Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 77

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 77
UNDIRSTÖÐUATRIÐI Hversu miklu hefurðu efni á að eyða? Fyrst þarftu að vita hvað þú vilt. Því næst að ákveða hversu miklu á að eyða og hvað sé mikilvægast að kaupa fyrst. Haft er eftir mikilsmetnum hönnuði :„til þess að koma saman góðri íbúð eru tvö atriði tnikilvæg - að vita hvenær á að hætta og að gera að minsta kosti eitthvað vel“. Að gera eitthvað vel getur þýtt að mikill hluti peninganna fari í það eina atriði, en ef það tengir íbúðina saman og leysir einnig önnur vandamál, gæti það verið vel þess virði. Gott er að geta gert sem mest sjálfur og breytt innréttingum án þess þó að brey ta upphaflegu byggingarlagi. Þó að hugsanlegá sé ekki nauðsynlegt að greiða vinnulaun þarf að gera ráð fyrir efniskostnaði í fjárhagsáætluninni. Flestir kalla til fagfólk þegargeraá meiriháttarbreytingar. Efráðgerter aðrífaniður Veggi eða breyta íbúðinni algerlega er ráðlegt að tala við Hönnuðir hafa margar aðferðir til að láta rými sýnast stærra en það er, en lfklega er notkun lita sú auðveldasta og árangurs- ríkasta. Litirveggja,lofta,gólfa,gluggatjalda, húsgagna og áklæða geta haft mjög mikil áhrif á hvemig við skynjum rými. „Hlýir“ litir (rauðir, rauðgulir) fá rými til að virðast minna og persónulegra. „Kaldir" litir (blár, grænn) fá veggi til að sýnast fjær, þannig að rýmið virðist stærra. Hvítt eða allt að því hvítt hefur orðið sígildur veggjalitur undan fama áratugi. Hvítt endurkastar ljósi og fær veggi til að virðast fjær. Hvít herbergi virðast rúmgóð, veita óendanlegt val fyrir litasam- setningu, endurkasta lýsingu og veita bjart- ara andrúmsloft. Málverk og önnur lista- verk sjást betur á ljósum veggjum. Speglar valda skynvillu. Speglaveggurinn virðist tvöfalda rými herbergis þannig að hálft hringborð sem stillt er upp við hann sýnist heilt. Staðsetjið spegla til að endurspegla lista-verk, húsgögn eða annað því augsýnilega ef ekkert er til að endurspegla er áhrifunum glatað. Ljóslituð gólf, hvort heldur er teppi, dúkur, keramikflísar, marmari eða málað timbur eru líka góð til að stækka rými. Bónuð, teppalaus timburgólf fá líka herbergi til að sýnast stærri. Almenn regla er að gólfmottur stöðva augað og smækka þess vegna rýmið, engeta verið mjög góðar til að skipta íbúðinni í ákveðin svæði. Ef þú vilt að lýsingin fái íbuðina til að virðast stærri, reyndu þá að koma búnaði þannig f yrir að ljós endurkastist af lofti og/eða fráhomum herbergisins. Túpuljós eða punktljós eru góð til að afmarka einstök svæði, eða leggja áherslu á skil milli svæða. Of mikið af húsgögnum fær allar íbúðir til að sýnast þröngar, sérstaklega ef um er að ræða lítil húsgögn. Stór húsgögn sem raðað er upp á einfaldan hátt eru í raun betri lausn. Þeim mun minna sem er af þeim hlutum sem ekki eru notaðir oft eða hafa ekkert fegurðargildi, því stærri virðist íbúðin. Geymið þessa hluti í skápum eða úr augsýn. Ef einnig er hægt að byggja inn t.d. sjónvarp, hljómflutningstæki o.s.frv. mun íbúðin virðast stærri. NOKKUR ATRIÐI A milli allra hluta og rýma í íbúð er ákveðið stærðarsamhengi. Innbyrðis stærðarhlutföll rýma eða hluta og húsgagna skipta miklu máli. Húsgögn þurfa að vera í samhengi við rýmið í innanhúshönnuð eða arkitekt áður en hafist er handa. Slík ráðgjöf er fljót að borga sig, ekki síst ef hægt er að koma í veg fyrir alvarleg mistök. AÐ EINFALDA HLUTINA 75

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.