Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 49
Efri teikn: Suð-austurhlið, gegnt höfninni. Neðri teikn: Norð-vesturhlið, í átt til eyjarinnar.
Grunnmynd
1. hæðar.
Sneiðmynd.
Viðey gegnir mjög mikilvægu
hlutverki í lífríki sjó- og far-
fugla við innnes Faxaflóa, og
að þar er jafnframt að finna
^injar um elstu búsetu á
Islandi. V erkefnið miðaðist því strax í upphafi við að taka fullt
dllit til sögulegs og náttúrufræðilegs gildis Viðeyjar og hafa
aðalskipulag Reykjavíkur til viðmiðunar.
I aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir að Viðey verði
tengd við land með göngubrú frá Sundabakka að Gufunesi.
Eftir að hafa leitað álits sérfræðinga á sviði náttúrufræði og
fornleifafræði taldi ég rétt að miða verkefnið við að nota
eingöngu báta sem samgöngutæki til að koma í veg fyrir of
tnikinn ágang á eyjuna. Með þetta í huga var ráðstefnu-
miðstöðinni líka valinn staður við Sundabakka á suð-austur
enda Viðeyjar, þar sem forðum var eina höfnin á öllu
Faxaflóasvæðinu sem tók á
móti skipum hlöðnum
komi, kolum og olíu utan úr
hinum stóra heimi.
Ráðstefnumiðstöðin skip-
tist í 3 byggingarhluta er gegna mismunandi hlutverkum:
1. Rannsókna- og fyrirlestradeild sem búin er rannsóknaher-
bergjum, mismunandi stórum fyrirlestraherbergjum, stórum
fyrirlestrasal, tölvuherbergi og bókasafni.
2. Þjónustudeild með móttöku, bar, æfingasal, sundlaug og
veitingasal. Deildin er ætluð almenningi jafnt sem öðrum
gestum hinna deilda hússins.
3. Gistideild sem gefur möguleika á gistingu um lengri eða
skemmri tíma fyrir hópa af ýmsum stærðum sem þurfa að nota
rannsókna- og fyrirlestradeildina.
Deildirnar 3 eru staðsettar í mismunandi byggingarhlutum
47