Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 29
SKIPULAG
GRÆNNA
SVÆÐA í
ÞÉTTBÝLI
LAUGARDALURINN I
REYKJAVÍK
REYNIR vilhjálmsson
landslagsarkitekt
Sagt er að maðurinn lifi ekki af brauðinu einu
saman. V íst er að félagsleg aðstaða og möguleikar
á að sinna mismunandi áhugamálum vega þungt
þegar lífsskllyrði eru metin. Vaxandi velmegun,
frítími og almennur áhugi á hollu líferni auka
enn þörfina fyrir útivistarsvæði.
I aðalskipulagi er landi ráðstafað til hinna ýmsu þátta. Einmitt
á því stigi er rétta tækifærið til að marka ákveðna stefnu í
umhverfismálum og á grundvelli þeirrar stefnu að tryggja
heppileg, rétt staðsett svæði til útivistar og varðveita sérstaklega
áhugaverð svæði frá náttúrunnar hendi.
I aðalskipulagi Reykjavíkur er græni liturinn áberandi. Þessi
grænu svæði eru ýmist ætluð fyrir einhverja tiltekna útivist-
arstarfsemi eða fyrir meira og minna óskilgreinda útivist og
ræktun. Grænu svæðin gegna einnig því hlutverki að gefa
rúm fyrir nýjar áður óþekktar þarfir og meðfram umferðaræðum
eru fyrirferðamikil græn svæði til að draga úr neikvæðum
áhrifum umferðar.Vegna útþenslu byggðarinnar gengur þó
ávallt á græna litinn og víst er að svæði með óskilgreint
hlutverk og innihald eru ótrygg í sessi.
Laugardalur er eitt af þessum stóru grænu svæðum sem allt frá
fyrsta aðalskipulagi Reykjavíkur hefur prýtt aðalskipu-
lagskortin, en varð þó aðeins að hluta til skipulagt og notað til
útivistar. Tillaga um íbúðarbyggingu í suðausturhluta dalsins,
sem kom fram fyrir um 10 árum, náði þó ekki fram að ganga.
Arið 1986 var hinsvegar samþykkt deiliskipulag fyrir Laugar-
dalinn sem hafði það að markmiði að gera dalinn að einum
stórum gróðursælum borgargarði sem höfðaði til allra
aldurshópa. I stuttu máli garði fyrir alla fjölskylduna.
Laugardalurinn er um margt heppilegur fyrir borgargarð. Lega
miðsvæðis í borginni, góð tengsl við strætisvagnaleiðir, góðir
ræktunarmöguleikar, miðstöð íþrótta, stærsti sundstaður
borgarinnar, tjaldstæði, grasagarður, skrúðgarður, þvottalaugar
og Ásmundarsafn í næsta nágrenni. 1 nýja skipulaginu er lögð
áhersla á að bæta enn við nýj um athöfnum þannig að garðurinn
27