Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 57

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 57
Þrír meginþættir verks: Endurgjöf (Feedback) Hvað gera á í framtíðinni og nýta frávik við framhald verks eða ný verk Sannreyna hvað Bera saman áætlun gert hefur verið og raunveruleika raunveruleiki. Á frumstigi hönnunar er mikilvægt að fyrir liggi frumáætlun um byggingarkostna.ð svokölluð 3. gráðu áætlun, sem síðar verður yfirfærð í fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Á þessu stigi er sérhver áætlun betri en engin áætlun. ÁSTÆÐUR FRÁVIKA FRÁ KOSTNAÐARÁÆTLUN Oft er spurt um það hvemig á því standi að verk hafi farið úr böndum, kostnaður orðið miklu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Slíkar spurningar eiga auðvitað alltaf rétt á sér, en bent skal á að aðgátar er þörf, bæði við spumingarnar og svör við þeim. Ég tel að nokkrar meginástæður séu fyrir því að kostnaðareftirlit og kostnaðaráætlanir fara út um þúfur hér á landi. Þær helstu eru þessar: 1 • Verkefnið er illa skilgreint frá hendi verkkaupa. Hér getur sökin bæði legið hjá verkkaupa og ráðgjöfum hans. I illa skilgreindu verki eru stöðugt að koma upp óvænt atvik °g aukaútgjöld þeim samfara. Íslíkum tilvikum er oft gripið til snöggra stefnubreytingar, án nægjanlegs rökstuðnings, 2* Hönnun er skammt á veg komin, þegar framkvæmdir hefjast. Kostnaðaráætlanir byggjast því frekar á ágiskun en utreikningum. Mjög mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir því að því lengra sem verkefninu hefur þokað, því erfiðara verður að hafa áhrif á gerð þess og kostnað. Jafnframt verður æ dýrara að koma á breytingum, eftir því sem á verkið líður. Samt verður maður að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að °ft geta breytinga, og jafnvel kostnaðarsamar breytingar, átt fullan rétt á sér á framkvæmdaferlinu. En þá þarf að vera hægt að sýna fram á að breytingin leiði til betra mannvirkis, lægri reksturskostnaðar eða minna viðhalds. Að spyma fótum við öllum breytingum án þess að brjóta áhrif þeirra til mergjar getur orkað tvímælis. Og sjáirðu galla við verk, sem er í framkvæmd, þá skaltu breyta því ef mögulegt er þannig að þú losnir við gallann en þurfir ekki að lifa við hann um aldur og ævi. 3. Verkkaupi segist ætla að byggja hús af gerð „A”, en þegar að framkvæmd kemur, byggir hann hús af gerð „B”. Hættast er við slíkri uppákomu þegar verkkaupinn er ekki vel læs á teikningar, áætlanir og önnur hönnunargögn. Slíkir aðilar eru oft lítt agaðir í öðrum rekstrarþáttum. 4. Raunhæfar kostnaðaráætlanir skortir, enda ekki unnt að geraraunhæfarkostnaðaráætlanirfyrir vanhannað verk, þegar um slíkt er að ræða. Skortur á raunhæfum kostnaðaráætlunum leiðir oftast til ófullkominna framvinduáætlana. T afir geta hlotist af afhend- ingardrætti aðfanga, sem verkkaupi á að leggja til verksins, hvort sem um er að ræða efni, aðstöðu eða fjármgan. Slíkar tafir valda alltaf aukakostnaði. 5. Nauðsynlegt fjármagn til verksins hefur ekki verið tryggt. Dæmi um slíkt er þegar verkkaupi ræðst í miklu stærra verkefni en hann hefur sjálfur þörffyrir í trausti þess að hann geti á framkvæmdatímanum selt eða fengið samstarfsaðila, sem tryggi viðbótarfjármagn. 6. Greiðsluáætlun hefur ekki verið gerð. Greiðsluflæði til verksins helst ekki í hendur við fjármögnun verkkaupans. Hjá mörgum aðilum, opinberum sem einkaaðilum, koma tekjur mjög mismunandi inn á hinum ýmsu tímum árs. Alls óvíst er að útgjaldatoppamir séu á sama tíma og tekjutopp- amir. 7. Pólitískar ákvarðanir koma í veg fyrir að horft sé á verkið til enda. Dæmi em um það að pólitískir ráðamenn stingi höfðinu í sandinn gagnvart kostnaðaráætlunum. Það getur verið óheppilegt fyrir framgang verksins að allur kostnaður þess komi fram í upphafi. Vafalaust má að einhverju kenna 55

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.