Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 25

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 25
GERÐ OG GÆÐI DEILI SKIPULAGS þórarinn þórarinsson arkitekt Um leið og mannkynið fór að lifa í borgar- samfélagi kom fram þörf á að koma skipulagi á byggðina. Efvið skoðum hinar ýmsu gerðir samfélaga í tímans rás, sjáum við um leið ótrúlega fjölbreytni í því munstri sem borgir þeirra hafa tekið á sig. Gerð þeirra og form hafa tekið mið af staðháttum, þörfum og siðum hvers samfélags. A Islandi komu fljótt upp vísar að bæjarsamfélögum í kringum helstu verstöðvar og verslunarstaði. Athafnalíf og umhverfi mótaðiskipulagþeirra einsogsjámáímörgumsjávarplássum, sem þróuðust upp frá fjörunni um eyrar og hlíðar. Við Islendingar hófum þó ekki að lifa í eiginlegu borgar- samfélagi að neinu ráði fyrr en á þessari öld og verulegur skriður komst ekki á þau mál fyrr en upp úr seinni heimsstyrj- öldinni þannig að reynsla okkar í þróun borgarsamfélagsins spannar aðeins stuttan tíma í sögulegu samhengi. Engu að síður er þörf okkar fyrir gott skipulag engu minni en annarra samfélaga. Við höfum orðið að tileinka okkur þessa þekkingu mjög hratt og á margan hátt sést það á bæjum okkar hve þessa þróun bar brátt að. Vinnu við skipulag má skipta í flokka eftir því við hvaða þátt þess er verið að fást, og í hve stórum mælikvarða er verið að vinna. Þannig getum við flokkað skipulagsvinnuna í; landsskipulag, landshlutaskipulag, aðalskipulag einstakra byggðakjama, hverfisskipulag og deiliskipulag. Deiliskipulag er sú vinna sem felst í því að koma fyrir á skipulegan hátt í landslagi afmarkaðri íbúðabyggð, athafnasvæði eða annarri starfsemi sem krefst landrýmis. Það þarf að sjá til þess að öllum þörfum þessarar starfsemi sé fullnægt varðandi samgöngur, land undir byggingar, útivistarsvæði og fleira. í þessari grein er fjallað um deiliskipulagið, þau atriði sem helst koma þar við sögu og á hvem hátt má hafa áhrif á eiginleika þess umhverfis sem þar er mótað. Við gerð aðalskipulags eru í upphafi teknar stefnumarkandi ákvarðanir af viðkomandi skipulagsyfirvöldum um landnotkun, samsetningu byggðarinnar og þéttleika, hvort skipulagið sé fyrir íbúðabyggð, iðnað, þjónustu, stofnanir, verslun eða eins og oft er sambland af þessum þáttum. f aðalskipulaginu er einnig gerð grein fyrir megingatnakerfi og aðalgönguleiðum. Með aðalskipulagi er því lagður grunnur, sem deiliskipulag einstakra svæða byggist á. Við gerð deiliskipulags er mikilvægt, að markmið og forsend- ur skipulagsins liggi sem skýrast fyrir í byrj un.T aka þarf mið af landfræðilegum þáttum, veðurfari, samgöngumöguleikum, veitukerfi o.fl. og leitast við að ná fram settum markmiðum á sem hagkvæmastan hátt. Verk skipulagshöfundarins er að safna upplýsingum saman um ofangreinda þætti, virkja þekkingu sína, reynslu og hugmyndaflug til að skapa heih steypta mynd sem mætir öllum skipulagsmarkmiðunum og gefur byggðinni um leið sérkenni, sem falla vel að landinu. Mikilvægt er að bera saman skipulagsmarkmiðin og lausn einstakra þátta áður en skipulagið festist um of til að tryggja það að hug' og hagkvæmni lausnanna fari ávallt sem best saman. Skipulagshöfundurinn er ekki einn að verki.heldur er gerð deiliskipulags hópvinna margra aðila þar sem fjölbreytt sjónarmið þurfa að fara saman og mæta á endanum óskum verkbeiðandans, sveitarfélagsins. Deiliskipulag nær yfir tiltekið landssvæði sem hefur sín sér- kenni hvað varðar legu, jarðfræði, gróðurfar, veðráttu og afstöðu til sólar. Við uppbyggingu verður óhjákvæmilega mikil breyting á öllu vistkerfi skipulagssvæðisins og má segja að alveg nýtt vistkerfi skapist. Mikilvægt er að meta hvort á skipulagssvæðinu séu þau umhverfisverðmæti sem vert sé að varðveita, til dæmis hvað varðarsögu svæðisins, náttúru þess eða þjóðtrú sem tengist því svo eitthvað sé nefnt. Það er grundvallaratriði að byggð falli vel að landinu. Land- halli og jarðvegsdýpi eru oft stýrandi atriði. við gerð skipulags. Takmörk eru fyrir hve hægt er að byggja í miklum landhalla, bæði verður gatnagerð erfið og húsgrunnar dýrir þar sem halli er mikill og land sem snýr undan sól verður of skuggasælt. En landhalli gefur einnig ýmsa möguleika í húsagerð og þar er oft mikið útsýni sem fyrir okkur íslendinga er mikils virði. Veðurfar er stór þáttur í íslenskum veruleika, en það getur verið ótrúlega breytilegt frá einu svæði til annars. Sem dæmi um breytileika veðurfars á höfuðborgarsvæðinu er norðanstrengurinn alkunnur í Kvosinni og Vesturbænum þegar logn er víða í Austurborginni. Á sama hátt er úrkoma meiri austar í borginni og veðurhæð verður meiri þar sem land liggur hærra og er opið fyrir vindátt. Mikilvægt er að nýta vel möguleg gæði veðurfarsins og forðast eða vinna gegn óæskilegum áhrifum þess. Það hefur sýnt sig að þar sem stórar byggingar standa þétt í áveðursátt geta myndast mjög sterkir vindstrengir á milli þeirra. Við slíkar aðstæður getur verið skynsamlegra að reisa lægri og óreglulegri byggingar sem rífa vindinn upp svo 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.