Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 35

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 35
sem fagran höfuðstað íslendinga, hefir verið notað til að hrófa UPP timburkofum út um allt bæjarlandið, inn að Kleppi, inn fyrir Elliðaár, upp í Mosfellssveit, eða um allt það land, sem bærinn hefir umráð yfir. Vegna þessara bygginga hefir sjálfur Reykjavíkurbær orðið að greiða margar milljónir umfram það, sem annars hefði þurft. Má þar til nefna götulagningu, skolpleiðslu, vatn, rafmagn o.fl. Ég get ekki talið, að þessar byggingar úti um allar jarðir tilheyri Reykjavík. Sjálf Reykjavík ætti að byggjast upp þannig, að auðsætt rnætti vera, að hún væri sannkallaður höfuðstaður landsins. I borginni er enn mikið af gömlum ryðguðum timburhúsum - að ógleymdum braggahverfunum - sem þarf að rífa burtu og byggja nýtt í staðinn. Þannig þarf að fegra bæinn. Skólavörðuholtið var einu sinni ætlað fyrir háborg Reykjavíkur, og má hér sjá hvernig háborgin lítur nú út. Þannig er þetta í ótal stöðum annars staðar í bænum og bæjarlandinu. btu líkindi til þess að „fegrunarfélag", sem telur sér óviðkomandi, hvað gert verður við þann hluta Reykjavíkur, er fyrst blasir við öllum þeim, sem að borginni koma af sjó, láti S1g meira varða þau höfuðlýti á borginni, sem hér að framan hafa verið nefnd? Ef það fæst ekki rætt í Fegrunarfélaginu hvort Örfirisey eigi um alla framtíð að vera prýði borgarinnar, eins og hún gæti hæglega orðið, eða eitt mesta lýti hennar, hvað má þá ræða þar? Ef borgarstjóra og fylgismönnum hans, hvort sem þeir tilheyra hans flokki eða hinum, helzt það uppi að banna umræður um það, hvort æskilegra sé, að Örfirisey verði bæjarprýði eða grútarstöð, er þá líklegt, að þessar lýðræðishetjur æski umræðna um hitt, hvenær gömlu borg- arhverfin, braggahverfin og önnur stórlýti á höfuðborginni eigi að víkja, hvenær Skólavörðuholtið eigi að hætta að vera háborg íslenzkrar ómenningar, landi og þjóð til skammar? Það er vitanlegt, að allar meiriháttar framkvæmdir til fegrunar borginni kosta fé, og það fé verður að koma úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa, bæjarsjóði, en ekki sem enn einn aukaskattur úr vasa þeirra. En megi Fegrunarfélagið ekki ræða slík mál og gera sínar tillögur og sínar kröfur um framkvæmdir fyrir hönd bæj arbúa, án náðarsamlegs leyfis borgarstjóra, af því að slíkar framkvæmdir kosti fé, þá verður það aldrei annað en vesæl ambátt og skóþurrka ráðandi flokka í bæjarstjóminni, og skálkaskjól fyrir framkvæmdaleysi þeirra eða framkvæmdir, sem miða í þveröfuga átt við tilgang félagsins. Ef Fegrunarfélaginu tekst ekki að koma í veg fyrir spellvirki bæjarstjómarinnar í Örfirisey, tekst ekki að hindra, að Örfiris- ey verði gerð að grútarstöð og öll Reykjavíkurhöfn að grútar- polli, þá er það að engu orðið þegar í upphafi vega sinna. Höfuðtilgangur þess hlýtur að vera sá, að vekja lifandi áhuga allra bæjarbúa fyrir útliti borgar sinnar, koma því til leiðar, að hver borgarbúi láti sig það nokkru skipta, hvemig útlit borgar- innar verður í framtíðinni, fái vakandi tilfinningu fyrir því, hvort ákveðnar framkvæmdir miða að því að fegra borgina eða lýta hana, og hafi djörfung til að láta í ljós skoðanir sínar á slíkum smekksatriðum, hver í sínum pólitíska flokki, ef menn vilja og treysta því að það beri árangur, en líka gegn sínum pólitíska flokki, ef með þarf, og gegn borgarstjóranum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.