Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 22

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 22
ákvörðunar borgarstjómar sem Austurstræti er það sem það er, fullt af fólki og iðandi af mannlífi að minnsta kosti þegar veður leyfir. Slíkt er ekki á valdi borgarstjómar. Austurstræti tengist annarri af tvemur helstu almennings- samgangnamiðstöðvum Reykjavíkur, Lækjartorgi. Við Lækjargötuna stoppa svo, auk vagna SVR, strætisvagnar sem fara í Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog. Um Austurstræti fer fólk sem ferðast í strætó, fólk sem er að fara í stofnanir, banka, pósthús, borgarskrifstofur og fleiri staði og þar fer fólk sem ekki er að fara neitt sérstakt. Fólk sem sest inn á Hressó, talar við kunnuga, skoðar ókunnuga og bamafólk veit vel hversu gott það er að sitja þar og þurfa ekki að hafa stöðugar áhyggjur þótt bömin hlaupi út fyrir dymar. UMFERÐARÁLAG Hvað mun svo opnun Austurstrætis gera í sambandi við bílaumferð og umferðarálag í miðbænum’ Ljóst er að umferðarálagið í miðbænum með tilheryandi hávaða og loftmengun mun aukast.LokunVallarstrætisogThorvaldsens- strætis hefur lítil áhrif á það þar sem þar er lítil sem engin umferð í dag. Þessar götur eru aðallega notaðar sem bílastæði fyrir nokkra tugi bíla. Bifreiðastæðum mun fækka eitthvað frekar en fjölga þar sem aðeins fimm stæði bætast við í stað þeirra sem hverfa í Vallar- stræti og Thorvaldsensstræti. I stað hind- runarinnar sem göngugatan er í dag fyrir bílaumferð niður Laugaveginn kemur Morgunblaðshúsið og er nokkuð víst að V est- urgatan og Túngatan eru miklu síður til þess fallnar að taka við þessari umferð heldur en Lækjargatan og Skúlagatan eins og þær götur gerast í dag. Þeir sem aka reglulega af Ves- turgötunni yfir á Hafnarstrætið vita hve erfitt það er stundum að komast yfir á Hafnarstrætið. Það er þó bamaleikur í dag miðað við það hvemig það verður eftir breyt- inguna. Þá má líka búast við að svipað vanda- mál komi upp þar sem ekið er af Suðurgötunni yfir á Túngötuna. FRAMTÍÐ GAMLA MIÐBÆJARINS U m markmið flutningsmanna þessarar tillögu er ekki deilt, meira mannlíf í Gamla miðbænum með tilheyrandi aukinni verslun er af hinu góða. Spumingin er bara hvort opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð verki ekki gagnstætt því sem ætlað er, hvort það sé ekki nær að loka öllu Austurstræti fyrir bílaumferð eins og upphaflega var reyndar gert ráð fyrir. Yfirbygging úr gleri yfir hluta Austurstrætis og Laugavegar eru hugmyndir sem taka mið af því að við búum á norðurslóðum og er sj álfsagt að reyna slíkt. Undirritaður er einn af þeim sem hefur mikla trú á Gamla miðbænum og að hann eigi sér framtíð. Laugavegurinn og Kvosin munu í framtíðinni hafa ákveðna sérstöðu og höfða til ákveðins hóps. Það er sístækkandi hópur fólks sem líkar ekki hraði og firring stórmarkaða. Fólk sem vill hafa ferskt loft til að anda að sér, hefur áhuga á því að gera góð kaup í litlum ódýrum verslunum, spóka sig um göngugötur og setjast inn á notaleg kaffihús og slaka á. Gamli miðbærinn verður aldrei sú þungamiðja verslunar og viðskipta sem hann var áður en hann hefur möguleika á að hafa þessa sérstöðu. Hann hefur möguleika á þ ví að hafa þá sérstöðu að vera hlýlegur, mannlegur og lifandi og það er einmitt þessi sérstaða sem við þurfum að hlúa að. Það gerum við best með því að fjölga göngugötum frekar en hitt. ■ 20

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.