Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 41
biskupssetur. Helgi G. Thordersenbiskup flutti til Reykjavíkur
árið 1856. Laugamesstofa fór þá í niðurníðslu og var yfirgefin
til 1871 er frönskum bólusóttarsjúklingum var komið þar
fyrir. Nokkrir sjóliðanna létust og voru jarðsettir í
kirkjugarðinum.
Arið 1885 keypti Reykjavíkurbær Laugarnes og 1898 reistu
danskir Oddfellowar holdsveikraspítala í Laugamesi. Laugar-
nesstofa var þá rifin. Spítalinn var stórt timburhús eins og sjá
má á gömlum ljósmyndum, sem teknar voru frá Kirkjusandi.
Líklegt má telja að spítalinn hafi verið stærsta hús landsins á
þeim tíma. Húsið var tvílyft með stuttum álmum til endanna.
Laugamesspítali stóð á flötinni austan við Listasafn Sigurjóns
Olafssonar og sneri framhlið í suður. . Engin greinileg merki
sjást lengur um þessar byggingar, en fullvíst má telja að jörðin
geymi síðustu leifar þessa tímabils í sögu Laugarness þótt þar
hafi orðið nokkurt rask vegna braggabyggðar stríðsáranna.
Arið 1940 lagði breski herinn hald á spítalann. Mikið hverfi
bragga reis þar allt í kring á þeim slóðum sem listasafnið nú er.
Sigurjón Olafsson myndhöggvari (d. 1982) fékk til umráða
einn herskála árið 1945 og setti þar upp vinnustofu sína. Það
var grunnurinn að Listasafni Sigurjóns Olafssonar, sem
stofnað var árið 1984-
menningarsvæði
Laugamesið einkennist enn af hinu gamla og óspillta svipmóti
°g er strandlengj an ósnortin. Laugames er á náttúruminjaskrá
°g er fjaran á Laugamestanga friðlýst. Gróður í mýrlendinu
umhverfis Norðurkotsvörina og á holtinu norðaustan við
hana er meðal þess fjölbreyttasta sem finnst á Reykja-
víkursvæðinu. Útsýni frá Laugarnesi er mjög fagurt og
fjölbreytilegt.
A Laugamesi er að finna leifar bæjarhóls Laugarnesbæjar,
hjáleigukota, kirkjugarðs, túns með beðasléttum og vör. Á
höfuðbóli Laugamess var stundaður búskapur allt frá 10. öld
°g fram á þessa. Bændur heyjuðu tún, beittu búsmala og reru
td fiskjar. Norðurkotsvörin er einstök og ein fárra slíkra sem
varðveist hafa í borgarlandinu. Laugarnesbændur nýttu fjörur
°g annað það sem náttúran færði þeim til nytja. Þarna var
fagurt útsýni og graslendi gott. Laugames er því dæmi um vel
varðveitt menningarlandslag þar sem sögulegar minjar hald-
ast í hendur við náttúm og umhverfi, sem áttu stóran þátt í
tttyndun þeirra. Auk þess em varðveittar í jörðu minjar frá
síðari tímum á Laugamestanga.
Læjarhóll Laugamesbæjarins er fremur stór og er þar
varðveitt undir grassverðinum tíu alda gömul saga búskapar
Laugamesbænda. Bæjarhóllinn var friðaður árið 1987 vegna
serstaks minjagildis hans. Friðaðar fornminjar teljast til
bjóðminja, sem sérstaka þýðingu hafa fyrir menningarsögu
hlendinga, og skal slíkum friðlýstum minjum fylgja 20 metra
ftiðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fomleifanna.
Kirkjugarðurinn er fast sunnan við bæjarhólinn (sjá mynd),
en algengt var að kirkjur væru gegnt bæjardyrum.
Kirkjugarðurinn var friðlýstur árið 1930 af þáverandi
þjóðminjaverði, Matthíasi Þórðarsyni. Hann er ferhyrndur og
sést enn móta fyrir sáluhliði á vesturvegg hans. Þar má greina
rúst síðustu torfkirkjunnar í miðjum kirkjugarðinum. Hún var
lögð niður árið 1794 þegar Laugarnessókn var lögð undir
Dómkirkjuna í Reykjavík. Kirkjan hefur verið torfkirkja með
timburstafni og hefur snúið frá austri til vesturs í samræmi við
kirkjulög.
Enn má sjá dæmigert gamalt tún með beðasléttum frá því um
aldamót vestan bæjarhólsins. Heimildir eru fyrir slíkum
beðasléttum allt frá víkingaöld í nágrannalöndum okkar. I
Jarðabókinni eru nefndar þrjár hjáleigur, þ.e. Norðurkot
(áður Sjávarhólar), Suðurkot og Barnhóll.(sjá teikn.) Fjórða
kotið er ekki nafngreint en mun hafa staðið heima við bæinn.
Enn sést móta fyrir þrem fyrst nefndu hjáleigukotunum í
Laugamesi og er mikilvægt að lögð verði áhersla á varðveislu
þeirra í tengslum við sjálft bæjarstæði Laugamesbæjarins.
„ENGI HORNKERLING VIL EK VERA"
Út frá sjónarhorni minjaverndar er eindregið mælt gegn því
að ekki kome vegur framhj á friðlýstum bæj arhól og kirkj ugarði
Samkvæmt 17. gr. þjóðminjalaga (88/1989) skal „þeimminjum
sem friðlýstar eru fylgja 20 m friðhelgað svæði út frá ystu
sýnilegu mörkum fomleifa og umhverfis nema kveðið sé á um
annað“. Við vettvangskönnun hinna friðlýstu minja kom í
ljós að bæjarhóllinn nær undir núverandi vegslóða og er því
ljóst aðvegur fer inn á friðhelgað svæði (sjá meðfylgjandi
kort). Frá ystu mörkum kirkjugarðs eru 25 metrar að húsum
tollvörugeymslunnar, en 7 metrar að Sætúni. Friðlýst svæði
nær um tíu metra inn á lóð tollvörugeymslunnar. Mikilvægt
er að merkar fornminjar, sem gefið hafa tilefni til friðlýsingar,
séu ekki of aðkrepptar á einn eða annan hátt. Með því eiga
þær á hættu að missa gildi sitt. Sem dæmi um þess konar
eyðileggingu fomminja má nefna Kapelluna í Kapelluhrauni.
Þar var grafið frá hinum friðlýstu minjum frá öllum hliðum og
þeim því kippt úr samhengi við hið eðlilega umhverfi. Er
afleitt að hinn friðlýsti bæjarhóll og kirkjugarður lendi
aðkrepptur í horni breiðgatna. í Njálu kemur fram að
Hallgerður langbrók hafi eitt sinn átt að hafa sagt: „Engi
hornkerling vil ek vera“. Mikilvægt er að virða ósk þessarar
húsfreyju í Laugarnesi, sem á svo mikinn þátt í sögu staðarins.
Ljóst er að vegur frá austri á milli fjöru, Klettsvarar og hins
gamla túns gæti raskað samhengi og tengslum fjöru og túns.
Klettsvör við hjáleiguna Norðurkot er hluti af minjaheild
Laugarnesbæjarins og því vert að leggja áherslu á að sú heild
varðveitist.
Ibúðabyggð á svæðinu skerðir óhjákvæmilega möguleika
Laugarness sem útivistarsvæðis fyrir almenning. Umhverfi
Listasafns Sigurjóns Olafssonar verður að falla vel að lands-
laginu, og því mega bílastæði þar ekki verða of áberandi. Of
viðamikil mannvirkjagerð gæti þrengt að Laugarnesi sem
heilsteyptu menningarlandssvæði. Hugmyndin um
39