Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 54

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 54
í leiðinni væri nauðsynlegt að hafnarsvæðið sjálft ætti þátt í því að kalla þarna miðbæjarlíf fram. Til að mynda mætti sameina þar lífræna og andlega fæðu íslensku þjóðarinnar með því að reka þar fiskimarkað í mun smærri stíl en í dag og reisa þar veglega bókahöll fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur, sem gæti einnig falið í sér ýmiss konar þjónustu og upplýsingastarfsemi fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, nútímafæðu þjóðfélagsins. í kjölfar alls þessa yrði „Hús Borg- arinnar” í jaðri Miðbæjarins mikilvægur hlekkur út á við, bæði í bæjarheildinni svo og í iðu mannlífsins. Hér á eftir fer kynning á tillögu höfundar að „Húsi Borgarinnar” og markmiðum hennar. Veðurfar og efnisfátækt íslenskrar náttúru sköpuðu hefð torfbæjanna, sem aðlöguðust umhverfi sínu. Aðeins burstir þeirra gáfu til kynna að um mannabústaði væri að ræða svo og andlit sumra þeirra. í litadýrð sinni sköpuðu þau hinu náttúrlega ívafi andstæðu. Sama er að segja um borgina, hina byggðu náttúru mannsins. „Hús Borgarinnar” er ívitnun í þessa hefð þar sem það við rætur Amarhólsins sameinast honum. Ut á við, aftur á móti, þar sem mannlífið bærist í sinni þroskuðustu mynd, sameinast það margbreytilegu andliti Miðbæjarins. Eins og aðrar byggingar bæjarins er „Hús Borg- arinnar” bam síns tíma. Markmiðið með„Húsi Borgarinnar” neðst í hólnum er að gefa bæjarheildinni þá mynd, sem henni er eðlislæg, þ.e. að fullkomna húsaröðina á mótum holts og kvosar, eins að skapa tengsl í uppflosnuðum borgarjaðrinum frá Skúlagötunni út í Tryggvagötu. „Hús Borgarinnar”, sem hlekkur í Borgar- jaðrinum skapar virðulega aðkomu inn í Miðbæinn. Byggingin, sem er opin öllum almenningi, opnast út til hafsins þ.e. úthverf bygging í borgarj aðrinum öfugt við byggingu Seðlabankans, sem með sterkri umgjörð sinni, útliti og í eðli sínu, er innhverf bygging í virðulegum sessi. „Húsi Borgarinnar er ætlað að gefa hólnum þá afmörkun, sem í kjölfar aukinnar umferðar er nauðsynleg, og um leið, sem menningarmiðstöð, að efla útihátíðahefð hólsins, sem tíðkast hefur í tugi ára. Sem innlægt borgarrými mun „Hús borgar- innar” veita hinum margvíslegustu hátíðum og uppákomum skjól í kenjóttu veðurfari. Markaðir og aðrir daglegir viðburðir, eins og t.d. ráðstefnur, vörusýningar eða listsýningar, munu einnig finna þar afdrep. Veitingastaða á innlægum torgum með tengsl út undir bert loft, bæði Amarhólsmegin og út á torgið til móts við höfnina, mun annars vegar gefa borgarbúum og öðrum gestum tækifæri til að njóta nærveru hólsins og Ingólfs í skjóli frá ysi og þysi Miðbæjarlífsins og hins vegar skapa nálægð og sjóntengsl við hafið og höfnina. „Hús Borgarinnar” færir mannlífið nær borgarjaðrinum og jafnvel út fyrir hann, til móts við hafið, lífgjafann mikla. Eins og tún bæjanna forðum er hafið tún borgarinnar. ■ 52

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.