Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Page 20

Skessuhorn - 23.11.2022, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202220 Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back á viðburðaríkt ár að baki. Hún hefur stýrt verkefni úkraínskra flótta­ manna á Bifröst, verið vígð til prests í Dómkirkjunni, hún varð fertug síðastliðið haust og var í sömu viku sett í embætti í Borgarneskirkju. Hún er því nýráðin prestur Borgar­ prestakalls. Heiðrún hefur hlýja nærveru, er virðuleg, jarðbundin og á sér fjölmörg áhugamál. Hún syndir, syngur og spilar í sínum frí­ tíma, les mikið og skrifar, en nýjasta áhugamál Heiðrúnar er að ferð­ ast um götur Borgarness á hjóla­ bretti. Heiðrún hefur m.a. búið, lært og starfað í Guatemala, Bret­ landi, Sjanghæ og Kaupmannahöfn en hún flutti aftur á heimaslóðir sínar í Borgarnesi árið 2018 eftir um 25 ára fjarveru. Heiðrún kynnt­ ist eiginmanni sínum Michael Back í Danmörku en saman eiga þau tvö börn, Örn Elías sex ára og Heklu Isabel níu ára. Blaðamaður Skessu­ horns hitti Heiðrúnu og átti með henni notalegt spjall í Borgarnes­ kirkju í síðustu viku þar sem rætt var um trúna og ferðalög í námi, starfi og lífi. Signdu sig þegar strætóinn ók framhjá Heiðrún er fædd og uppalin Borg­ nesingur en hún snéri aftur á heima­ slóðir sínar fyrir nokkrum árum síðan, eftir ferðalög og viðburðaríka tíma. „Ég fór beint í Menntaskól­ ann á Akureyri eftir grunnskólann og var þar þessi unglingsár. Ég kom alltaf heim á sumrin til að vinna en það má eiginlega segja að ég hafi eiginlega ekkert búið hérna síðan ég var 15 ára. Ég kom reyndar heim í eitt ár eftir að ég kláraði BA gráðuna í háskólanum og var umsjónar­ kennari í grunnskólanum hér þegar ég var 24 ára. Ég fór í guðfræði vegna þess að mig langaði að læra trúarbragðafræði. Þegar ég var búin að útskrifast sem stúdent fór ég til Guatemala þar sem ég starfaði sem sjálfboðaliði og lærði spænsku. Það var þá sem ég fékk áhuga á trúar­ brögðum. Ég bjó hjá fjölskyldu sem var efnalítil en þetta er kaþólskt land og mér fannst svo ótrúlegt að þetta fólk sem hafði svona lítið á milli handanna, trúði svona mikið. Alltaf þegar strætóinn keyrði fram­ hjá kirkju signdu sig allir, trúin var fólki mjög mikilvæg. Svo man ég að mér fannst svo skrítið að koma heim aftur, við á Íslandi höfum allt til alls en það er einhvern veginn enginn að velta trú fyrir sér. Þannig að það var svona kveikjan að þessum áhuga mínum á trú og trúarbrögðum,“ segir Heiðrún. Guðfræðin mikil sjálfsskoðun „Það var ekki hægt að læra bara trúarbragðafræði í Háskóla Íslands svo ég fór í guðfræði og valdi trúar­ bragðafræði sem aukafag. Ég tók alla trúarbragðaáfanga sem ég gat úr öðrum fögum, svo námið mitt varð mjög þverfaglegt. Í guð­ fræðinni fer maður í mjög mikla sjálfsskoðun. Við lærum sálgæslu og lærum að líta inn á við og þá kemst maður ekki hjá því að velta lífinu öllu fyrir sér en á þessum tíma sá ég einhvern veginn ekki fyrir mér að verða prestur. Svo fór ég í skiptinám í trúar­ bragðafræði til Bretlands á síðasta árinu mínu. Þá var ég m.a. að læra eitthvað sem heitir death studies, þar sem verið var að skoða útfarar­ siði í öðrum trúarbrögðum og sál­ gæsluna í kringum það. Þannig ég var svolítið í þessum útfarasiða­ pælingum. Ég bjó í háskólabæ sem heitir Durham í Norður­Englandi. Þar var risastór dómkirkja við hliðina á skólanum og þá fann ég hvað mér fannst notalegt að vera í skólanum allan daginn og fara svo í messurnar sem voru alltaf klukkan fimm. Þannig að ég fór þarna oft í messu seinnipartinn og fór þá að finna hvað trúin gaf mér persónu­ lega,“ segir Heiðrún um tímann sinn í guðfræðináminu. Vann með flóttafólki í Sjanghæ og Kaupmannahöfn Heiðrún fluttist svo 25 ára til Kaup­ mannahafnar til að fara í tveggja ára langt meistaranám í trúarlífsfélags­ fræði, með viðkomu í Kína. „Ég tók hluta námsins í fjarnámi og flutti til Sjanghæ því maðurinn minn var að vinna þar sem verkfræðingur. Þar var ég að vinna með ungum kín­ verskum innflytjendum. Þau lærðu lífsleikni og svo einhverja iðn sam­ hliða. Þau lærðu kannski að verða bakarar en um leið t.d. um fjármál og hvernig á fóta sig sem fullorðinn einstaklingur. Ég fór svo í svipaða vinnu þegar ég snéri aftur til Dan­ merkur, þ.e. að skoða hvernig við getum hjálpað ungu fólki á kross­ götum að skapa sína sjálfsmynd. Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um ungt fólk, sérstaklega á aldrinum 15­25 ára. Þetta er svo mikilvægur og mótandi aldur. Svo er fróðlegt að sjá hvernig trúin og trúarbrögð koma saman í samfélaginu. Loka­ verkefnið mitt í meistaranáminu vann ég í skóla fyrir unga flótta­ menn, unglinga sem komu fylgdar­ lausir til Kaupmannahafnar. Þá var ég í rauninni að rannsaka hvernig þau skapa nýja sjálfsmynd í nýjum aðstæðum. Þú ert kannski múslimi frá Afghanistan en svo kemur þú 16 ára til Danmerkur, þar sem er allt önnur menning, önnur trúar­ brögð. Hvernig býrðu þá til nýja sjálfsmynd? Svo var ég ráðin í þennan skóla þegar ég var búin að skila verkefninu og starfaði þar flest árin mín í Danmörku. Ég kenndi þessi klassísku fög grunnskólans og lífsleikni líka. Þá komum við aftur að trúnni því í þessum skóla voru flestir múslimar. Mér fannst svo gott að finna fyrir trúnni, múslimar biðja fimm sinnum á dag og trúin er fléttuð inn í allt sem þau gera. Án þess að ég hafi velt því fyrir mér að verða múslimi sjálf eða hallast að þeirri trú, þá fannst mér þetta svo heillandi, að trúin og þessi stóru málefni voru svo umvefjandi í dag­ legu lífi og tali.“ Erilsamt líf í stórborg með börn Heiðrún bjó lengi í Danmörku og kynntist eiginmanni sínum, Michael, þar. Michael er danskur en saman stofnuðu þau til fjöl­ skyldu í Kaupmannahöfn. Þau tóku svo þá ákvörðun að flytja til Íslands svo fjölskyldan gæti kynnst íslenskri menningu. „Við fluttum til Íslands árið 2018 en það var m.a. vegna þess að mig langaði að börnin mín myndu upplifa íslenska menningu og læra tungu­ málið reiprennandi. Lífið í stór­ borg með tvö lítil börn var líka svolítið erilsamt. Okkur langaði að prófa að búa á Íslandi og helst úti á landi. Það er mikilvægt þegar hjón eru frá tveimur löndum að báðir einstaklingarnir prófi að vera útlendingurinn því það er ekkert auðvelt. Maður fattar það kannski ekki fyrr en hinn aðilinn er orðinn útlendingurinn hvað það er flókið að vera í þessari stöðu. Þá fluttum við í Borgarnes og ég sótti um hér í kirkjunni sem meðhjálpari og kirkjuvörður því mér fannst það liggja beinast við,“ segir Heiðrún um flutningana til Íslands. Lá beint við að klára embættisprófið „Það var náttúrulega ekki flótta­ maður í augnsýn hér. Þó hjartað mitt slái þar og ég brenni fyrir þeim málefnum, þá vildi ég hægja aðeins á og starfið í kirkjunni hent­ aði vel. Ég var hérna að skúra, spila á píanóið og var með fermingar­ fræðsluna og barnastarfið. Ég fór alveg í hæga gírinn en svo þegar við vorum búin að vera hérna í ár þá sagði Michael; „af hverju klárar þú ekki embættisprófið?“ Ég eig­ inlega skil ekki af hverju ég fattaði það ekki fyrr því það lá einhvern veginn svo beint við að klára þetta en ég átti tvö ár eftir. Þegar maður tekur BA fer maður vanalega beint í embættispróf en ég hafði tekið svo mikla trúarbragðafræði með og fór svo í framhaldsnám í einhverju öðru. Ég var búin með allt sem mér fannst skemmtilegt og átti bara tungumálin eftir, hebresku, forn­ grísku og þessi þungu fög. Þannig að ég þurfti að taka smá tilhlaup. Svo ég byrjaði í náminu samhliða þessu starfi. Ég hugsa oft eftir á; maður er oft að mikla fyrir sér eitt­ hvað sem tekur svo mikinn tíma, en ef maður bara veður af stað og Prestur á hjólabretti þjónar brauði á Borg Rætt við séra Heiðrúnu Helgu sem nýlega tók við Borgarprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, nýráðin sóknarprestur í Borgarnesi. Ljósm. sþ. Nýjasta áhugamál Heiðrúnar er að ferðast milli staða á hjólabretti. Ljósm. úr einkasafni. Fjölskylda Heiðrúnar. Til vinstri eru foreldrar hennar þau Bjarni og Margrét, systur hennar þær Hugrún og Inga Björk eru hægra megin ásamt Flosa, syni Ingu. Michael eiginmaður Heiðrúnar og börn þeirra, Hekla og Örn eru fyrir miðju í neðri röð. Fyrir miðju í efri röð er Inga, amma Heiðrúnar. Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.