Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 64

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 64
MAC LEGO ? Vinsælustu leikföng heims hönnuö meö Macintosh ! Danska fyrirtækið LEGO á J örgen Hj 0rt Larsen og Macintosh Plus vélinni hans mikið að þakka. Fyrir 5 árum vann Larsen sjálfstætt og var þá svo heppinn að fá Macintosh Plus tölvu uppí skuld. A næstu tveimur árum gerði Larsen sér smám saman ljóst að hann hafði dottið í lukkupottinn. Hann uppgötvaði möguleika litla plússins einn af öðrum og þegar hann var ráðinn til hönnunardeilar LEGO, Lego Futura, fyrir þremur árum tók hann Plúsinn sinn með inná teiknistofuna í Nyhavn. I fyrstu var Plúsinn ekki notaður sem hönnunartæki heldur sem reiknivél. Hluti af hönnunarferlinu er að reikna út ýmsa þætti framleiðslunnar, svo sem kostnað og efnisnotkun og Macintosh vélin nýttist vel til þessa þátta. Larsen notaði töflureikninn EXCEL til að auðvelda sér þessa vinnu og þannig var hann aðeins nokkrar mínútur að því sem áður tók hann marga klukkutíma. Þetta vakti athygli annarra hönnuða hjá LEGO og þegar Larsen fór að nota Plúsinn til hönnunar vildu hinir líka fá Macintosh. HUNDRUÐ TEIKNINGA Þegar Larsen kom fyrst til Lego með Plúsinn sinn var hönnunin með gamla laginu: blýantur, reglustrika og teikniborð. Og það skyldi enginn halda að það sé einfalt mál að hanna leikföngin frá LEGO. Það þarf hundruðir teikninga áður en varan getur farið í framleiðslu. Ef við tökum leikfangabíl sem dæmi, þá þarf að teikna hvern einasta af hinum 20-30 hlutum bílsins mörgum sinnum, eitt dekk getur þurft að teikna allt að 100 sinnum. Macintosh Plus er ekki mjög öflug tölva til að vinna með flóknar hönnunarteikningar og því var ákveðið hjá LEGO Futura að setja nefnd á laggimar til að rannsaka hvaða tölvukerfi hentaði best. Larsen viðurkennir að ekki voru allir á eitt sáttir um Macitosh Plus vélina hans. En deilumar voru ekki innan hönnunardeil- darinnar, þar vildu allir Macintosh tölvukerfi, deilumar voru á milli hönnunardeilar og framleiðsludeildar, þar sem sumir töldu að LEGO væri betur borgið með DOS tölvukerfi. Þessir menn voru að hugsa um tæknimálefni í framleiðslu en hönnuðumir vom að hugsa um að vera eins skapandi og þeir gætu verið. MACHINTOSH SIGRAÐI Eftir miklar athuganir og umræður fór Macintosh með sigur af hólmi. Ákvörðunin lá beint við eftir að það kom í ljós að ekki voru nein vandkvæði á að Macintosh vélar hönnunardeildar og DOS-vélar framleiðsludeilar gætu skipst á upplýsingum. Þar með féllu síðustu mótrök framleiðsludeildarinnar. LEGO Futura samanstendur af fjórum hönnunarstofum í Kaupmannahöfn og í Billund á Jótlandi. Þær nota allar Mapintosh tölvur við hönnun leikfanganna, ýmist FX, CX eða CI, og fyrir dymm stendur að bæta við fleiri vélum á næstunni. Núna er aðeins ár liðið frá því að nýju vélarnar voru teknar í notkun en nú þegar eru allar framleiðsluteikningar og allt auglýsinga- og kynningarefni unnið á Macintosh í MacDraw, Illustrator og Super 3D og á næstunni einnig í 3D Turbo. Allt er þetta til mikilla bóta fyrir okkur, segir Jörgen Hjört Larsen, við spörum tíma við hverja teikningu og getum notað skissur og teikningar aftur og aftur. Það sem þó er mest um vert er að við getum endalaust prófað okkur áfram og reynt nýjar hugmyndir. Við notum Macintosh - til að gera okkar besta Úr Apple nyt.. MACINTOSH ER BETRI EN IBM OG COMPAQ er niðurstað rannsókna Ingram Laboratories, Margir hafa kannski haldið að Macintosh-tölvur væru dýrari en aðrar tölvur, en hins vegar varð niðurstaða umfangsmikilla rannsókna Ingram Laboratories sú að Macintosh er öflugasta tölvan þegar miðað er við verð. (Ingram Laboratories er óháð rannsóknarstofnunum fyrir einkatölvur í Bandaríkjunum) Stofnunin bar saman allar gerið Macintosh-tölva við IBM- og Compaq-tölvur sem keyrðu allar stýrikerfið Windows 3.0 . Mældur var tíminn sem tölvumar þurftu að vinna ákveðin verkefni í sjö ólíkum forritum, sem til vour bæði fyrir Macin- tosh og Windows. Mælingamar sýndu að sambærileg gerð af Macintosh var hraðvirkari en samsvarandi gerð af IBM eða Compaq. 62

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.