.h. C. Minnka tafir í umferðinni, en nú er farið að bera á því að biðraðir myndist á annatíma dag hvem. Munu þessar biðraðir og tilheyrandi tafir vaxa hröðum skrefum ef ekki er úr bætt. Á þetta sérstaklega við um vegi innan þéttbyla, einkum þó í Reykjavík. Hér verða nefndar nokkrar að- gerðir til úrbóta sem nauðsynlegt er að ráðast í á allra næstu árum. Þessar aðgerðir snerta einkum þjóðvegina, en síðar verður vikið að þjóðvegum í þéttbýli. Úrbæt- ur þær sem þessar aðgerðir leiða til falla einkum undir lið A og lið B hér á undan, en einnig í nokkrum mæli undir C. Sumar þjóna fyrst og fremst einu mark- miði, en aðrar tveimur eða öllum. Framkvæmd er hér flokkuð undir það markmið, þar sem ætla má að hún skili mestum árangri. A. Öryggismál 1. Lysing Á mynd 1 eru sýndir þeir þjóðvegir sem þegar hafa lýs- ingu, svo og þeir kaflar sem nú er unnið að og ljúka á fyrir áramót. Er þar um þrjá kafla að ræða. a) Vesturlandsvegur frá Graf- arholti að Mosfellsbæ. b) Reykjanesbraut frá Breið- holti til Hafnarfjarðar. c) Bessastaðavegur úr Engidal og að Herjólfsgötu. Halda þarf áfram því verk- efni að lýsa fjölfömustu vegi. 2. Vesturlandsvegur um þétt- býli í Mosfellsbæ Lagfæra á gatnamót og tryggja umferð gangandi fólks, sem leið á yfir veginn,^ m.a. bama á leið úr og í skóla. Úrbætur em ákveðnar í samráði við bæjar- stjórn í Mosfellsbæ. Þingmenn Reykjaness hafa ákveðið að hefjast handa svo fljótt sem unnt er. 3. Hafnarfjarðarvegur um Amameshæð Sprengja á Hafnarfjarðar- veginn niður í hæðina og byggja brú yfir gjána fyrir Amamesveg- inn. Ennfremur leggja nýja eystri akbraut frá Amameshæð norður fyrir Kópavogslæk og byggja brú á lækinn og undirgöng norðan hans. Þessi framkvæmd er á gildandi vegáætlun og munu framkvæmdir hefjast á næsta ári. 4. Hafnarfjarðarvegur, Engi- dalur og Reykjanesbraut Breikka þarf veginn í fjórar akreinar og jafnframt verða teng- ingar við veginn lagfærðar.Slysa- tíðni er með því mesta sem gerist.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.