Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 76

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 76
FORM FYLGIR HLUTVERKI Aður en fyrirkomulag íbúðarinnar er ákveðið er mikilvægt að ákveða forgangsröð mismunandi hluta hennar. Oft gildir um herbergi að þau hafa fleiri en eitt hlutverk, þannig að ákveða verður hvert þeirra er mikilvægast. Efþú hefur t.d. gestaher- bergi, en langar einnig til að rita skáldsögu eins og Nóbéb skáldið, þarf að samræma þetta. Efþú færð einungis gesti sem gista tvisvar, þrisvar á ári, er skynsamlegt að innrétta her- bergið fyrst og fremst sem skrifstofu, en með svefnaðstöðu. Hinsvegar ef þú færð oft gesti og hefur einungis eitt svefnher- bergi, getur verið skynsamlegt að innrétta stofuna líka sem gestaherbergi. Hægt er að fela það hlutverk með mörgum aðferðum. Stofusófa er hægt að breyta í rúm á svipstundu. Ef til vill hefur þú lítið eldhús með borðkrók. Ef þér finnst gaman að elda en vantar aðstöðu þá er hægt að endurskipu- leggja eldhúsið með fleiri skápum og vinnuborði, sem líka er hægt að nota fyrir eldhúsborð. Ef þú býrð í stúdíóíbúð er nauðsynlegt að skilgreina megin- athafnasvæðin og mynda afmörkuð svæði innan þessa eina rýmis. í stórri stúdíóíbúð er hægt að nota færanleg skilrúm, veggeiningar eða jafnvel niðurdregið tjald til að skilja að rýmið. Ákveða þarfhvaða meginathafnir á að sameina, svefn/ setpláss, matreiðslu/ borðhald, borðhald/setu eða setu/ tómstundir. Að sjálfsögðu er það undir einstaklingnum komið að ákveða hvað sé í raun mikilvægt. En mikilvægast er þó að ákveða hvemig tiltækt rými er notað. Skrá for- gangsröð, láta hugann reika um möguleikana á því að aðlaga heimilið sem best þörfum þínum. Að lokum þarf að hugsa um hrifræn áhrif rýmisins. Hvemig viltu láta þér líða þegar þú ert í viðkomandi rými? Þú ert arkitekt þíns umhverfis þegar kemur að heimilinu, þar getur þú skapað umhverfi sem er sérstakt og eftir þinni eigin sérstöðu. HENTAR ÍBÚÐIN ? Þegar þú hefur komist að því hvert hlutverk íbúðarinnar á að vera, hvemig þú vilt láta rýmið verka, er gott að komast nákvæmlega að því hversu mikill gólfflötur er til yfirráða. Notaðu málband og mældu lengd, breidd og hæð allra her- bergja, hurðir, glugga og ofna, einnig arin, útskot, súð, renni- og fellihurðir. Mældu einnig skápa. Hugsanlega leynist þar ónotað rými sem komið gæti að notum. Veltu fyrir þér nýtilegu veggplássi á meðan þú ert að þessu. Veggeining, há hilla eða skápur upp í loft gæti einmitt verið það sem þú ert að leita að til að stækka gólfflötinn. Þessi uppdráttur gerir þér kleift að leika þér að rýminu án þess að gera dýr mistök. Þegar unnið er með grunnmynd, er hægt að sjáþegar ístað efherbergið erekki í jafnvægi. Hægt erað leika sér með húsgögn og hluti sem þú átt, og hluti sem þig langar í, þannig að þú getir fundið bestu möguleikana. Taktu til greina gönguleiðir ef hægt er og komdu fyrir stólum þannig að hægt sé að ganga í kringum þá og milli þeirra . Grunnmynd getur sýnt hversu mikið af húsgögnum rúmast og hvemig. 74

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.