Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 31

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 31
■ S' : L.AUG ARDALUR DEILISKIPULAG I:2000 Skipulagsuppdráttur frá apríl 1991. húsdýranna, einnig villt dýr: mýs, minkar, refir, hreindýr og selir. I garðinum er einnig aðstaða fyrir fræðslustarfsemi og eru starfsmenn garðsins mjög áhugasamir fræðarar. Sérstök ntóttaka er þar fyrir skóla og dagvistarstofnanir og upplagt virðist að nýta Grasagarð og Húsdýragarð í sameiningu við náttúrufræðikennslu. Húsdýragarðurinn opnar sig á móti lífæð garðsins, trjá- gongunum. Þaðan er útsýni yfir bithaga og gengið í garðinn. Listilega hlaðinn hraungarður leiðir gestinn að selatjöminni ‘ hjarta garðsins, en umhverfi hennar er myndað úr lábörðu storgrýti úr vegstæði Bústaðarvegar í Öskjuhlíð. Byggingar eru látlaus timburhús, hönnuð af arkitektunum Guðmundi Kr. Guðmundssyni og Ólafi Sigurðssyni. Rými milli byggin- ganna mynda þægileg útivistarsvæði til ýmissa nota. Umhverfis þessi svæði eru timburgirðingar. Stjómstöð og kennslurými er í fyrrverandi íbúðarhúsi Örlygs Sigurðssonar listmálara, en trjágarður hans kemur að góðum notum, m.a. sem hólf fyrir fugla. I hreindýrahólfinu í norðvesturhorni garðsins er lögð sérstök áhersla á að mynda skemmtilegt landslag með grjóti og mishæðum, segja má að gildi hönnunar komi þar greinilega í ljós því að öll dýr sem þangað eru sett byrja strax að leika sér. 29

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.