Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 32
áfijötcUtw, &öyutut<svi:
REYKJAVIK - ÖRFIRISEY
Eftirfarandi grein var upphaflega skrifuð fyrir um hálfri öld. Þá kom til tals að
reisa síldarverksmiðju í Örfirisey. Nú er um það deilt hvort þar eigi að rísa
beinamjölsverksmiðja. Greinin er birt hér til upprifjunar fyrir þá sem láta þetta
mál sig varða. (ritstj.)
Hér birtist mynd af sólarlagi í Reykjavík. Allir
dást sð hinni óviðjafnanlegu fegurð, þegar
sólin er að síga í æginn, enda er sólsetrið við
Reykjavík orðið frægt meðal útlendinga. Á
teikningunni sést mynd af sumarhóteli fyrir
útlenda ferðamenn, og fslendinga, svo sem konur og böm, sem
hafa ekki ástæður til að fara úr bænum um helgar, og sést
straumur fólksins út Grandagarðinn.
Orfirisey er þjóðlegur sögustaður, útsýni þaðan fagurt í allar
áttir og heilnæmt sjávarloft, enda hafa bæjarbúar gert mikið
að því undanfarið, bæði á helgum og rúmhelgum dögum, að
ganga þangað sér til hressingar.
Nú grúfir skuggi yfir þessum stað, sem Ingólfur nam fyrir meir
en þúsund árum og Skúli fógeti gerði að höfuðstað landsins,
eftir samþykkt bæjarstjórnar um að reisa síldarverksmiðju í
Örfirisey. Birtist hér mynd af þeirri hugmynd sem nú er verið
að hrinda í framkvæmd. Þar má sjá, að reykjarmökkurinn frá
bræðslustöðinni breiðir sig fyrir kvöldsólina og sólroðið vest-
urloftið.
Okkur Reykvíkinga undrar það stórum, að bæjarstjóm og
bæjarráð skuli leyfa sér að bera slíka grútarsamþykkt á borð
fyrir íbúa höfuðstaðar okkar, sem hafa þó treyst þeim til þess
að láta allt það ógert, sem gæti skaðað og niðurlægt heiður
bæjarfélagsins. Hefir ríkisstjórnin enga sómatilfinningu
gagnvart heiðri höfuðstaðarins, eða vald til að stöðva
ósómann? Eða er það ekki hennar að taka í taumana, ef
valdhafar bæjar- og sveitarfélaga gera eitthvað það, sem
stofnar heiðri lands og þjóðar í voða, eða er til niðurlægingar
og smánar fyrir íslenzka ríkið?
Verði síldarverksmiðja starfrækt í Örfirisey, - sem þó yrði
30