Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 19

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 19
UMHVERFISMAT VEGNA FRAMKVÆMDA JÓNAS ELÍASSON prófessor Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um umhverfismat er nauðsynlegt að útskýra stuttlega hvað umhverf' ismat er. Orðið er þýðing á EN VIRONMENTAL IMPACT ASSESSMENT, EIA. Þettaeraðferð, fremur en afmarkað rannsóknartæki, til að meta Pa fyrir opnum tjöldum hvort fyrirhugaðar framkvæmdir eða s ipulagsáætlanir hafi neikvæð og óæskileg áhrifá umhverfi. erðin innifelur bæði stjómsýslu, fagvinnu og opinbera umfjöllun fyrir opnum tjöldum. Oll nágrannalönd íslendinga eru annaðhvort komin með ggjot um umhverfismat eða svo langt komin í undirbúningi ennar að aðeins vantar herslumuninn. Við íslendingar ^erðum að fylgjast með í þessu efhi og koma slíkri löggjöf á hér. já þeim aðilum sem málið brennur á er þegar byrjað að nota umhverfismat eða líkar aðferðir. Staðarvalsnefnd Iðnaðarráðuneytisins tók mjög snemma upp vinnubrögð sem minna á umhverfismat. Þá vann Háskóli Islands sérstaka forkönnun fyrir Skipulag ríkisins um Fossvogsdal, og í framhaldi afþvífenguundirritaðurogSkipulagiðbandarískansérfræðing James A. Roberts til að koma og setja fram tillögur að notkun umhverfismats við íslenskar aðstæður, en hann hefur unnið slík verkefni fyrir flest Norðurlöndin. I framhaldi af því hefur Skipulagið haft J AR til ráðuneytis varðandi tvö önnur verkefni. En af hverju er umhverfismat mikilvægt? Tilgangurinn er ekki sá „að gæta umhverfissjónarmiða í hvívetna”, né „uppfyllt' ar séu ströngustu kröfur um umhverfisvemd” eða „allrar fyllstu varúðar gætt”, svo vitnað sé í þá klassísku skrúðmælgi sem í alltof ríkum mæli einkennir opinbera umfjöllun um 17

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.