Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 37

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 37
anúite&fa^éiay ýúlewdð,: ó að mennta arkitekta á Islandi? SIGURÐUR HARÐARSON arkitekt Spumingunni mætti í raun snúa við: Af hverju skyldu íslenskir arkitektar sækja menntun sína til útlanda? Eða eru eðli og eiginleikar, þarfir og vandamál íslensks samfélags betur skil- greind í erlendum háskólum? Eru lausnirnar á vörum erlendra prófessora? Hvað vita þeir um veðurfar og náttúrufarslegar forsendur á íslandi, hvað vita þeir um íslenskar byggingarhefðir og íslenskar byggingaraðferðir, lög, staðla og reglugerðir eða yfirleitt um forsendur byggingar- og skipu- lagsmála í íslensku samfélagi? Auðvitað lítið eða ekkert. En þar með er ekki sagt að þeir geti ekki kenntokkur neitt. Þeir geta kennt okkur ýmis grundvallaratriði tæknilegs og listræns eðlis sem óháð eru mismunandi samfélögum og ýmislegt annað sem byggt er á forsendum hinna erlendu samfélaga - en þeir geta ekki gert það sem er mikilvægast: þeir geta ekki' sett fræði sín í samhengi við íslenskan veruleika. Þeir geta hins vegar kennt okkur að vinna og hvemig nálgast á lausnir hinna ýmsu viðfangsefna - og komið okkur í skilning um hið stóra samhengi byggingarlistarinnar við tækni og menningu. Það er af þessari ástæðu sem íslenskir arkitektar eru eins og hálfgerðir utangarðsmennfyrstuárinaðnámiloknu á hinum íslenska byggingarmarkaði, með mikinn metnað en mjög takmarkaða þekkingu á þeim aðstæðum sem þeir eiga að vinnavið. Þeirhafatileinkaðsérnýjustustefnurnar ogfæra þannig hingað fljótt og vel það nýjasta sem er að gerast í hinum stóra heimi í byggingar- og skipulagsmálum og það er mikilvægt. Þeir hafa einnig fræðilegan grunn og jafnvel hugsjónir (þó þær séu nú orðið heldur sjaldgæfar) sem líka eru mikilvægar og raunar nauðsynlegar. En þá vantar til- hnnanlega þá þekkingu á íslenskum veruleika sem líka er nauðsynleg til að geta nýtt fræðin við praktísk vandamál. Þessi þekking kemur auðvitað með ttmanum en meðan á því stendur hafa þeir takmarkað til málanna að leggja um inntak t>ess sem byggja skal í íslensku samfélagi. Það sem hins vegar er verra er að þessi utangarðsmennska skapar tortryggni eða vantrú á framlag íslenskra arkitekta til byggingarmála - sem hefur það í för með sér að þeir verða afskiptir og áhrifalitlir þar sem ákvarðanir og umfjöllun um byggingarmál eiga sér stað. Þannig eru engir arkitektar starfandi við þær stofnanir ríkis °g Reykjavíkurborgar sem sjá um flestar eða allar framkvæmdir þessara aðila. Þama kemur að sjálfsögðu ýmislegt fleira til sem ekki verður tíundað hér og á rætur að rekja til hinnar skömmu þéttbýlishefðar okkar og skilningsskorts á gildi undirbúnings °g hönnunar yfirleitt. Það sem hér hefur verið rakið um utangarðsmenn er vitaskuld háð einstaklingum og því námi sem þeir hafa stundað áherslum þess og innihaldi, auk þess hversu vel þeir hafa fylgst með því sem á Islandi hefur verið að gerast á námstíma þeirra o.s.frv.Upp úr stendur hins vegar að íslenskir arkitektar hafa allir fengið menntun sem sniðin er að þörfum og forsendum þess samfélags sem þeir hafa numið í og er á flestum sviðum frábrugðið hinu íslenska. Hér heima þurfa þeir að byrja á vissan hátt upp á nýtt og takast á við þá vantrú og vanmat á hæfileikum þeirra og hæfni sem mætir þeim hér og eins og að ofan er rakið á sér oft eðlilegar ástæður. Kraftar hinna ungu og reiðu manna nýtast því ekki sem skyldi f byrjun við stefnumótun og umræðu í íslenskum byggingarmálum. Byggingarlist er víðtækt hugtak en segja mætti, að inntak þess sé listin að móta rými fyrir þarfir mannsins bæði hinar líkamlegu og andlegu, rými innan bygginga, rými milli bygginga og rými milli bygginga og umhverfisins. Þetta er stórt og afar mikilvægt verkefni og má vera ljóst að til að valda því þarf menntun sem grundvallast á þekkingu á eðli og inntaki þess samfélags sem í hlut á. En svo mikilvægt sem það nú er að þekkja eigið umhverfi og starfsgrundvöll er hitt ekki síður hollt að hleypa heimdraganum og sjá íslenskt samfélag úr nokkurri fjarlægð og endurmeta ýmislegt, opna augun fyrir því sem annars ekki sést vegna nálægðar. Meginmarkmið allrar menntunar fyrir íslenska arkitekta er að skapa forsendur fyrir góðri íslenskri byggingarlist. Þær for- sendur eru annars vegar nám á I slandi og hins vegar í útlöndum - nám sem byrjar á íslandi heldur áfram erlendis og lýkur loks hér heima. Það getur auðvitað reynst flókið og erfitt verkefni að skipuleggja slíkt nám.Tíminn vinnur þó með okkur þar, því þróun menntamála í Evrópu er mjög í þá átt að ýta undir og létta nemendaskipti og flutning milli skóla. En hvert á inntak kennslunnar að vera hvemig verður góð íslensk byggingarlist til? Um það verða menn sennilega seint sammála um ekki frekar en hvað góð íslensk byggingarlist sé en hér verður aðeins gefið mjög almennt svar: Góð íslensk byggingarlist verður að byggjast á menntun sem á forsendur sínar í íslensku náttúrufari í víðtækasta skilningi þess orðs og veruleika íslensks samfélags - menningu þess og listum, tækni þess og framleiðslu, efnahagskerfi og lögum, félagslegri uppbyggingu þess o.s.frv. Þessa menntun sækjum við ekki annað en til okkar sjálfra þó ýmislegt getum við að sjálfsögðu sótt til útlanda líka eins og áður segir. íslenskir arkitektar hljóta aldrei tiltrú og traust á íslandi fyrr en menntun þeirra verður á ábyrgð íslendinga og sniðin að þeirra þörfum. Metnaður byggjenda fyrir hönd íslenskrar byggingarlistar verður aldrei hár fyrr en svo er orðið. ■ 35

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.