Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 75
AÐ GERA
MIKIÐ
ÚR LITLU
Ef þú býrð í blokkaríbúð eða litlu húsi finnst þér
þú hugsanlega búa of þröngt. Ætlun þessarar
greinar er að sýna fram á hvemig hægt er að
bæta úr því með góðri hönnun. Fyrri hlutinn
sýnir ákveðin þrep í þessari vinnu: ákvörðun
forgangsraðar, rýmisskipun, ákvörðun á því svæði sem er til
ráðstöfunar og teiknun á fyrirkomulagi. Einnig er fjallað um
aðferðir til að láta rými sýnast stærra og að samræma þætti
eins og liti, áferð og stærðarhlutföll. I seinni hlutanum er sagt
frá nokkrum aðferðum við að hanna smá rými til ýmiss konar
nota. Engin ein lausn er sú eina rétta en þessi grein mun
vonandi sýna fram á að mögulegt er að hanna lítil rými þannig
að þau verði bæði notadrjúg, falleg og sniðin að þörfum
notandans. Meðgóðriskipulagninguogofurlttilli útsjónarsemi
þá getur það verið reglulega þægilegt að búa í litlu rými, auk
þess sem það er miklu ódýrara en að búa of stórt.
SKIPULAG OG HÖNNUN LÍTILLA ÍBÚÐA
A undanförnum árum hefur sífellt fleira fólk ákveðið að búa
ílitlum íbúðum, bæði af hagsýni og nauðsyn. í litlum íbúðum
getur þó verið erfitt að koma fyrir öllum þeim lífsnauðsynjum
sem fólk telur nú „nauðsynlegar“ með smekkvísi og glæsibrag.
Vissar viðurkenndar „nauðsynjar“, að borða, sofa, baða sig, að
sitja, svo og tómstundir, verða að hafa sinn stað. En að koma
þeim öllum fyrir í lítilli íbúð getur valdið ringulreið og jafnvel
innilokunarkennd.
Þegar skipuleggja á lítið rými er það grundvallaratriði að hver
fermetri sé nýttur vel og á þægilegan máta. Fyrsta skrefið er
að líta á það sem þú býrð við. Hugsa sér hvaða hlutverk þú
vilt láta íbúðarrýmið hafa. Ertu helgarforeldri? Stundarðu
líkamsrækt heima? Heldurðuoftboð? Þegarþúhefurákveðið
þarfir þínar er mun auðveldara að þróa margvíslegar hug-
myndir og lausnir og breyta litlu íbúðinni þinni í hagnýtt og
fallegt heimili.
73