Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Side 16

Skessuhorn - 23.11.2022, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202216 Sólveig Ásta Bergvinsdóttir og Almar Þorleifsson búa í Grundar­ firði þar sem þau hafa komið sér vel fyrir en þau festu kaup á einbýlis­ húsi við Hrannarstíg í lok árs 2020. Saman eiga þau tvær dætur en að auki á Sólveig eina dóttur úr fyrra sam­ bandi. Sólveig er fædd og uppalin í Grundarfirði og lauk þar grunnskóla og framhaldsskólagöngu. Eftir fram­ haldsskóla flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún kynntist Almari, sem er uppalinn Reykvíkingur. Það var stutt stoppið í borginni og dró Sólveig Almar með sér vestur í Grundar­ fjörð. „Það var alveg stressandi til­ hugsun fyrst, að flytja til Grundar­ fjarðar, burt frá öllu sem ég í raun þekkti, en ég var alveg til í að prófa það,“ segir Almar. „Við ætluðum að koma hingað og prófa að búa hér í eitt ár. Svo þegar maður var kominn hingað þá var bara ekkert aftur snúið og allt í einu vorum við búin að kaupa hús og svo pulsuvagn þannig við erum ekki að fara neitt,“ segir Almar og Sólveig tekur undir það. Ótrúlega gaman að þessu „Dætur okkar eru mjög glaðar með þetta. Miðjustelpan okkar hélt að við ætluðum að setja pulsuvagn­ inn í garðinn og hún gæti þá alltaf fengið pulsu, þannig það var mikil gleði,“ segir Sólveig en í ágúst­ byrjun keyptu þau Almar Mæstró matarvagninn sem staðsettur hefur verið í Grundarfirði öll sumur síðan 2011. Vagninn keyptu þau af hjón­ unum Baldri Orra Rafnssyni og Ingu Rut Ólafsdóttur, en Sólveig hefur unnið fyrir hann í vagninum í níu ár. Í Grundarfirði er vagn­ inn kallaður Pulló og stendur hann yfir sumartímann á planinu á móti Sögumiðstöðinni, það er við aðal­ götuna og því auðvelt fyrir ferða­ menn að sjá vagninn þegar þeir aka í gegnum bæinn. „Einhvern veginn hef ég alltaf endað í Pulló á sumrin, hvort sem er með annarri vinnu eða með fæðingarorlofi. Meira að segja þegar ég bjó í bænum þá kom ég keyrandi vestur helgi og helgi til að vinna. Það er örugglega mjög spes en ég hef bara ótrúlega gaman af þessu,“ segir Sólveig sannfær­ andi. Hún var því ekki í neinum vafa með það að kaupa vagninn væri góð hugmynd. „Ég er búin að vinna þarna svo lengi og sé að það er alltaf nóg að gera og á meðan ég hef gaman af þessu og áhuga á þessu þá held ég að þetta geti ekki klikkað.“ Þá spilaði ánægja heimamanna með vagninn líka stóran þátt í því að þau ákváðu að kaupa hann en heimamenn í Grundarfirði eru mjög duglegir að versla við Pulló, sem og fólk úr Snæfellsbæ sem leggur leið sína í Grundar­ fjörð til að fá sér pulsu eða bát. Þegar fór að spyrjast út að Sól­ veig og Almar hefðu tekið við rekstri Pulló var helsta spurningin frá heimamönnum sú hvort vagn­ inn yrði þá ekki opinn lengur inn í haustið. „Vagninn hefur alltaf lokað í byrjun ágúst því fyrri eigandi var þá að klára sumarfríið sitt og byrja aftur að vinna. Við höfðum tök á því núna að hafa opið lengur og vorum með opið til 20. september í ár, en þá fannst okkur þetta komið fínt í bili. Svo opnuðum við hann reyndar eina helgi í október og það var mikil ánægja með það,“ segir Sólveig en hún er orðin spennt að opna hann aftur. „Það er bara allt skemmtilegt í kringum þetta. Ég er að vísu alltaf eins og djúpsteikt pulsa hérna heima en það fylgir þessu bara,“ segir Sólveig og brosir. Öll fjölskyldan í pulsuvagninum „Þetta byrjaði sem eitthvað létt grín í sumar og svo endaði þetta með því að við vorum allt í einu búin að kaupa pulsuvagninn,“ segir Sólveig en þau Almar hugsa sér að endur­ nýja vagninn innan nokkurra ára. Nú er fyrirhugað að filma vagninn að utan, til þess að flikka aðeins upp á hann og verið er að hanna nýtt Logo. „Við þurfum að halda þessu gangandi þar til stelpurnar okkar geta farið að vinna, og frændsystkini þeirra sem eru á svipuðum aldri. Þá getur öll fjölskyldan verið á pulsu­ vagninum,“ segir Sólveig og hlær. Þau Almar nefna einnig að þetta sé ekki hægt nema með hjálp fjöl­ skyldunnar. Þau hafa fengið mikla hjálp t.a.m. í sumar með pössun og við að gera og græja hitt og þetta fyrir vagninn en pabbi Sólveigar dregur líka vagninn fyrir þau. Lífið í Grundarfirði „Þetta er bara mjög gott samfélag að búa í,“ segir Sólveig aðspurð um lífið í Grundarfirði. Stórfjölskylda hennar býr þar og segir hún að flestar vinkonur hennar séu einnig fluttar þangað aftur með börnin sín. Þau hafa því gott bakland í bænum, en hvernig hefur Almar náð að aðlagast samfélaginu? „Það gekk í raun miklu betur en ég bjóst við. Ég var nýfarinn að hafa áhuga á pílu þegar við fluttum hingað og þá voru margir hérna í bænum líka í pílu þannig ég komst inn í þann hóp og það var í raun nóg. Út frá því er maður allt í einu í sambandi við alla,“ segir Almar og bætir við að vel hafi verið tekið á móti sér. Það hafi þó verið erfið tilhugsun að flytja úr Reykjavík frá vinum og fjölskyldu. „En svo er svo auðvelt að hafa samband í gegnum samfélags­ miðla og þegar ég fer í bæinn þá fer ég bara og hitti þá sem ég vil hitta.“ Í sumar þegar mikið var að gera á Pulló hljóp Almar stundum undir bagga með starfsmanni vagnsins þegar Sólveig var að sinna öðrum erindum. Þá fór hann með yngstu dóttur sína með sér og var hún sof­ andi í vagninum fyrir utan á meðan Almar afgreiddi pulsur og báta. „Einu sinni kom svo frændi hennar og spurði hvort hann ætti ekki bara að taka hana með sér heim, þegar hún var með mér í matarvagninum. Og ég sagði bara jú endilega, en ég væri reyndar á leiðinni fljótlega að sækja systur hennar í leikskólann. Þá bauðst hann bara strax til þess að sækja hana líka og vera með þær á meðan ég væri að klára háannatí­ mann í vagninum. Og það er það sem er líka svo dýrmætt við svona bæjar félag, að það er oft hægt að redda manni og það eru allir boðnir og búnir.“ „­Já, hvort sem það er fjölskyldan eða vinir, það eru allir tilbúnir að hjálpa þótt þeir séu líka með börn og með marga bolta á lofti, eins og við,“ segir Sólveig. Með gott bakland er allt hægt „Þegar hann er í vaktafríi þá er ég í vinnunni. Ég gerði þetta líka með miðjuna, þá var ég í pulsu­ vagninum allt sumarið og hann var með stelpuna, þannig að við erum vön,“ segir Sólveig en óhætt er að segja að nóg sé um að vera hjá þeim Almari sem alltaf virðast finna sér ný og ný verkefni. Þau eru bæði í skóla, Almar er í fullu starfi sem fangavörður á Kvíabryggju og samhliða því að Sólveig er að klára fæðingarorlof er hún að koma sér fyrir og læra inn á nýjan vinnu­ stað. Nú í febrúar mun Sólveig útskrifast frá Háskólanum á Bif­ röst með meistaragráðu í lögfræði, en hún tók grunnnámið í lögfræði og meistaranámið í einni beit og hefur því verið í fullu háskólanámi núna í fjögur og hálft ár. Almar er í helgarnámi í rafvirkjun við Fjöl­ brautaskólann á Sauðárkróki, það er þriggja ára nám og klárar hann það núna í vor. Samhliða því námi var hann í Fangavarðaskólanum, sem er sex mánaða fjarnám þar sem farið er yfir alla helstu hluti í starfi fangavarðar en því námi lauk hann síðastliðið vor. „Við erum svolítið góð í að koma okkur í eitthvað allt of mikið í einu en við fúnkerum mjög vel þannig,“ segir Sólveig og hlær. Almar tekur undir það. „Þetta reddast alltaf og þegar maður er með gott bakland þá er allt hægt.“ Sólveig hóf nýlega störf hjá Tölvuverk sem er bókhaldsþjón­ usta í Ólafsvík og er í óða önn að koma sér inn í það starf. „Af því ég dreifði fæðingarorlofinu þá má ég vinna núna smá á meðan ég er að klára orlofið. Þannig að þegar Almar er heima fyrri part dags þá er ég í vinnunni í Ólafsvík. Mér finnst það fínt, að komast aðeins inn í vinnuna áður en ég byrja þar á fullu. Aðspurð segist Sólveig stefna á að taka málflutningsréttindi ein­ hvern tímann en henni líði vel með þann stað sem hún er á í dag. „Það var reyndar einn sem spurði mig: „Varst þú að kaupa vagninn? Bíddu ertu ekki að læra lögfræði?“ Þannig að fólki finnst kannski vitlaust að ég sé bara að vinna á matarvagni. En það er náttúrulega ekki þannig. Og þetta er fínasta hobbý,“ segir Sól­ veig brosandi en hún er verulega ánægð með námið á Bifröst. „Mér „Við erum svolítið góð í að koma okkur í eitthvað allt of mikið í einu en við fúnkerum mjög vel þannig“ Rætt við nýja eigendur að Pulló í Grundarfirði Almar og Sólveig með stelpurnar sínar þrjár; Matthea Máney, 9 mánaða, Birta Malen 4 ára og Ísabella Ósk 9 ára. Á ferðalagi. Sólveig og Almar ásamt Baldri Orra Rafnssyni, fyrri eiganda vagnsins. Ljósm. tfk

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.