Víkurfréttir - 01.01.2023, Page 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi
Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Ökuskóli allra landsmanna
Finndu næsta
námskeið inn á
www.aktu.is
Allir
réttindaflokkar
Verkleg kennsla í
boði víða um land
Bókleg kennsla á netinu
MEIRAPRÓF
Fjarkennsla
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Heyrðu umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
HEYRN.IS
Stóru línubátarnir nánast þeir einu
sem hafa getað verið á veiðum
Janúarmánuður er búinn að vera
ansi góður, veðurfarslega séð, en
núna síðustu viku hafa veðurguð-
irnir heldur betur látið til sín taka
og má segja að það hafi verið stans-
laus bræla í viku.
Svo til einu bátarnir sem hafa
geta verið á veiðum eru stóru línu-
bátarnir en þeir eru búnir að vera á
veiðum utan við Sandgerði og þar
hafa líka verið nokkrir 29 metra
togarar. Veiðin hefur verið nokkuð
góð hjá þeim og af stóru línu-
bátunum er Valdimar GK kominn
með 404 tonn í fimm löndunum og
er, þegar þetta er skrifað, næstafla-
hæsti línubátur landsins. Sighvatur
GK 375 tonn í þremur, Páll Jónsson
GK 343 tonn í þremur og Fjölnir
GK 339 tonn í þremur.
Minni bátarnir hafa ekkert geta
róið núna síðan 22. og 23. janúar
en veiðin var nokkuð góð hjá þeim
þangað til þeir stoppuðu. Kristján
HF, sem hefur verið að landa í
Sandgerði, Grindavík og Hafnarfirði
en að mestu í Sandgerði, er með
155 tonn í ellefu róðrum, Óli á Stað
GK 137 tonn í nítján og að mestu í
Grindavík en hann er sá bátur sem
hefur oftast allra farið á sjóinn núna
í janúar. Gísli Súrsson GK 128 tonn
í átta róðrum og hefur báturinn
verið að veiðum í Breiðafirðinum
og landað á Ólafsvík, Margrét GK
127 tonn í fjórtán, mest í Sandgerði,
Sævík GK 118 tonn í þrettán, mest í
Þorlákshöfn, Daðey GK 104 tonn í
þrettán, mest í Grindavík, Vésteinn
GK 91 tonn í átta, allt í Grindavík,
og Hulda GK 72 tonn í ellefu, mest
í Grindavík.
Veiðin hjá dragnótabátunum var
góð og var Sigurfari GK með 155
tonn í þrettán róðrum en núna er
hann orðinn stopp í fjórar vikur,
því báturinn var sviptur veiðileyfi
í fjórar vikur vegna brottkasts sem
Fiskistofa myndaði með dróna
þegar hann var við veiðar á Hafnar-
leir – en það er ekki langt frá landi
og hægt að fljúga frá landi með
dróna þangað út eftir.
Ég sjálfur hef flogið dróna þarna
út og flaug þegar Ísey EA var við
veiðar. Var ég þá staddur á Hafnar-
bergi, flaug að Ísey EA og náði að
mynda aðeins bátinn þar, það voru
4,1 kílómetrar.
Siggi Bjarna GK með 134 tonn í
róðrum, Benni Sæm GK 129 tonn
í fjórtán og Aðalbjörg RE 34 tonn
í fimm, allir að landa í Sandgerði.
Hjá netabátunum þá ber það
hæst að nýi Erling KE er komin á
veiðar og þegar þessi pistill er skrif-
aður hefur báturinn landað um 10
tonnum í tveimur róðrum. Báturinn
er reyndar ennþá í lit og útliti eins
og hann var þegar hann var keyptur
en ráðgert er að setja bátinn í slipp
eftir að vertíðinni lýkur.
Erling KE er búinn að vera með
netin sín utan við Garðskaga og
Sandgerði, þar hefur Kap VE líka
verið með netin sín en Kap VE
veiðir í sig, eins og hefur verið
greint frá hérna, og landar í Vest-
mannaeyjum, reyndar landaði Kap
VE 42 tonnum í Hafnarfirði í síð-
asta róðri.
Af minni netabátunum þá er
Maron GK með 63 tonn í þrettán
róðrum, Halldór Afi GK 12 tonn
í fimm, Hraunsvík GK 6,9 tonn í
tveimur og Grímsnes GK 87 tonní
átta. Grímsnes GK er að mestu að
eltast við ufsann og af þessum afla
er ufsi 71 tonn.
Í næsta pistli mun ég bera saman
janúar árið 2023 og 1993. Þrjátíu
ára munur og það er æði merki-
legt að bera þessi tvö ár saman,
því ótrúlega margt hefur breyst á
þessum tíma.
aflafrÉttir á SuðurNeSJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Fjáröflunartónleikar Krafts
á Park Inn í Reykjanesbæ
Kraftur, stuðningsfélag fyrir
ungt fólk sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur,
stendur nú fyrir árvekni- og fjár-
öflunarátaki. Liður í átakinu er að
fara hringinn í kringum landið og
vera með Lífið er núna tónleika.
Tónleikar verða á Park Inn hótel-
inu í Reykjanesbæ föstudaginn 3.
febrúar.
„Við ákváðum að taka rúntinn
hringinn í kringum landið með
tónleika en tilgangurinn með
því er að kynna starfsemi okkar
og minna fólk á að njóta augna-
bliksins. Fólk sem greinist með
krabbamein þarf oft að sækja
meðferð til Reykjavíkur þó það sé
búsett úti á landi og því er gott að
vita hvert þau geta leitað þegar
þau eru í bænum,“ segir Stefán
Magnússon, framkvæmdastjóri
Krafts.
Tónleikaferðalagið átti að
hefjast 30. janúar en veðurguð-
irnir eru augljóslega jafnhrifnir
af sterka appelsínugula litnum
og Kraftur skartar svo því þurfti
að hætta við þá tónleika. „Við
brunuðum því bara beint á Höfn
og blésum þar til fyrstu Lífið er
núna tónleikaveislunnar. Svo
höldum við áfram hringinn en
við endum veisluna í Reykjavík
á baráttudegi gegn krabbameini
4. febrúar með tónleikum í Iðnó,“
segir Stefán enn fremur. Hægt
verður að kaupa miða við inn-
ganginn á alla tónleikana sem eru
á landsbyggðinni og kostar 2.000
kr. inn. Einnig er hægt að tryggja
sér miða á tónleikana í Iðnó, á
Tix.is eða kaupa við innganginn
en miðaverð á þá er 3.500 kr. Að
sjálfsögðu verður einnig hægt að
kaupa Lífið er núna húfu Krafts
á svæðinu.
Tónleikadagskráin:
31. janúar - Hafið - Höfn í Hornafirði - Stebbi Jak og hljómsveit.
1. febrúar - Egilsbúð Neskaupstað - Stebbi Jak og hljómsveit, Ína
Berglind og Coney Island Babies.
2. febrúar - Græni Hatturinn - Akureyri - Stebbi Jak og hljómsveit,
Lost, Angurværð og Dopamine Machine.
3. febrúar Hótel Radisson Park Inn Reykjanesbæ Stebbi Jak og
hljómsveit.
4. febrúar - Iðnó - Reykjavík - Briet, Sycamore Tree, Stebbi Jak og
hljómsveit, Anya Shaddock, Grunge rokkmessa, Elín Hall, Langi Seli
og Skuggarnir, Unnsteinn og Hermigervill.
verður flutt í Stapa 22. febrúar
Óperufélagið Norðuróp og Tónlistar-
skóli Reykjanesbæjar munu flytja
Sálumessu eftir Giuseppe Verdi í
Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ
miðvikudaginn 22. febrúar. Sálu-
messan er um það bil 90 mínútna
langt tónverk fyrir fjóra einsöngvara,
kór og sinfóníuhljómsveit og er ein
allra þekktasta sálumessa tónbók-
menntanna. Verkið er flutt árlega
víða um heim en afar sjaldan hér á
landi.
Á þessum tónleikum verður
verkið flutt af 35 manna sinfóníu-
hljómsveit, 60 manna kór einsöngs-
menntaðra söngvara, langt kominna
söngnemenda, tónlistarkennara,
þjálfaðra áhugasöngvara og fjórum
einsöngvurum. Stapi í Hljómahöll er
glæsilegur tónleikasalur með stórt
svið, um 400 sæti í sal og á svölum
og hljómburður er sérlega góður.
Stjórnandi: Jóhann Smári Sæv-
arsson.
Konsertmeistari: Una Svein-
bjarnardóttir.
Einsöngvarar: Hallveig Rúnars-
dóttir, sópran, Guja Sandholt,
mezzosópran, Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson, tenór og Keith Reed, bassi.
Óperufélagið Norðuróp stofnaði
fyrir nokkrum árum óperustúdíó í
Reykjanesbæ í samvinnu við Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar og
Hljómahöll, með uppfærslu á óper-
unni Brúðkaup Fígarós eftir W. A.
Mozart. Verkefnið var opið öllum
söngvurum og söngnemendum
Tónlistarskólans sem og öðrum efni-
legum söngvurum á Suðurnesjum og
annars staðar af landinu. Aðstaðan
er góð í glæsilegri Hljómahöll.
Eftir mjög vel heppnaða og fjöl-
sótta uppfærslu Óperufélagsins
Norðuróps og Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar á söngleiknum Fiðlarinn á
þakinu eftir J. Bock sem sýndur var
í Stapa, Hljómahöll, haustið 2019 og
þann mikla áhuga þeirra sem tóku
þátt í því viðamikla verkefni og eftir
vel heppnaðan flutning á Mozart
Requiem vorið 2022, þá hefur verið
ákveðið að halda samstarfi Óperufé-
lagsins Norðuróps og Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar áfram og ráðast í
flutning þessa magnaða verks, Sálu-
messu eftir Giuseppe Verdi.
Sálumessa eftir Verdi
Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli
Reykjanesbæjar ráðast í stórvirki:
6 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM