Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 69
arkitekt hússins tekst að staðsetja þennan viðkvæma byggin-
garhluta óvarinn og varnarlausan gagnvart stórveðrum
vetrarins.
Flestar algengar útihurðargerðir standast þessar aðstæður
ekki, þær eru einfaldlega of óþéttar bæði gagnvart vindi og
slagregni, auk þess sem stífleika þeirra er ábótavant.
Hefur þetta þá alltaf verið svona ? Svarið er j á, en yfirleitt hafa
aðstæðumar neitt menn til að breyta skipulaginu, þar sem
aðstæðurnar hafa verið erfiðastar. Þekkt eru bíslögin
svokölluðu, sem byggð voru til hlífðar útihurðunum, og tvö-
faldar útihurðir eða vetrarhurðir, sem notast hefur verið við til
hlífðar.
I flestum tilvikum ætti að vera auðvelt að komast hjá þessum
hremmingum með ofurlítilli fyrirhyggju við útlitshönnun.
V andamálið er þekkt og fer bara vaxandi með auknum kröfum
og fínni frágangi innanhúss alveg fram að útidyrum.
Ef vandamálið er ekki leyst á hönnunarstigi, er nauðsynlegt
að velja dýrari og vandaðri útihurðir með tveggja þrepa
þéttingum eða vandaðar hurðir sem opnast út. Sú venja hefur
hins vegar skapast hérlendis að útihurðir opnist inn.
Væntanlega vegna snj óþyngsla sums staðar og að í hvass viðmm
er erfitt að hemja hurðir sem opnast út.
Fullyrða má að útihurðir sem opnast inn og standa áveðurs
leki bæði í vindi og vatni a.m.k. ef þær hafa ekki þriggja
Punkta læsingarjárn. Þau hafa hins vegar þann ókost að vera
óþjál í umgengni.
flokkun útihurða
Nauðsynlegt virðist, a.m.k. meðan hönnuðir skipuleggja ekki
staðsetningu útihurða betur en gert er, að flokka útihurðir
eftir gæðum.
Þessa flokkun ætti þá að gera eftir þéttleika og stífleika sem
staðfest væri með mælingum í slagregnsskáp. E.t.v. mætti
Eokka útihurðirnar í 3 flokka.
1- flokkur
Venjulegar útihurðir, með eins þreps þéttingu. Hurðimareru
fullnægjandi þar sem lítið mæðir á þeim og þar sem e.t.v.
skiptir litlu máli þótt þær leki þegar slagregn stendur upp á
þær.
2* flokkur
fftihurðir með þriggja punkta læsingum og stífum
hurðarspjöldum sem geta orðið verulega þéttari en hurðir t
Uokki 1. Þessar hurðir mætti mæla og tryggja, þannig að þær
uPpfylltu ákveðin skilgreind gæði.
3- flokkur
Hrvalshurðir með góða eiginleika varðandi t.d.þéttingu -
stífleika - bruna - innbrotsöryggi - einangrun. Þessir eigin-
leikar væru mældir og vottaðir, þannig að kaupandi gæti
gengið að gæðunum vísum.
sjálfsögðu myndi verð útihurða í hverjum flokki end-
urspegla gæðin, en kaupandinn hefði þó a.m.k. frjálst val.
HÖNNUN og efnisval
gar verið er að hanna útihurðir verðurhönnuðurinn að hafa
uga þá þrjá gæðaflokka, sem nefndir eru hér á undan, til þess
að hurðin uppfylli kröfumar sem eru gerðar til hvers flokks
fyrir sig.
Þrjá meginþætti þarf að hafa t huga við hönnun, en þeir eru
efnistegundir og stærðir, þéttingar og einangrun. Einangrun
í útihurð nýtist illa, ef hún er með lélega þéttingu, og á sama
hátt nýtast góðir þéttilistar illa, ef hurðin er ekki nógu stíf til
að halda við þéttilistana. Því þarf að hafa í huga að eftir því
sem hurðin á að vera betur einangruð, því betur þarf að vanda
uppbyggingu á burði og öllum frágangi hurðarinnar og val á
þéttilistum, þannig að einangrunargildi haldist. Nú erum við
komnir að merg málsins. Ef útihurð á að uppfylla kröfur sem
flokkur þrjú gerir til útihurðar, eins og nefnt er hér að framan,
þá dugar ekki að rammastykki hurðarinnar séu úr efni sem er
63x75 mm og á það sé klæddur krossviður. Þessi hurð mun
sveiflast til eins og blað í vindi og hvorki halda vindi né vatni.
Þegar verið er að tala um að hurð sveiflist til, eins og blað í
vindil, þá er það vegna þess að hún er ekki nógu stíf og bognar
undan álagi eða vegna rakamismunar úti og inni. Þessi hurð
mundi vera í lagi í flokki eitt. Efþessi hurð ætti að vera nothæf
í flokki tvö þá þarf í fyrsta lagi að setja á hana þriggja punkta
læsingu og styrkja rammastykkin með jámprófíl. Hurð af
þessari gerð mun aldrei uppfylla flokk þrjú. Flokkur þrjú gerir
allt aðrar kröfur um uppbyggingu og frágang og ef við ætlum
að láta hurðina opnast inn og ekki vera í skjóli þarf
uppbyggingin að vera enn betri og ættu hurðir, sem eiga að
standast slíka áraun, að vera í einhverjum æðri flokki, því þá
erum við ekki bara að tala um einangrun, þéttleika eða
stífleika, þá er kominn fjórði þátturinn, en það er þol yfirborðs,
en út í það verður ekki farið hér. Hurðir sem eiga að standast
kröfur þriðja flokks geta verið byggðar upp á ýmsa vegu, en þó
má gefa leiðbeinandi upplýsingar um meginatriðin við
uppbyggingu á tveimur gerðum, án þess að leggja mat á útlit.
2. Gegnheil hurð
Gegnheil hurðþárf að vera unnin úr beinvöxnu og sein-
sprottnu efni, en hafa skal í huga hvemig efnið snýr í hurðinni,
því það fer allt eftir efnistegundum hvort geislaskurður eða
snertiskurður er látinn snúa út. Viðarraki skal vera 12 + 3%.
1. Einangruð hurð
Rammastykki
Einangrun
Mynd 1.
67