Víkurfréttir - 18.01.2023, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 18.01.2023, Qupperneq 8
„Ég á bara ekki til orð. Vá, hvað ég er glöð,“ sagði Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, sem Víkurfréttir hafa valið Suðurnesjamann ársins 2022. Víkurfréttir hafa í rúma þrjá áratugi staðið fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins. Fyrstur til að hljóta nafnbótina var útgerðar- maðurinn Dagbjartur Einarsson úr Grindavík en hann var Suðurnesjamaður ársins 1990. Sigríður Pálína, eða Sigga Palla, hefur rekið Reykjanesapótek frá árinu 2017 og getið sér gott orð á meðal Suðurnesja- fólks fyrir einstaka þjónustulund. Lesendur Víkurfrétta, sem tóku þátt í valinu á Suðurnesjamanni ársins, voru á einu máli um það að Sigga Palla sé að veita mikla og góða þjónustu í apótekinu sínu. Apó­ tekum Reykjanesapóteks fjölgaði reyndar um eitt á nýliðnu ári en útibú frá Hólagötunni hefur verið opnað á Fitjum. Sigga Palla stendur reyndar áfram vaktina á Hólagötunni og þar er hún í samstarfi við aðra lyfjafræðinga Reykjanesapóteks að veita neyðarþjónustu utan venju­ legs opnunartíma – og venjulegur opnunartími á Hólagötunni er sam­ ræmdur að vakt heilsugæslulækna á HSS, þannig að þegar fólk kemur af læknavaktinni getur það sótt ávísuð lyf í apótekið hjá Siggu Pöllu. Hún hlaut líka styrk frá Heilbrigðis­ ráðuneytinu á síðasta ári fyrir það sem kallað er „lyfjastoð“ – og þrátt fyrir langar vaktir í apótekinu hefur Sigga Palla tíma fyrir hestana sína sem hún sinnir tvisvar á dag, alla daga vikunnar. Hvött til að fara í lyfjafræði Sigga Palla er Njarðvíkingur, stundaði sitt grunnskólanám í Njarð­ víkurskóla og fór þaðan í Fjölbrauta­ skóla Suðurnesja. „Eftir fjölbraut var spurning hvert ætti að stefna og ég var hlynntari raungreinunum. Svein­ björn Gissurarson, sem er einu ári eldri en ég, fór í lyfjafræði og hann spurði mig af hverju ég færi ekki bara í lyfjafræði. Hún væri alveg eins og efnafræði og líffræði. Það er eigin­ lega honum að þakka að ég fór í lyfja­ fræðinámið.“ Eftir nám starfaði Sigga Palla bæði í apóteki og á rannsóknarstofu. Hún bjó og starfaði einnig í Noregi í tæpan áratug. „Ég var formaður Lyfjafræð­ ingafélags Íslands um tíma og það háði mér að kunna ekki að rífast á norðurlandamáli. Á þessum tíma vantaði svo lyfjafræðinga í Noregi, þannig að ég sló til árið 2004 og var með annan fótinn þar í níu ár. Kom heim á milli en hef þrisvar sinnum verið apótekari í Noregi og opnað nýtt apótek þar. Það er góður saman­ burður að hafa starfað í Noregi og einnig mikil endurmenntun.“ Er einhver munur á því að vera apótekari í Noregi eða á Íslandi? „Regluverkið er alveg það sama og þjóðirnar eru líkar og alveg hægt að spegla sig í því. Það sem mér fannst skemmtilegast þegar ég kom heim árið 2017, en þá var ég að koma frá Drammen, að ég vildi opna apótek sem var líkt því sem ég var að gera í Noregi. Þannig erum við með okkar apótek, þar sem lyfjafræðingurinn er frammi og veitir góð ráð þannig að fólk noti lyfin rétt.“ Vildi nýta menntunina á Íslandi eftir Noregsdvöl Áður en Sigga Palla opnaði Reykjanesapótek árið 2017 hafði hún unnið bæði hjá Lyf & heilsu og Lyfju. Þegar hún er spurð hvort það hafi alltaf verið draumurinn að opna eigið apótek, svarar hún því til að ef hún hefði verið hárgreiðslumeistari hefði hún opnað hárgreiðslustofu. Það lá því beinast við að nýta menntunina sem lyfjafræðingur og opna apótek. Það var samt ekki draumurinn um eigið apótek í Njarð­ víkum sem dró Siggu Pöllu heim til Íslands. Það var íslenski hesturinn. Hún var og er með hesta sem hún sinnir alla daga. Dagurinn byrjar alltaf í hesthúsinu á Mánagrund þar sem hestunum er gefið og það má einnig segja að vinnudeginum ljúki í hesthúsinu, því hrossunum er gefið tvisvar á dag. Sigga Palla deilir hest­ húsi með ungri hestakonu og er þar með tvö hross. Hún fer á hestbak nokkrum sinnum í viku og í hesta­ ferð á sumrin. Hún segist alveg vilja geta varið meiri tíma með hestunum. „Þegar maður kynnist hestunum þá verða þetta svo miklir vinir manns. Það er ígildi þess að fara til góðs sál­ fræðings að fara í hesthúsið,“ segir Sigga Palla og brosir. Apótekið náttúruvænt og grænt „Ég var ekki með neinar sér­ stakar væntingar þegar ég opnaði Reykjanesapótek árið 2017. Ég hugsaði aðallega um að að búa til vinnu fyrir mig og þá sem yrðu að vinna með mér. Viðtökurnar hafa bara verið svo góðar. Við höfðum strax að leiðarljósi að hafa apótekið náttúruvænt og grænar áherslur. Björn, sonur minn, er prímusmót­ orinn í þessari grænu stefnu okkar. Við nýttum allt sem við gátum notað og allt sem við kaupum nýtt er með þessum grænu formerkjum. Það á einnig við um þær vörur sem við erum að selja, við reynum að hafa þær á þessum græna grunni.“ Lyfjastoð styrkt af heilbrigðisráðuneytinu Reykjanesapótek er ekki hluti af stærri keðju en flest apótek landsins tilheyra keðjum apóteka. Sigga Palla segir að hún hafi svo sem ekki mikið verið að velta því fyrir sér að hella sér í samkeppni við keðjurnar. Það hafi verið lyfjafræðilega ráðgjöfin sem hafi ráðið för m.a. verið höfð að leiðarljósi þegar Reykjanesapótek opnaði. Eins og Víkurfréttir greindu frá síðasta sumar var Reykjanesapó­ teki veittur þriggja milljóna króna styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu til að ráðast í tilraunaverkefni sem miðar að því að auka öryggi lyfja­ meðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónusta sem þessi er þekkt er­ lendis undir heitinu „new medicine service“ en hefur fengið heitið „lyfja­ stoð“ á íslensku. Markmiðið er að draga úr rangri lyfjanotkun, tryggja öruggari innleiðingu meðferðar hjá sjúklingum, bæta lyfjaöryggi þeirra sem nota mörg lyf og auka öryggi lyfjanotkunar þegar um áhættusöm lyf er að ræða. Rannsóknir benda til að mest þörf á leiðsögn og upp­ lýsingagjöf sé á fyrstu vikum lyfja­ meðferðar – á fyrstu dögunum til að stuðla að meðferðarheldni og um mánuði eftir að meðferð hófst til að veita sjúklingi upplýsingar ef fram hafa komið einhver vandamál tengd lyfjagjöfinni. Tilraunaverkefni Reykjanesapó­ teks miðast við að bjóða sjúklingum sem eru að hefja lyfjameðferð þátt­ töku í verkefninu. Viðkomandi er boðið viðtal við lyfjafræðing apó­ teksins einni til tveimur vikum eftir meðferð og svo annað viðtal þremur til fimm vikum síðar. Samstarf er við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sem á þess kost að vísa sjúkl­ ingum á þessa þjónustu. „Þetta hefur bara gengið vel, því móttökurnar hafa verið svo góðar og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ekkert nema sjálfsagt að hlaupa til Þú fékkst sterk viðbrögð strax og þú opnaðir árið 2017. Þú hefur verið að veita mjög góða þjónustu og m.a. utan opnunartíma. Grænt Reykjanesapótek fékk frábærar viðtökur, ekki síst fyrir mikla þjónustu. Fékk styrk til að vinna að tilraunaverkefni sem miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. SIGRÍÐUR PÁLÍNA ARNARDÓTTIR SUÐURNESJAMAÐUR ÁRSINS 2022 Sjálfsagt að hlaupa til ef það vantar þjónustu utan opnunartíma Hvernig var að vera apótekari í Covid-faraldrinum? „Það var áhugavert. Í vísindum var þetta spennandi en á sama tíma ógnvænlegt. Við í Reykjanesapóteki tókum þátt í blöndun bóluefna með heilsugæslunni. Lyfjafræðingar og lyfjatæknar apóteksins blönduðu bólu­ efni og samstarfið við HSS var mjög gott. Apótekið var alltaf vel sótt­ hreinsað og við vorum með vaktaskipti þar sem við pössuðum að hittast ekki á milli til að halda apótekinu opnu. Við þurftum reglulega að fara í sóttkví en við vorum mjög lánsöm og þurftum aldrei að loka apótekinu. Það önduðu svo allir léttar þegar bóluefnið kom í hús.“ Þegar Sigga Palla er beðin um að meta Covid­tímabilið, þá segir hún að það hafi skilað kærleika. Allir hafi staðið svo vel saman. Samstaðan var stórmerkileg og það var mikilvægt að þeir sem yrðu veikir myndu ná bata. Covid skilaði kærleika Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, sem Víkurfréttir hafa valið Suðurnesjamann ársins 2022. Magdalena, Björn og Sigga Palla. Sigga Palla með sínum besta vini úr Skagafirðinum í hesthúsinu á Mánagrund. 8 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.