Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Síða 9
§<ipLiagsmál
7
VEGIR OG UMFERÐ
Á HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐINU
Erindi Matthíasar Á. Mathiesen, samgöngu-
ráóherra á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga
á höfuöborgarsvœöinu laugard. 14. 11. 1987.
Allar tölulegar upplysingar eru
fengnar hjá Vegagerð ríkisins.
I. Byggð og fólk
Fram um miðja þessa öld voru
einungis tvö þéttbylissvæði á
höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík
og Hafnarfjörður. Samfara mjög
örri fólksfjölgun stækkuðu þessi
þéttbyli, en jafnframt tóku ny að
myndast, fyrst í Kópavogi,
Garðabæ og á Seltjamamesi, en
síðar í Mosfellsbæ, á Álftanesi og
Kjalarnesi. Líta verður á þetta
svæði sem eina heild, þar sem
atvinnustarfsemi og þjónusta af
ymsu tagi er dreifð um byggð-
imar. Svæðið er stórt miðað við
mannfjölda og þarfnast greiðra
samgangna. Þessi þróun hefur
haldið áfram til þessa dags.
Á þessu svæði búa nú um 134
þúsund manns og hefur íbúum
fjölgað um því sem næst 30% á
síðustu 15 árum, en árið 1970
vom íbúar höfuðborgarsvæðisins
um 108 þúsund. A sama tíma
hefur bílaeign landsmanna aukist
verulega umfram fólksfjölgun og
á það ekki síst við um höfuð-
borgarsvæðið, þar sem bílum
hefur fjölgað um 300% á síðustu
15 ámm - þeir voru rúmlega 24
þúsund árið 1970, en rúmlega 64
þúsund árið 1986. Bílaeign er
gjaman mæld á þann kvarða hve
margir fólksbílar koma á hverja
þúsund íbúa. Þannig vom 222
bílar á hverja þúsund íbúa árið
1970; þeir vom 330 árið 1975,
394 árið 1980 og árið 1986 vom
479 bflar á hverja þúsund íbúa
höfuðborgarsvæðisins.
Aukin bflaeign endurspeglar vax-
andi hreyfanleika fólks. Aukin
atvinnuþátttaka kvenna, atvinnu-
og skólasókn um lengri vega-
lengdir, aukin eftirspurn eftir
menningarlegum og félagslegum
samskiptum og vaxandi útivist
em allt atriði sem em vel þekkt
og setja mark sitt á lífshætti
nútímans.
Þá má minna á hlutverk höfuð-
borgarsvæðisins sem miðstöðvar
landsins alls í flestum greinum.
Það hefur í för með sér að lands-
menn sækja þangað margháttaða
þjónustu. Mikill hluti þeirra
kemur á bfl og dvelur á höfuð-
borgarsvæðinu um skemmri eða
lengri tíma og á þar með sinn þátt
í umferðinni á svæðinu.
II. Umferð og umferðar-
öryggi
Þótt framangreind þróun hafi
vissulega valdið mikilli aukningu
umferðar hefur sú þróun
einkennst af nokkmm sveiflum
og koma þar m.a. til áhrif
bensínverðs. Tölur um þróun
umferðar í Reykjaneskjördæmi
árin 1975-85 syna þannig t.d. að
vöxtur umferðar fyrri hluta
tímabilsins var fremur hægur, en
tók stökk eftir 1980. Akstur á
þjóðvegum í kjördæminu árið
1975 var 69.9 milljónir kfló-
metra, en var árið 1980 77.3
milljónir kflómetra, en þetta er
11% aukning. Árið 1986 var
akstur í kjördæminu mældur
105.2 milljónir kflómetrar og er
það 36% aukning frá árinu 1980.
Ekki liggja fyrir aðgengilegar
tölur um umferð innan þétt-
býlissvæðanna, en gera má ráð
fyrir að sú mynd sé hliðstæð. Er
þess þó að vænta að um-
ferðaraukning sé þar meiri en á
þjóðvegunum.
Hliðstæð aukning í umferð hefur
orðið um allt land. Sérstaða
höfuðborgarsvæðisins felst hins
vegar í því hve umferðin er mikil.
Um marga vegarkafla á þjóð-
vegakerfi höfuðborgarsvæðisins
fara þúsundir bíla á dag og allt
upp í 30 þúsund bflar þar sem
mest er. Enn meiri umferð er á
þjóðvegum í þéttbýli. Á mörg-
um köflum er umferð meiri en 10
þúsund bflar á dag og sá hæsti
nær 50 þúsund bflum á dag. Ör