Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 14

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 14
vel útfærð og það þurfa að vera afmörkuð svæði fyrir frjálsan leik og ýmsa athafnasemi barna. Leiksvæðin þurfa að vera búin leiktækjum afýmsu tagi til að þjálfa ogþroska hreyfihæfni bama. Aðkoma að skólanum þarf að vera greið og akstursleiðir eiga ekki að liggja í gegnum gönguleiðir bama að skólanum né leiksvæði. Það verður ekki sagt annað en að hér sé úrbóta þörf. Það er mikilvægt að nemendur sjálfir fái tækifæri til að vera með í skipulagningu á ýmsu í þeirra nánasta umhverfi, en menn hafa komist að því að það eykur líkur á bættri umgengni og meiri virðingu fyrir umhverfi sínu. Börn eru yfirleitt háðari nálægu og hlutbundnu umhverfi en fullorðnir og því er ástæða til að hlusta á börn og taka tillit til skoðana og viðhorfa þeirra í ríkara mæli en gert er í dag. VINNUSTAÐURINN Rétt eins og umhverfið hefur mikið að segja hvað varðar þroska og vellíðan bamsins bæði á heimili og í skóla, þá hefur umhverfið áhrif á líðan fólks á öllum aldursstigum. Það er því mjög svo þýðingarmikið að vinnustaðaumhverfi almennt sé aðlaðandi og allar aðstæður geta haft afgerandi áhrif á það hvernig fólki líkar eða líður í starfi sínu. Vissulega eru vinnustaðir mjög svo ólíkir og margs konar að ógjömingur er að setja upp eina fyrirmynd í þessu sambandi. En það eru þó ákveðnir almennir þættir sem gilda fyrir flestalla vinnustaði. Hér má nefna þætti eins og hita, loftræstingu, rakastig, lýsingu, hávaðamörk, allt þetta þarf að vera við hæfi. Það þarf að huga vel að vinnubúnaði, að umhverfið sé no- talegt, listrænt og aðlaðandi eftir því sem hægt er að koma því við. Dæmi um störf, þar sem hvað mestar breytingar hafa átt sér stað hér á Islandi á síðustu árum, eru aðstæður fólks á fiskvinnslustöðum nú miðað við það sem var fyrir 50-60 árum. Þá stóð fólk oft úti í kulda og trekki og skolaði fisk, iðulega með berum höndum í ísilögðum kerum. Menn eru famir að huga að því að starfsfólki gefist kostur á þjálfunog endurhæfingu fsambandi viðvinnustaði þess. Það, sem þó mun ávallt hafa hvað mest áhrif á líðan fólks á vinnustað, er notalegt andrúmsloft samstarfsmannanna sjálfra og í því sambandi er hlutverk stjómanda mjög mikilvægt. A sama máta og vellíðan barna er einna áhrifaríkasti þátturinn varðandi þroska og lærdóm þeirra, þá mun það andrúmsloft, sem gerir það að verkum að fólki líður vel á vinnustað, leiða til færri daga frá vinnu, auka afköst og stuðla að betri vinnubrögðum og meiri gæðum vinnunnar. I þessu sambandi er mikilvægt að stjórnandinn temji sér jákvæðanframgangs- máta, svo sem að láta hrósyrði falla af vörum ef störf eru vel leyst af hendi eða því um líkt. Við skulum vera minnug þess að eitt bros getur myrkri í birtu breytt. Við þurfum náttúrlega að huga að vellíðan fólks á öllum sviðum, einnig í frístundum og tómstundum þess árið um kring. Hér á íslandi þurfum við ekki hvað síst að læra að njóta frístunda yfir vetrarmánuðina, enda þótt hér sé dálítið kalt og dimmt. Við íslendingar þurfum að leggja áherslu á að skapa umhverfi sem gerir lífið á vetrum jafnaðlaðandi og á öðrum árstíðum. Við eigum næga orku, m.a. heita vatnið okkar. Við getum haft upphitaðar stéttir og götur, við getum haft sund- hallir og allskonar íþróttamiðstöðvar opnar árið um kring. V ið getum byggt glerþök yfir götur og svæði og fengið skjól frá lifandi hekki og runnum. V ið sem búum á íslandi getum verið í hreinni Paradís árið um kring, ef við hugsum meira og í stærra samhengi um áhrif umhverfis á vellíðan okkar. ■ 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.