Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 71
MYNDLISTA- OG
HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS
bjarni daníelsson
skólastjóri
Hinn 27. mars 1991 var gengið frá kaupum
ríkisins á nýbyggingu Sláturfélags Suðurlands
í Laugarnesi þar sem í framtíðinni verður
miðstöð æðri listmenntunar í landinu. Með
þessum húsakaupum var brotið blað í sögu
iistmenntunar á íslandi. í fyrsta lagi hillir nú undir lausn á
f úsnæðisvanda fjögurra listaskóla, Myndlista- oghandíðaskóla
Islands, Leiklistarskóla íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík
°g Listdansskóla Þjóðleikhússins. í öðru lagi fólst í þessari
ráðstöfun að rekstur æðra listnáms yrði sameinaður. Fyrir
utan a<5 vera afar hagkvæmt, skapar það ýmsa möguleika til
samstarfs þessara skóla um viðfangsefni þar sem verksvið
Peirra skarast. Þótt SS-húsið hafi verið hannað og byggt sem
Jotvinnslustöð, virðist það hæfa ágætlega fyrir listaskóla.
^að hefur til að bera þá kosti sem taldir eru ákjósanlegastir í
Pv< sambandi, þar er hátt til lofts og haf milli burðarveggja eða
burðarbita miklu meira en gerist og gengur í iðnaðarhúsnæði.
Húsnæðið er alls um 10000 fermetrar að flatarmáli og reiknað
er með að allir skólarnir fjórir geti fengið nægilegt rúm fyrir
starfsemi sína.
Myndlista- og handíðaskóla fslands er ætlaður allt að helm-
ingur af flatarmáli hússins. Þótt þetta sé í sjálfu sér ekki miklu
stærra í fermetrum en núverandi húsnæði skólans, þá er það
miklu hentugra og nýtist mun betur. V ið áætlanir um innrétt-
ingar í SS-húsinu hefur fyrst og fremst verið miðað við að bæta
aðbúnað þeirra greina sem þegar eru kenndar í skólanum, en
einnig hefur verið reynt að horfa svolítið fram á veginn, enda
bíða skólans fjölmörg óleyst verkefni.
Auk myndlistarfomáms, sem tekur eitt ár, fer nú fram í
skólanum þriggja ára nám í 7 sérgreinum sjónlistar: málun,
skúlptúr, grafík, fjöltækni, leirlist, grafískri hönnun og textíl.
Aðgangur að hverri sérgrein er takmarkaður við hámarks-
69