Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 50
Líkan af ráðstefnumiðstöð.
sem síðan eru bundnir saman af miðhúsi sem jafnframt er
inngangur og sýningarsalur hússins. Rannsókna- og
fyrirlestradeildin ásamt þjónustudeildinni eru á 1. hæð sitt
hvorum megin við miðhúsið, en gistideildin er á 2. hæð.
Æskilegt er að komið sé í veg fyrir að V iðey verði í framtíðinni
lögð undir tjaldstæði, minigolfvelli, krár eða álíka borgar-
starfsemi. Þá er ekki síður mikilvægt að koma í veg fyrir að
Viðey verði það mikið friðuð að almenningi verði meinað að
njóta þess sem náttúran þar hefur upp á að bjóða. Æskilegasta
leiðin virðist vera sú að sameina þar sögu Islendinga sem
eyþj óðar og virðingu þeirra fyrir lífríki náttúrunnar, og j afnframt
reisa þar veglega ráðstefnumiðstöð fyrir hvers kyns innlend og
erlend þing og ráðstefnur sem nú eru haldnar í Reykjavík, oft
í mjög ónæðissömu húsnæði sem ekki er sérstaklega hannað
fyrir ráðstefnuhald. Ráðstefnu-, rannsókna- og fyrirlestra-
miðstöð í Viðey gæti orðið sannkölluð lyftistöng fyrir þá
viðleitni Reykjavíkurborgar að efla höfuðborgina sem miðstöð
fyrir hvers konar ráðstefnur og fundi. Nú, þegar við höfum
vaknað til vitundar bæði um möguleika okkar á sviði
ráðstefnuhalds og mikilvægi umhverfisverndunar, væri slík
framkvæmd verðugt verkefni sem vafalaust myndi vekja
eftirtekt á alþjóðavettvangi.
Utliti ráðstefnumiðstöðvarinnar er ætlað að höfða til lögunar
Viðeyjar, þyngdar bergsins og léttleika fuglanna. Ennfremur
er lögð áhersla á að miðstöðin sé nútímaleg í útliti en hafi samt
hafnarbrag bátalífsins yfir sér.
Fyrsta hæð hússins er grafin niður að hluta til þess að mýkja
upp skilin á milli eyjunnar og sjávarins. Gistideildin er þ.a.l.
byggð á súlum, sem síðan mynda ca 3,5 metra bil á milli þessara
byggingarhluta. Bilið er svo nýtt til þess að gefa sérstökum
herbergjum á 1. hæð meiri lofthæð en annars væri mögulegt.
Bogaform miðstöðvarinnar, sem á rætur sínar að rekja til
hinna mörgu víka á Viðey, hefur því hlutverki að gegna að
skapa nálægð í annars stóru húsi og mýkt hvað varðar form og
heildarsvip. Miðstöðin er í nánum tengslum við hafnaraðstöðu
sem þjónar bæði almenningi og starfsfólki hússins. Inngangur
hússins er við enda miðbryggjunnar þar sem einnig er gengið
upp á eyjuna.
Þjónustuinngangur, sem einungis er ætlaður starfsfólki, hefur
sína eigin bryggju sem staðsett er við aðaleldhús.
Rannsóknadeildin á 1. hæð hefur einnig sína eigin bryggju,
bátaskýli og lagerherbergi. ■
48