Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 56
KOSTNAÐARÁÆTLANIR
Samanburður kostnaðartalna er ávallt erfiður og varhugaverður
ef um misgamlar áætlanir er að ræða. Sérstaklega hefur þetta
verið erfitt hér á landi vegna óstöðugs verðlags, bæði vegna
verðbólgu og ótryggs'gengis. Undanfarin misseri hefur þó
orðið stórbreyting á til batnaðar og horfir sem stendur vel í
þessum málum.
Nauðsynlegt er að allur samanburður fari fram í jafn verð-
mætum krónum sem þýðir að það verður að umreikna það
verð, sem bera á saman, til sama verðlagstímabils. Geta má
þess hér að Ríkisendurskoðun leggur til að notað sé í skila-
mötum verðlagíjúlí 1987 við samanburð byggingarkostnaðar
opinberra bygginga, en í júlí 1987 var byggingarvísitalan
síðast færð í 100 stig. Við erum ekki þeir einu, sem nota eldri
grunn til viðmiðunar. Matsmenn í Þýskalandi nota til dæmis
grunn frá 1913 í sínum útreikningum.
Kostnaðaráætlanir eru af ýmsum toga og það er algengara en
hitt að menn séu að bera saman gjörólíkar kostnaðaráætlanir,
byggðar á ólíkum forsendum og unnar á mismunandi tímum.
Til þess að freista þess að koma hér fastari skipan á og auka
líkur á raunhæfum samanburði, höfum við, sem höfum sérhæft
okkur í verkefnisstjórnun, sameinast um vísi að viðmiðun og
samræmdu formi á framsetningu kostnaðaráætlana. Er það
kennt við Pétur Stefánsson, ráðgj afaverkfræðing. Samkvæmt
því skiptast kostnaðaráætlanir í þrjá nákvæmni flokka.
3. gráðu áætlun; byggir á lauslegri frumhönnun eða for-
könnun og er nánast aðeins
„vísbending um stærðargráðu”
kr/m2, kr/ m ’. Líkleg skekkju-
mörk:'15/ + 35 % (PMI = 30/
+ 50 %)
2. gráðu áætlun; byggir á
mótuðu mannvirki, þegar
helsti búnaður hefur verið
ákveðinn, hönnun er lokið að
35 - 50 %. Líklegskekkjumörk:
-10/ + 20 % (PMI =5/ + 30 %)
1. gráðu áætlun; byggir á
fullskilgreindu og fullhönnuðu
mannvirki. Nákvæm magn-
töluskrá liggur fyrir. Líkleg
skekkjumörk: - 5 / + 15 %
(PMI = - 5/+15 %)
Tölur í s vigum eru sambærileg-
ar tölur frá Project Manage-
ment Institute í Bandaríkjun-
um.
Taka þarf fram hvort reiknað
hafi verið með bestu hug-
myndum um verðlagsþróun
til verkloka. Og við bestu
kostnaðaráætlanir þarf einnig
að bætaeinhverju „ófyrirséðu”
Það eru margar og mismunandi
skoðanir á þessu fyrirbrigði
„ófyrirséð” og erfitt um skil-
greiningar. (Ein segir að hér sé um að ræða„kostnað utan og
ofan við kostnaðaráætlun, sem reynslan sýni að falli á ýmsa
óskilgreinda verkþætti og verði stærðargráðan að metast í
hlutfalli af þeirri áhættu, sem hvert verk um sig feli í sér.) En
sumar kostnaðaráætlanir falla ekki vel að þeirri þrískiptingu,
sem að ofan greinir. Vegagerð ríkisins áætlar kostnað við gerð
tveggja vegarspotta 10 milljónir hvom. Annar er boðinn út
að vetri, en hinn að sumri til. Lægsta tilboð í vetrarveginn er
6,5 millj., eða 65 % af áætlun, en 11,5 millj.í sumarvejfinn,
sem eru 115 % af áætlun. Voru áætlanir vegagerðarinnar
vitlausar? Hvor var vitlausari?
Áætlaður byggingarkostnaður fjölnota íþróttahúss í Kópa-
vogi nam samkvæmt 3. gráðu áætlun hönnuða frá áramótum
1989/1990 um 637 millj. kr. sem er á verðlagi dagsins ídag 755
millj. Ekki er fráleitt að áætla að væri verkið boðið út í dag
næmi tilboð 850-900 millj. Er eitthvert vit í því að bera
tveggja ára gamla 3. gráðu áætlun saman við tilboð dagsins í
dag?Svarið hlýtur að vera nei. En mér kæmi ekki á óvart þótt
þessi gamla frumáætlun yrði dregin fram í dagsljósið til
samanburðar þegar og ef til byggingar hússins kemur. Og þá
jafnvel óframreiknuð upp á 637 millj.
Það væri áreiðanlega allri umræðu um byggingarkostnað og
samanburð fyrir bestu ef hægt væri að sameinast um samræmda
túlkun á kostnaðaráætlunum með mismunandi nákvæmnis-
gráðum og líklegum skekkjumörkum hverrar fyrir sig.
Kostnaðaráætlanir eru spádómar fram í tímann, en ekki
54