Víkurfréttir - 01.01.2023, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 01.01.2023, Qupperneq 4
Mikilvægt að Hinsegin Plútó hafi sitt húsnæði til umráða Velferðarráð Reykjanesbæjar tekur undir með forsvarsfólki Hinsegin Plútó um mikilvægi þess að þau hafi sitt húsnæði til umráða þar sem hægt er að tryggja betur öryggi, vellíðan og traust ungmenna sem sækja stuðning í félagsstarfið. Hin- segin Plútó hefur fengið aðstöðu í 88 húsinu undanfarin ár sem hefur gert starfinu kleift að dafna. Þar blandast ungmennin við önnur sem sækja aðra viðburði í húsinu, sem undir öðrum kringumstæðum væri frábært, en í tilfelli ungmenna sem treysta sér ekki til að opinbera hver þau í raun og veru eru – getur það verið erfiðara en orð fá lýst. Málefni Hinsegin Plútó, félags- starfs fyrir hinsegin ungmenni, voru til umfjöllunar á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar á dögunum þar sem Guðrún María Þorgeirsdóttir frá Hinsegin Plútó mætti á fundinn og kynnti starfið. Hinsegin Plútó sem stofnað var 30. maí 2018 er félagsstarf fyrir ungmenni á aldrinum tólf til átján ára og hefur verið starfandi í um fimm ár. Það sem dreif Ragnar Birki Bjarkarson og Guðrúnu Maríu Þor- geirsdóttur áfram að stofna þessi fé- lagasamtök var hugsjón og drífandi kraftur. Hvernig á að fræða barnið sitt þegar ungir krakkar eru að finna sig og máta lífið og tilveruna? Á fyrsta kvöldið komu sjö ungmenni og með tímanum sem liðinn er frá stofnun félagsins hefur forsvarsfólk tekið á móti allt að tuttugu ung- mennum á einu kvöldi. Hinsegin Plútó þjónustar öll Suðurnesin og hafa ungmenni frá Reykjanesbæ, Vogum, Grindavík og Suðurnesjabæ sótt kvöldin. Samkvæmt greinargerð er til- gangur Hinsegin Plútó að halda úti félagsmiðstöð fyrir hinsegin ung- menni á Suðurnesjum og vinna að málefnum hinsegin samfélagsins. Fé- lagið leitast við að vera með fræðslu og skemmtikvöld fyrir hinsegin ung- menni og aðstandendur þeirra eftir efnum og áhuga auk þess að vinna að réttindum alls hinsegins fólks á svæðinu, sem með félaginu kýs að starfa. Öll vinna sem framkvæmd er af Hinsegin Plútó hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Velferðarráð telur mjög mikilvægt að starf af þessu tagi sé í boði á svæðinu þar sem tækifæri gefst fyrir ungmenni að eignast jafn- ingjagrundvöll og finna stað sem þau tilheyra frjáls í okkar samfélagi hér á Suðurnesjum. Rík áhersla er lögð á þá staðreynd að hinsegin ungmenni eru í aukinni hættu á útskúfun, hat- ursfullri orðræðu og minni stuðningi frá jafnöldrum, vinum og jafnvel fjöl- skyldu. Það er á ábyrgð hvers sam- félags að koma í veg fyrir mismunun og óréttlæti. Velferðarráð tekur undir með for- svarsfólki Hinsegin Plútó um mikil- vægi þess að þau hafi sitt húsnæði til umráða þar sem hægt er að tryggja betur öryggi, vellíðan og traust ung- menna sem sækja stuðning í félags- starfið. Hinsegin Plútó hefur fengið aðstöðu í 88 húsinu undanfarin ár sem hefur gert starfinu kleift að dafna. Þar blandast ungmennin við önnur sem sækja aðra viðburði í húsinu, sem undir öðrum kringum- stæðum væri frábært, en í tilfelli ungmenna sem treysta sér ekki til að opinbera hver þau í raun og veru eru – getur það verið erfiðara en orð fá lýst. Með því að tryggja Hin- segin Plútó eigin aðstöðu getur for- svarsfólk betur búið um öryggi ung- menna og fengið tækifæri til að gera umhverfið sitt regnbogavænt með hlýjuna að leiðarljósi. Ungmenni í okkar bæjarfélagi sem mögulega leita svara við spurningum sínum um eigin kynhneigð eiga að geta gert það á hlutlausum stað, það er mikil- vægt í okkar fjölmenningarsamfélagi. Aðstaða fimleikadeildar er ekki nógu góð og stór iðkendahópur án þjálfarastyrks Fimleikadeild Keflavíkur hefur sent íþrótta- og tómstundaráði Reykja- nesbæjar erindi og vill koma á fram- færi að deildin nýtur ekki þjálfara- styrks fyrir stóran iðkendahóp hjá deildinni sem eru á aldrinum tveggja til sex ára. Að auki vill fimleika- deildin koma á framfæri að núver- andi aðstaða er ekki nógu góð fyrir starfsemi deildarinnar og skorar á bæjaryfirvöld að bregðast við hið fyrsta. Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur deildarinnar og minnir á bókun ráðsins frá 166. fundi ráðsins en þar segir: „Íþrótta- og tómstundaráð er sammála um að auka þurfi fjármagn til málaflokksins til að geta staðið undir metnaðar- fullu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ og borið okkur saman við sambærileg sveitarfélög.“ Erindi fimleikadeildarinnar er vísað annars vegar til mannvirkja- nefndar sem og til rekstrarnefndar sem ljúka eiga störfum í mars. Samráð við börn vegna skipu- lagsmála í Reykjanesbæ Reykjanesbær stendur að inn- leiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og verða þannig hluti af verkefninu Barnvæn samfélög. Unnið er að því að allir starfs- menn Reykjanesbæjar fái fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi barna í gegnum rafrænan fræðslu- vettvang UNICEF á Íslandi. Það er mikilvægt að heyra raddir barna í sveitarfélaginu og sáu starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs tækifæri í að auka samráð við börn í skipulagsvinnu. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar. Reykjanesbær og JeES arkitektar vinna nú að nýju deiliskipulagi fyrir Hafnargötu og var ákveðið að samráð yrði við nemendur í Myllu- bakkaskóla, þar sem deiliskipulags- svæði tilheyrir þeirra skólahverfi. Markmiðið var að fræða börn um skipulagsmál og hvernig þau geta haft áhrif á nærumhverfi sitt. Í sam- ráði er leitast eftir sjónarmiðum og börnin láti sínar skoðanir í ljós. Nemendur í 3. bekk og 6. bekk í Myllubakkaskóla fóru í vettvangs- ferðir, 30. nóvember og 2. desember 2022, með verkefnastjóra um- hverfismála Reykjanesbæjar. Til- gangur ferðanna var að skoða um- hverfi á og við Hafnargötu. Nem- endur fengu fræðslu og upplýsingar um skipulagsmál í ferðinni og var samtal tekið á nokkrum stöðum, s.s. á gatnamótum Hafnargötu og Skóla- vegar, við opið svæði við sjávarsíðu, á gatnamótum Hafnargötu og Aðal- götu og við verslanir á Hafnargötu. Nemendur unnu verkefni með tillögum fyrir nýtt deiliskipulag og afhentu nemendur í 3. bekk skipu- lagsfulltrúa ábendingar í ráðhúsi Reykjanesbæjar og ábendingar frá 6. bekk bárust í tölvupósti frá um- sjónarkennara. Tillögur voru unnar á fjölbreyttan hátt; í spjaldtölvum, á blaði, í sögu, í frásögn og teikningum. Unnin var samantekt á tillögum sem var kynnt fyrir nemendum. Þar var útskýrt fyrir börnum hvað hægt sé að hafa áhrif á og hvernig unnið verður úr tillögum þeirra. Fjölbýli með allt að 36 íbúðum að Vallargötu 9–11 JeES arkitektar ehf. f.h. lóðarhafa óska eftir að heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi Reykjanes- bæjar vegna reitsins Vallargata 7–11 sem afmarkast af Vallargötu, Aðal- götu og Klapparstíg. Á fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs er fagnað mögulegri upp- byggingu á þessum mikilvæga reit. Ráðið heimilar að unnin sé tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð krafa um skipulagslýsingu vegna þess að um er að ræða breytingu á deiliskipulagi. Áætlað er að færa núverandi hús á Vallargötu 9 á lóðina Vallargata 7 og reisa fjölbýli á Vallargötu 9–11 með allt að 36 íbúðum. Hæð fjölbýlis- hússins er að hámarki tvær hæðir með risi og bílakjallara. Öll bílastæði innan lóðar verða í bílakjallara, gestastæði er staðsett utan lóðar austanmegin við lóðina. Kirkjuvegur 10–14 mun hafa aðgengi að sameigin- legum garði Vallargötu 9–11, með mögulegum púttvelli. Við Vallargötu og Aðalgötu er hugsanlegur möguleiki á tveggja til þriggja hæða byggingu í takt við aðlæga byggð við Kirkjuveg. Bíla- stæðum væri komið fyrir í bíla- geymslum neðanjarðar að hluta. Möguleiki á nýjum lóðum fyrir minni hús sem laga sig að eldra byggðar- mynstri.Svona er hugmynd JeES arkitekta um uppbyggingu á reitnum. 2016 börn nýttu sér hvatagreiðslur í Reykjanesbæ Alls nýttu 2016 börn sér hvatagreiðslur í Reykjanesbæ árið 2022, sem er 58,1% af heildarfjölda barna sex til átján ára í Reykjanesbæ. Nýtingin hefur aukist um 7,2 % frá 2019. Bæjaryfirvöld ákváðu fyrir skemmstu að bæta við hvatagreiðslum fyrir fjögurra til fimm ára börn sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Töluverð aukning hefur orðið á nýtingu erlendra barna á hvata- greiðslunum en 9,79% nýttu sér þær árið 2017 samanborið við 28,4% árið 2022. „Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal,“ segir í gögnum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Þá segir jafnframt. „Saman skulum við hvetja alla til að stunda íþróttir og tómstundir í skipulögðu starfi og hvetja foreldra til að nýta hvatagreiðslur sveitarfélagsins. Óumdeilt er að gildi forvarna er mikið þegar litið er til þátttöku barna í kröftugu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ.“ 4 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.