Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 12

Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202212 Í liðinni viku var þess minnst að þrír áratugir eru síðan Háls­ og bakdeildin var sett á laggirnar við St. Franciskuspítalann í Stykk­ ishólmi. Í opnu húsi við það til­ efni færði Ríkharður Hrafnkelsson deildinni, fyrir hönd Lionsklúbbs Stykkishólms, 800.000 króna styrk. Styrkurinn er ætlaður til tækja­ og áhaldakaupa og mun koma deildinni mjög til góða. Með gjöf­ inni vilja Lionsfélagar styrkja og efla starfsemi Háls­ og bakdeildar­ innar sem og bæta aðstöðuna bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Jakob Björgvin Jakobsson, bæj­ arstjóri sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafells­ sveitar, kvaddi sér einnig hljóðs og sendi heillaóskir til núverandi og fyrrum starfsmanna Háls­ og bak­ deildar St. Franciskuspítala, HVE í Stykkishólmi, í tilefni afmælis­ ins og óskaði á sama tíma deildinni til hamingju með nýja og bætta aðstöðu. Bæjarstjóri afhenti einnig á þessum tímamótum Hrefnu Frímannsdóttur, yfirsjúkarþjálf­ ara og fagstjóra, og Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra HVE, blómvönd frá sveitarfélaginu. Til viðbótar þakkaði hann sérstaklega þeim frumkvöðlum sem stóðu að stofnun þessarar deildar árið 1992 fyrir þeirra mikilvæga framlag, þ.e. þeim Jósepi Ó. Blöndal og Lucia de Korte, en þau lögðu grunninn að stofnun bakdeildarinnar við St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi fyrir 30 árum síðan. Þá óskaði bæjar stjóri einnig landsmönnum öllum til hamingju með bakdeildina enda sinnir háls­ og bakdeildin mikilvægri þjónustu fyrir sjúklinga um allt land með bakvandamál. sþ/jse/ Ljósm. sá Faxaflóahafnir taka upp umhverfis­ einkunnarkerfi fyrir skemmtiferða­ skip að norskri fyrirmynd, Environ­ mental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum eftir umhverfis­ hegðun skipa á hafnarsvæði. EPI á upptök sín í Noregi þar sem höfnin í Björgvin, Det Norske Veri­ tas (DNV), ásamt helstu skemmti­ ferðaskipahöfnum Noregs tóku sig saman og þróuðu nýtt umhverfis­ einkunnarkerfi sem tekur sérstak­ lega á umhverfishegðun skipa á hafnarsvæði. Faxaflóahafnir eru fyrstu hafnir utan Noregs sem taka upp EPI einkunnarkerfið og tengja það við sína gjaldskrá fyrir 2023. Við innleiðingu var stuðst við fyr­ irkomulag hjá höfninni í Stavanger, en með vægari álögur þar sem Faxa­ flóahafnir eru ekki enn komnar með landtengingar fyrir stærri skemmti­ ferðaskip. EPI er verkfæri sem gerir höfnum kleift að skilgreina umhverfisspor skemmtiferðaskipa á meðan viðkomu stendur. Mark­ miðið er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til umhverfisvænni og sjálfbærari rekstrar skemmtiferða­ skipa og draga þannig úr ávinn­ ingi við að koma til hafna Faxa­ flóahafna með mengandi skip. Skemmtiferðaskipum ber að skila inn gögnum til mats á umhverfis­ frammistöðu í höfn eigi síðar en 72 klst. eftir brottför. Á grunni þeirra gagna fær hvert skip EPI einkunn milli 0 (verst) og 100 (best). „Innleiðing á umhverfis­ einkunnarkerfi EPI er í samræmi við stefnuáherslu Faxaflóahafna með grænar hafnir og forystu í loftslags­ og umhverfismálum í hafnsækinni starfsemi. Þar hefur verið mikilvægt að horfa til reynslu Norðmanna og ekki síst hefur EPI sýnt fram á mælanlegan árangur í að minnka umhverfisáhrif skemmti­ ferðaskipa í norskum höfnum“ segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðs­ stjóri Faxaflóahafna. mm Fagnað 30 ára afmæli Háls­ og bakdeildar Jakob Björgvin Jakobsson, Hrefna Frímannsdóttir og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir. Hrefna Frímannsdóttir tekur við styrknum frá Ríkharði Hrafnkelssyni. Faxaflóahafnir taka upp umhverfis­ einkunnakerfi fyrir skemmtiferðaskip Fyrsta skemmtiferðaskipið kom í Akraneshöfn í lok júlí árið 2017. Það var Le Boreal, skip sem tekur um 250 farþega og hefur 139 í áhöfn. Ljósm. úr safni/bþb Dagur í lífi... Alt mulig mand á Hellissandi Nafn: Jón Steinar Ólafsson Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Naustabúð 9 á Hellissandi ásamt minni heittelskuðu Kristfríði Rós, syni okkar Ólafi Örvari og hund­ inum Dino. Starfsheiti/fyrirtæki: Er alt mulig mand hjá Hraðfrystihúsi Hellissands. Allt frá því að landa, sjá um fjármálahliðina og þar á milli. Áhugamál: Er rosalegur blöðru kall. Allt sem hefur bolta hef ég mikinn áhuga á. Þar fremst fer fótbolti, golf, körfubolti og hin snilldar íþrótt amerískur fót­ bolti. Svo er stangveiðiáhuginn að koma sterkur inn eftir að hafa látið miður slæm orð falla um hann undanfarin ár. Dagurinn: Fimmtudagurinn 17. nóvember 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Klukkan er 20 mínútur yfir sjö. Tísta mín eins og hún er alltaf kölluð kemur heim eftir að hún hefur þjálfað í CF stöðinni okkar og vekur mig og peyjann. Fyrsta sem við gerum er að tann­ bursta okkur, klæða og fá okkur að borða. Hvað borðaðirðu í morgun­ mat? Fæ mér yfirleitt bara kaffi. Einstaka sinnum boozt eða hafra­ graut sem Tísta gerir. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór til vinnu um hálf níu, eftir að maður var búinn að koma litla á leikskólann sem er í tveggja mínútna göngufæri frá þar sem við búum. Fyrstu verk í vinnunni? Byrjum flesta morgna á kaffistofunni að ræða heimsmálin, annars er það að renna yfir tölvupóst og fara yfir verk dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Fá mér kaffi niður á kaffi­ stofu með vélstjórunum og föður mínum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá labbaði ég með bróður mínum yfir í Crossfit stöðina sem við hjúin rekum með okkar bestu vinum. Það tekur okkur sirka 30 sekúndur að labba yfir í stöðina sem er hliðina á HH og því engin afsökun fyrir mig að vera 106 kg. Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá var ég að klára að slá inn aflann af línubátunum hjá okkur og ræða við bræður mína um heimsmeistaramótið í Qatar. Hvenær hætt og það síð­ asta sem þú gerðir í vinnunni? Heyrðu, ég kláraði að vinna rétt fyrir klukkan fjögur til að ná í peyjann á leikskólann. Konan var að þjálfa í Crossfit stöðinni hjá okkur og féll það í minn verka­ hring að ná í Jr. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu áttum við feðgar ansi góða stund heima fyrir, lékum okkur með bíla og gröfur og hófum svo undirbúning fyrir kvöldmat áður en Tísta kæmi heim. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var steiktur fiskur með sykruðum lauk, parmesan kartöflum og heimatilbúnu hrásalati. Það féll í minn hlut að sjá um kvöldmatinn og gerði ég það eftir fremsta megni. Hvernig var kvöldið? Það var einkar rólegt, fyrst klárað að ganga frá eftir matinn. Lesið fyrir púkann, komið honum niður og svo sátum við konan að ræða saman líðandi dag og horfðum smá á sjónvarpið. Hvenær fórstu að sofa? Við vorum komin upp í rúm um ell­ efu leytið. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég tók snögga sturtu og tannburstaði mig. Það er iðu­ lega það síðasta sem ég geri fyrir svefn. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Þau forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur virkilega áhuga á í sinni heima­ byggð. Eitthvað að lokum? Kurteisi kostar ekki neitt.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.