Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202214 Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Halldór H. Jónsson arkitekt, eftir Björn Jón Bragason og Pétur H. Ármannsson. Bókin er hin veglegasta, um 250 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda ljósmynda. Davíð Oddsson skrifar aðfarar­ orð. Í bókinni er farið yfir feril og hönnun Halldórs Hauks Jóns­ sonar (1912­1992) sem var Borg­ firðingur og einn af merkustu arki­ tektum landsins, fæddur og upp­ alinn í Borgarnesi. Sagt er frá uppruna Halldórs og fjölskyldu, hönnun hans og helstu byggingum sem hann teiknaði. Halldór var einn fjögurra barna Helgu Maríu Björnsdóttur frá Svarfhóli í Stafholtstungum og Jóns Björnssonar frá Bæ í Bæj­ arsveit. Þau bjuggu í elsta húsi Borgar ness um ríflega fjörutíu ára skeið, þar sem kallað er Kaupangur eða Suðurfrá við Suðurneskletta, í nánd við gömlu verslunarhúsin sem nú hýsa starfsemi Landnámsseturs. Halldór bjó einn vetur í Borgarnesi að loknu stúdentsprófi en fór þá til náms í arkitektúr í Stokkhólmi. Skilyrði fyrir inngöngu í skól­ ann var reynsla af húsbyggingum og hennar aflaði Halldór sér með vinnu hjá móðurbróður sínum, Kristjáni Fr. Björnssyni á Steinum í Stafholtstungum. Meðal verkefna sem Halldór kom að fyrir Krist­ ján var uppsteypa prestsbústaðar­ ins í Reykholti sem reistur var eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Að loknu námi dvaldi Halldór um sinn í Borgarnesi áður en hann setti á fót teiknistofu í Reykjavík. Árið 1940 hóf hann búskap með Mar­ gréti Þ. Garðarsdóttur og bjuggu þau á Laufásvegi þar til 1951 að þau fluttu í nýbyggt hús við Ægissíðu sem Halldór hafði teiknað sjálfur. Þess má geta að Garðar Gíslason faðir Margrétar var bróðir Ing­ ólfs Gíslasonar læknis í Borgarnesi (1923­1941) og náfrændi sr. Einars Friðgeirssonar, prests á Borg á Mýrum til áratuga. Eins og systkini sín öll bjó Hall­ dór yfir listrænni taug og hönnun hans býr yfir glæsileika og fegurð. Höfundarverk hans er víða sýnilegt, sérlega í Reykjavík og í Borgar nesi. Af byggingum sem hann teiknaði má nefna Borgarneskirkju, gamla Kaupfélagsbústaðinn í Borgarnesi (Skúlagata 21), Háteigskirkju og Bændahöllina í Reykjavík. Hall­ dór gegndi fjölmörgum trúnaðar­ störfum um ævina og var stjórn­ arformaður í fyrirtækjum eins og Íslenska álfélaginu og Eimskipa­ félagi Íslands. Halldór og Margrét áttu bústað við Hreðavatn sem þau nefndu Skógarkot. Þar dvöldu þau löngum stundum yfir sumartímann ásamt þremur sonum sínum; Garðari, Jóni og Halldóri Þór. Í bók­ inni kemur fram að ferðalagið að sunnan hafi alls tekið um fjórar klukkustundir fyrir brú við Borgar­ nes og daga Hvalfjarðarganga. Í Skógarkoti var ýmislegt sýslað. Þar kenndi Halldór sonum sínum að renna fyrir silung líkt og hann hafði alist upp við á sumrum hjá föðurafa sínum og ömmu í Bæ, þeim Birni Þorsteinssyni frá Húsafelli og Guð­ rúnu Jónsdóttur frá Deildartungu. gj Fyrir skemmstu var útgáfu þriggja bóka frá MTH fagnað í Penn­ anum Eymundsson á Akranesi. Um var að ræða ljósmyndabók Frið­ þjófs Helgasonar „Svona er Akra­ nes“ en þetta er fimmta bókin sem hann sendir frá sér með ljós­ myndum af Akranesi. Ásmundur Ólafsson sendir núna frá sér sína aðra bók með þáttum um sögu og mannlíf á Skaganum. Nefnist hún „Á slóðum Akurnesinga“ og geymir 17 greinar. Fyrri bók Ásmundar; „Á Akranesi“ er uppseld. Loks er það svo fyrsta smásagnasafn Kristjáns Kristjánssonar sem heitir „Sorprit og fleiri sögur“ en Kristján hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáld­ sögur og leikrit. mm Þrjár nýjar bækur frá MTH­útgáfu Höfundarnir þrír; Ásmundur Ólafsson, Friðþjófur Helgason og Kristján Kristjánsson árituðu bækur sínar í Pennanum Eymundsson á Akranesi. Ljósm. mþ. Kápur bókanna sem MTH útgáfa sendir frá sér í haust. Bók um Halldór H. Jónsson arkitekt Halldór H. Jónsson ásamt systkinum og foreldrum í Borgarnesi, Helga María og Jón fyrir miðju. Börn þeirra f.v: Björn Franklín, Guðrún Laufey (Blaka), Selma og Halldór Haukur. Ljósm. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Borgarneskirkja. Ljósm. mm. Bændahöllin í Reykjavík sem bráðlega fær nýtt hlutverk á vegum Háskóla Íslands. Ljósm. gj. Borgarnes, Kaupangur (Suðurfrá) í forgrunni hægra megin myndar. Ljósm. gj. Bókin er prýdd fjölda mynda. Hér má sjá ljósmynd af gömlu bæjarhúsunum og kirkjunni í Bæ. Ljósm. varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.