Skessuhorn - 23.11.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20226
Niðurrif
fimm bygginga
fyrirhugað
AKRANES: Á fundi
skipulags og umhverfisráðs
Akraneskaupstaðar 14. nóvem
ber síðastliðinn voru samþykkt
fyrir liggjandi útboðsgögn um
niðurrif á fjórum byggingum.
Þær eru á Suðurgötu 108,
Suðurgötu 124, Dalbraut 8
og Dalbraut 10. Þá var enn
fremur samþykkt niðurrif á
Vesturgötu 62 sem var á sínum
tíma íþróttahús, síðar kennslu
stofa fyrir smíðar og nú síðast
var Búkolla með nytjamarkað
í þessu húsi. Þó var settur sá
fyrirvari við niðurrif á Vestur
götu 62 að samkomulag náist
þar sem húsið er í eigu ríkisins.
-vaks
Unnið við LED
götulýsingar
STYKKISH: Fyrir helgi
hófst á ný LEDvæðing götu
ljósa í Stykkishólmi. Sam
kvæmt frétt á heimasíðu
bæjar ins verður byrjað á að
endurnýja ljós á flötunum og
í framhaldi verður skipt um
hausa á stærstu staurunum í
bænum. Samhliða því verður
gert við bilaða staura og
unnið áfram að þessu næstu
daga. Sveitarfélagið tók við
ljósastaurum af Rarik árið
2019 og var fljótlega byrjað að
skipta út gömlum lömpum og
LED lampar settir í staðinn.
Þetta bætir lýsingu og sparar
rekstrakostnað á götulýsingu
í Stykkishólmi umtalsvert.
Búið er að LEDvæða Ægis
götu, Tangagötu, Bókhlöðu
stíg, suðvesturenda Höfða
götu, Hamraenda, göngustíg
á íþróttasvæði, ásamt bíla
stæðum við grunnskólann og
Stykkishólmskirkju. -vaks
Aðventusýning á
bókasafninu
AKRANES: Skagakonan
Jóhanna Kristín Guðmunds
dóttir sýnir ýmsar jólahann
yrðir sínar í Bókasafni Akra
ness. Hún hefur búið í Innri
Akraneshreppi hinum forna
og á Akranesi alla sína tíð, er
fædd 1935, og starfaði sem
hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi
Akraness og Dvalarheimilinu
Höfða. Nú hefur hún sett upp
sýningu á ýmsum jólahann
yrðum sínum á Bókasafni
Akraness, bæði hekl og útsaum
af ýmsu tagi. „Þetta hef ég
verið að föndra við gegnum
árin. Það elsta er frá 1962 en
hið yngsta bjó ég til á þessu
ári. Ég nýt þess að stunda
hannyrðir og það besta sem ég
fékk í jólagjöf sem krakki var
eitthvað til að sauma,“ segir
Jóhanna Kristín. Sýningin á
Bókasafni Akraness verður
opnuð formlega á fimmtu
daginn kl. 16 og eru allir vel
komnir í kaffi, pönnukökur og
kleinur. Sýningin verður uppi
um aðventuna. -mm
Opinn fundur var haldinn í Árbliki
í Dölum sl. mánudagskvöld þar sem
Haraldur Benediktsson alþingis
maður kynnti hugmynd sem hann
hefur unnið að í nokkurn tíma, um
Samfélagsvegi. Skessuhorn greindi
frá því í október að Haraldur hefði
haldið slíkan fund í Húnaþingi
vestra 4. október við góðar við
tökur heimamanna þar. Haraldur
imprar reyndar á því að ekki sé
um að ræða nýja hugmynd heldur
sé þetta einungis útfærsla á því
hvernig hægt er að nálgast þá vegi
sem eru þegar á samgönguáætlun
og flýta endurbyggingu á þeim.
Þá var tekið dæmi um veg 54 um
Skógarströnd. Það er stofnvegur
sem er á samgönguáætlun 2020
2034 en ekki er gert ráð fyrir að
framkvæmdir við endurbyggingu
þess vegar verði fyrr en á þriðja
tímabili áætlunarinnar, 20302034.
Um hvað snýst
hugmyndin?
Hugmynd Haraldar byggist á því
að ef búið er að ráðstafa peningum
á samgönguáætlun í ákveðinn veg
þá geti sveitarfélag haft frumkvæði
að því að stofna samgöngufélag um
þann veg og hannað hann eins og
það vill hafa hann. Heimamenn aka
oftast um veginn og geta með þessu
ákveðið sjálfir hvernig þeir vilja hafa
veginn, þeir vita hvað er raunhæft
og rökrétt. Þegar samgöngufélagið
hefur hannað veginn leitar það
fjárfesta og býður verkið út. Sam
göngufélagið fær svo ráðstafaðan
pening úr Ríkissjóði á þeim tíma
sem peningar eru áætlaðir í fram
kvæmdir við umræddan veg, skv.
samgönguáætlun. Í tilfelli Skógar
strandarvegar er búið að ráðstafa
950 m.kr. í undirbúningsvinnu við
veginn á árunum 20252029 og svo
3,1 milljarði króna í framkvæmdir
við veginn 20302034. Samgöngu
félagið leggur þá út fyrir endur
byggingu vegarins, með aðstoð
fjárfesta, og fær ráðstafaðan pen
ing frá ríkinu eftir nokkur ár þegar
ríkið hefur gert ráð fyrir að greiða
út þann pening. Þá innheimtir sam
göngufélagið veggjöld á veginum
þannig að allir sem keyra um hann
greiða fyrir það, en sérkjör yrðu
fyrir fólk sem keyrir veginn reglu
lega svo það greiði minna í hverri
ferð en aðkomufólk. Þegar vegur
inn er svo að fullu upp greiddur
afhendir samgöngufélagið ríkinu
veginn og þá falla niður veggjöld og
ríkið tekur við veginum sem verður
þá hluti að almennu vegakerfi.
Umræður að
loknum fundi
Auk Haraldar tóku til máls Gísli
Gíslason, fv. stjórnarformaður Spalar
sem átti og rak Hvalfjarðargöng,
Ómar Tryggvason og Haraldur
Óskar Haraldsson frá Summu fjár
festingasjóði og stýrði Björn Bjarki
Þorsteinsson sveitarstjóri fundinum.
Heitar umræður sköpuðust að
loknum erindum frummælenda og
spjótin beindust að Haraldi. Gagn
rýnt var að vegir í héraðinu væru
verulega slæmir og hefðu átt að
rata inn á samgönguáætlun fyrir
löngu síðan. Þá var spurt um tengi
vegi og hvenær peningar fengjust
til þess að endurbyggja þá, m.a. veg
590 sem liggur um Fellsströnd og
Skarðsströnd. Sá vegur er hluti af
Vestfjarðaleiðinni og mikil upp
bygging hefur átt sér stað þar á síð
ustu árum í ferðaþjónustu. Ferða
menn hafi hins vegar afboðað
komu sína á áfangastaði við veg 590
þegar þeim varð ljóst að það væri
malarvegur.
Svar Haraldar var einatt það að
ef vegur væri kominn inn á sam
gönguáætlun, skipti það ekki máli
hvort hann héti tengivegur eða
stofnvegur til þess að hægt væri að
útfæra þessa hugmynd yfir á hann.
Veggjöld gagnrýnd
Hugmyndin um innheimtu
veggjalda var gagnrýnd af fundar
gestum sem m.a. spurðu hvort
þeir fengju veggjöldin þá endur
greidd þegar vegurinn væri tilbú
inn, en svo er ekki. Gísli Gísla
son nefndi þá að veggjöldin sem
um ræðir renna beint til verkefnis
ins og gera það að verkum að hægt
er að flýta framkvæmdum. Þá bar
hann upp þá spurningu að ef inn
heimta veggjalda leiði til ábata sem
er dýrmætari en veggjaldið, væri þá
vert að skoða það? Eða má vegur
inn bíða í 10 ár í viðbót þar til Ríkið
ræðst í endurbyggingu á honum?
Björn Bjarki sveitarstjóri stýrði
umræðum og ávarpaði fundar
gesti en hann minnti fólk á að lítið
fengist út úr því að svekkja sig á
því sem ekki hafi orðið. Nú þurfi
að horfa fram á við og Dalamenn
þurfi að ákveða hvernig þeir ætli
að stíga fram en í því felist m.a. að
taka umræðuna um veggjöld og það
hverju þau geti skilað.
Einn fundargesta tók svo sterkt til
orða að hann vildi helst fá að skrifa
undir samning við Summu fjár
festingasjóð á staðnum svo vinna
við nýjan veg um Skógarströnd
gæti hafist strax næsta morgun.
Að loknum fundi mat sveitar
stjóri það svo að almennt væru
fundargestir jákvæðir fyrir þessari
útfærslu um flýtingu á endur
byggingu vega og sveitarstjórnar
fólk tæki það með sér inn á fund
byggðarráðs Dalabyggðar, næsta
föstudag, þar sem áfram verður
rætt um þetta mál.
gbþ
Samfélagsvegir kynntir fyrir íbúum í Dölum
Frá opnum fundi um Samfélagsvegi sem haldinn var í Árbliki mánudaginn 21. nóvember.