Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 39
Kort af Reykjavík með skráðum fornminjum í borgarlandinu.
yfir minjar í borgarlandinu. Má geta þess að í Viðey, Engey,
Þerney og Akurey eru minjar, sem ekki hafa verið skráðar, og
'Grafarvogi, Álfsnesi og Öskjuhlíðinni er töluvert um merkar
mmjar. Af þeim rúmlega 120 fornleifum (sjá kort), sem á skrá
eru í Reykjavík, eru fjórar, sem þar að auki hafa gefið tilefni til
riðlýsingar, þ.e. kirkjugarðurinn og bæjarhóllinn í Laugar-
nesi- bæjarstæði Breiðholtsbæjarins, þingstaðurinn við
Elliðavatn og Hólmsborg við Heiðmörk.
I nýsamþykktum þjóðminjalögum kemur fram í 16. gr. að til
Grnminja teljist hvers kyns leifar fomra mannvirkja ogann-
arra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk
eru. Þar er m.a. átt við byggðaleifar, gömul tún, vegi, áletranir
°8 grafreiti. Samkvæmt þjóðminjalögum má ekki breyta eða
spilla fomleifum. Samkvæmt 17. gr. laganna er skylt að
ornleifaskrá skipulagsskylt svæði áður en gengið er frá skipu-
ag' l’eirra. Þær fomleifar sem sérstaklega hafa verið friðlýstar
^eljast þjóðminjar og þeim fylgir 20 metra friðhelgað svæði út
Á* ^stu sýnilegu mörkum fomleifanna.
gar talað er um vemdum minja er sérstaklega mikilvægt að
i sé þrengt að þeim með mannvirkjum eða þeim spillt með
jarðraski. Þegar minjastaðir eru auðkenndir fer best á því að
vers kyns merkingar séu látlausar og rétt staðsettar við
minjamar.
Nokkur heilsteypt minjasvæði eru í Reykjavík þar sem
ákveðnar heildir fomleifa hafa varðveist og er hér sérstaklega
átt við Laugarnesið, Öskjuhlíðina og Skildinganesið. Slík
svæði mætti nefna menningarlandslag, sem er þýðing á
norræna hugtakinu „kulturlandskap”. Þau eru sérstaklega
áhugaverð þar sem í slíkum tilvikum er oft varðveitt samfelld
saga byggðar og starfsemi um langan tíma. Þar hefur mannlífið
sett mark sitt á landslagið.
Reykvíkingar geta státað af því að eiga sérstaklega merkilegt
menningarlandssvæði með merkum minjum aldalangrar
byggðar, sem varðveist hefur mestu ósnortin. Hér er átt við
hið sögufræga Laugames, sem nokkuð hefur verið fjallað um
síðustu ár. Þess má geta að afar sérstakt er að slík minjaheild
varðveitist inni í miðri borg. Þama eru varðveittar minjar
Laugarnesbæjarins með kirkjugarði, túni, vörum og hjáleigu-
rústum. Mjög mikilvægt er að tekið verði tillit til þessara
minja við gerð deiliskipulags á svæðinu og að þess verði gætt
að ekki verði þrengt að minjunum með mannvirkjagerð.
Hér á eftir verður fjallað lítilega um skipulag Laugamess með
tilliti til sjónarmiðs minjavörslunnar . í síðasta tölublaði
Arkitektúrs og skipulags birtist grein Sigríðar Magnúsdóttur
arkitekts þar sem fram koma hugmyndir um Laugamesið sem
brjóta í bága við vemdunarsjónarmið Laugamess sem heil
37