Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 42

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 42
Horft til norðurs frá bæjarhólnum. höggmyndagarð er góð, og getur slíkt aukið á breidd Laugar- ness sem útivistarsvæðis ef fundið yrði jafnvægi á milli fagurs útsýnis, náttúru og sögulegra minja annars vegar og listar hins vegar. Höggmyndálist og vel hönnuð lýsing gætu fallið vel að þeirri mynd og undirstrikað Laugames sem minj asvæði náttúru og sögu. Slíkt gæti aukið þá dulúð sem nærvera sögu og fortíðar gefur staðnum. Hið margslungna samspil sögu og náttúru Laugamess ætti tvímælalaust að vera þungamiðja skipulags á þessu einstaka menningarlandssvæði ímiðju borg- arlandinu. Á Laugamestanga varð ákveðin röskun á stríðsárunum vegna bygginga herskála. Mannvirkin vom hins vegar byggð á aðfluttri uppfyllingu, sem komið hefur í veg fyrir eiginlega röskun á fomminjum. Má því búast við að mannvistarleifar eldri byggðar hafi varðeist undir uppfyllingunni. Sérstakt náttúrufar og fagurt útsýni tilheyra hinu foma sögubóli Laugamess. Hjáleigurústimar, Norður- og Suðurkotsvör, túnið með beðasléttunum og fjaran eru mikilvægir hlutar eins elsta bæjarstæðis á Islandi, rétt eins og hinar friðlýstu minjar bæjarhólsins og kirkjugarðsins með kirkjurústinni. Þessi atriði eru öll hluti af samspili, sem gerir Laugamesið að heilsteyptu menningarlandssvæði. Ometanlegt er að slíkar heildir varð- veitist innan höfuðborgar og því mikilvægt að minjaheild Laugamess raskist ekki. Er það mat höfundar að stuðla beri að varðveislu Laugamess, sem heilsteypts menningarlandsvæðis vegna ómetanlegs samspils náttúm, sögulegra minja og fagurs útsýnis. ■ fonníYim NIÐURHENGD KERFISLOFT MIKIÐ ÚRVAL ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ SKÚTUVOGI12C SÍMI687550 40

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.