Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Side 26

Skessuhorn - 23.11.2022, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202226 Vísnahorn Það er nú einhvern veginn þannig að fólk getur búið saman um áraraðir í þokkalegu samkomu­ lagi þó það sé ósammála í pólitík. Sérstak­ lega reyndar ef það er ekki stöðugt að troða skoðunum sínum uppá aðra. Vissulega kemur matarástin líka til hjálpar í mörgum tilfellum og það ég best veit er það Valborg Bentsdóttir sem er höfundur þessarar ágætu stöku: Gleymast flokka gömul rök. Gleðin okkar verður og þinn plokkfisk eldar spök eyrnalokkagerður. Nærri síðustu jólum fréttist af því að sá merki lögmaður Sveinn Andri Sveinsson hefði setið að snæðingi suður í Dubai og fengið þar gullhúðaða steik í kvöldskattinn. Um þessa atburði kvað Jón Jens Kristjánsson: Sveini tekst að safna fé og sitja í óhófsranni en ekki fréttist að hann sé orðinn gull af manni. Þá er það þessi spurning um vorn innri fegurðar auka. Hvort gullát hefur þar jákvæð áhrif. Friðrik Steingrímsson gekk framhjá spegli og varð að orði: Spegilmyndin segir sitt, sífellt meir ég grána. Ekki virðist útlit mitt ætla neitt að skána. Hallmundur Kristinsson gaf honum hins­ vegar þessi góðu og vel meintu ráð: Einhverntíma lærði ég það á Laugum að labba króka til að forðast gjótur. Hverju sinni er ég lít hann augum undrast ég hve spegillinn er ljótur. Það er samt tryggara að fara að öllu með gát á þeim krókaleiðum sem nauðsynlegar eru eigi að forðast allar gjótur lífsins, enda sagði Frið­ rik Jónsson landpóstur: Með sér ætíð blessun ber, bætta lætur trega að hafa fætur fyrir sér og fara gætilega. Og um annan mann af öðru tilefni sagði Lúð­ vík Rúdolf Stefánsson Kemp Illugastaðabóndi: Gerði hvatur seggur sá sífellt at í konum. Flest að rata óhöpp á aldrei fatast honum. Lúðvík Kemp var örugglega nokkuð flók­ inn persónuleiki á sinni tíð. Á margan hátt fjölgreindur maður en ölkær í góðu meðal­ lagi, prýðilega hagmæltur en níðskældinn svo hefði sloppið með minna. Vegaverkstjóri um árabil og lagði meðal annars veginn yfir Siglufjarðarskarð sem var í sjálfu sér stórafrek á þeim tíma. Sjálfum sér lýsti hann svo: Að mér sækir andlegt slen umsetinn af djöflum. En ég er eins og Jóa Ben. -Jesúbarn á köflum. Flest verðum við fyrir umtali heimsins með einhverjum hætti. Tökum það vissulega misnærri okkur enda svosem umtalið mis­ jafnt. Gunnþórunn Sveinsdóttir hafði þetta að segja: Ef það gleður anda minn enn skal fjúka staka. Þótt hnútum kasti heimurinn hendi ég þeim til baka. Það var aftur á móti Ingólfur okkar Ómar sem sagði: Viltu tendra vonarbál, veittu styrk þeim hrjáða, leggðu rækt við líf og sál og láttu hjartað ráða. Einhvern veginn virðist mér að hvar sem menn telja sig í pólitík séu þeir þó sammála um að bæði samgöngumál og heilbrigðismál séu langfjársveltir málaflokkar. Hitt er svo annað hverjum það er að kenna. (Örugglega ekki mínum stjórnmálaflokki). Held ég fari rétt með að Jón Gunnarsson hafi verið samgöngu­ ráðherra þegar Hjálmar Freysteinsson kvað: Í vegina alltaf vantar fé, veldur það mörgu tjóni og ekki er nú hægt að segja að sé samgöngubót að Jóni. Jóhannes í Syðra­Langholti heyrði sagt frá bílveltu með þeim orðum að „það var happ að engin slapp ómeiddur“ og tók saman ræðuna með þessum árangri: Við beygju krappa, brak og stapp bíllinn fór í klessu. En það happ að engin slapp ómeiddur úr þessu. Þó samgöngurnar séu svosem alltaf heldur að skána, allavega frá einhverju sjónarhorni, finnst nú mörgum sem sá bati gangi frekar hægt. Þó eru þær nauðsynlegar ef menn eiga að hafa möguleika á að hittast og gleðjast og „sitja um stund saman, við sumbl og gaman“ eins og skáldið kvað. Hvort sem þeir atburðir gerast í samkomu­ eða heimahúsum. Markús á Borgareyrum lýsti ánægjulegu kvöldi svo: Mér hefur gleði vínið veitt vinir kærir svo því haga að kvöldinu hef ég ekki eytt en á það meðal bjartra daga. Það hefur reynst mörgum snúið að finna hinn eina rétta förunaut í lífinu og tekst ekki alltaf í fyrstu tilraun. Ekki einu sinni alltaf í annarri segja sumir en allavega hafði Markús þetta að segja: Þó makar tíðum liggi á lausu löngum bregst hinn rétta að finna svo margir hinna makalausu maka sig á kostnað hinna. Svo er það þetta með staðsetningu ástarinnar. Það er nú eitt vandamálið og æskilegt að báðir aðilar séu sammála þar um eins og reyndar margt fleira. Jón Bjarnason í Garðsvík lagði þetta til mála: Drýgði hvorki dáð né synd, dáður lítt af konum, öll var fyrir ofan þind ástleitnin hjá honum Séra Helgi Sveinsson hafði aftur á móti þessa skoðun á málunum: Illum hrolli um þig slær áður en nóttin líður, þegar ástin aðeins nær upp á miðjar síður. Og Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka tók í líkan streng: Margir hæla ást um of, ýmsum var hún byrði. Nái hún aðeins upp í klof er hún lítils virði. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Flest að rata óhöpp á — aldrei fatast honum Á þriðjudaginn í liðinni viku fór Bæjarstjórnarfundur unga fólks­ ins fram á Akranesi. Þetta var í 21. skipti sem fundur af þessu tagi er haldinn. Fyrirkomulagið er þannig að settur er upp fundur í bæjar­ þingsalnum þar sem almennir bæjar fulltrúar og embættismenn koma sér fyrir líkt og á venju­ bundum fundum í bæjar stjórn, en auk þeirra fulltrúar íþrótta,­ tóm­ stunda­ og skóla félaga í bænum sem sæti eiga í Ungmennaráði Akraness. Fundurinn var öllum opinn og einnig var hægt að fylgj­ ast með beinni útsendingu á síðu Akranes kaupstaðar. Ungmennin héldu framsögu­ erindi og síðan svöruðu bæjarfull­ trúar spurningum þeirra. Ung­ mennaráð er skipað níu fulltrúum nemendafélaga grunnskólanna, nemendafélags FVA, Tónlistar­ skóla Akraness, fulltrúa ÍA og full­ trúum félagsmiðstöðvanna tveggja þ.e. Arnardals og Hvíta hússins. Blaðamaður Skessuhorns fylgdist með framsöguræðum unga fólksins sem valið höfðu sér ólík þema til umfjöllunar. Þau héldu öll áhuga­ verðar ræður og ekki er ofsögum sagt að þau komu afar vel fyrir. Tveir sögulegir atburðir áttu sér stað á þessum fundi. Annars vegar sátu saman fundinn þeir Davíð Logi Heiðarsson og Einar Brands­ son, en Davíð er barnabarn Einars. Hinsvegar varð Líf Lárusdóttir sú fyrsta í sögunni til þess að sitja bæjar stjórnarfund unga fólksins sem fulltrúi ungmennaráðs árið 2006 en hún var kjörin í bæjar­ stjórn síðastliðið vor og er nú for­ maður bæjarráðs. mm Bæjarstjórn unga fólksins kom saman Sóley Brynjarsdóttir flytur hér erindi sitt á fundinum. Ljósm. mm Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundi. Ljósm. mm. Bæjarfulltrúar ásamt gestum frá Ungmennaráði Akraness. Ljósm. Þorpið frístundamiðstöð.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.