Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 21
ENGA BILA I
AUSTURSTRÆTI!
kjartan jónsson
verslunarmaður í miðbænum
ú ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að opna
Æ Austurstrætifyrirbílaumferðítilraunaskynikom
mörgum á óvart. Þetta er eina göngugata
i Reykjavíkur, vel staðsett sem slík og hefur
W sérstakan sess í hugum margra. Það kom vel í ljós
í skoðanakönnun sem gerð var á dögunum þar sem u.þ.b. 80%
landsmanna vildu hafa hana sem göngugötu áfram. Þetta er
h'ka skrytið í ljósi þess að í nágrannalöndum okkar er lagt
tnikið upp úr göngugötum og því að gera veg þeirra sem
mestan.
VERSLUN OG VIÐSKIPTI
Þau rök sem mest er haldið á lofti af þeim sem styðja opnun
Austurstrætis fyrir bílaumferð eru að þetta muni leiða af sér
meiri og blómlegri verslun í miðbænum. Þessu fylgir gjaman
skírskotun í gömlu góðu dagana þegar Kvosin og Laugavegur-
lnn voru miðstöð verslunar í borginni og landinu öllu. Setja
menn þá lokun Austurstrætis í samhengi við minnkandi
serslun og hnignandi stöðu miðbæjarins ásamt lækkandi
fasteigna- og leiguverði. Slík rök eru þó veigalítil þegar skoðað
er það sem hefur verið að gerast í verslun undanfarin ár og
artatugi. Hér hafa sprottið upp stórmarkaðir og verslunar-
kjamar: Mikligarður, Mjóddin, Kringlan, Fenin, þetta eru að
sjálfsögðu aðalástæðurnar fyrir minnkandi verslun í mið-
haenum.
Að segja að tilkoma göngugötunnar hafi dregið úr verslun
kemur líka spánskt fyrir sjónir þeirra sem gengið hafa
göngugötur í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Lúxemburg og
víðar, margar þeirra eru miklar verslunargötur, iðandi af lífi og
fjöri. Þá mætti benda þeim á að líta íeigin barm ogskoðaeigin
frammistöðu, þeim verslunarmönnum sem eftir einhverjum
krókaleiðum í kollinum á sér hafa komist að þeirri niðurstöðu
að bölvun þeirra sé göngugötunni að kenna.
FRAMSÓKN OG NÝR VETTVANGUR
Skilyrði fyrir stuðningi borgarfulltrúa nýs Vettvangs og
Framsóknarflokksins við áðurnefnda tillögu var að samþykkt
yrði breytingartillaga sem þessir borgarfulltrúar lögðu fram.
Þar var gert ráð fyrir að í stað Austurstrætis skyldi Vallarstræti
fyrst og síðar Thorvaldsensstræti gerð að göngugötum. Að
þeirra sögn á með þessu móti að færa mannlífið frá Aust-
urstræti yfir á Austurvöll og yfir á göngugötumar Vallarstræti
og Thorvaldsensstræti sem síðan tengis Hallærisplaninu með
því að sundið þar á milli verði opnað.
Þetta hljóta að teljast léleg skipti og er í raun dæmt til þess að
mistakast. Göngugata þar er nánast brandari sem nær
fullkomnun með því að ímynda sér markaðsbásana úr Aust-
urstrætinu umhverfis styttuna af Jóni Sigurðssyni. Þótt
ákvörðun um að Austurstræti skyldi gert að göngugötu hafi á
sínum tíma komið frá borgarstjórn er það ekki vegna
19