Víkurfréttir - 01.01.2023, Page 15
VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is
Bílanaust
Hafnargötu 52,
260 Reykjanesbæ
S. 421 7510
Opið
Mán - fös 8 - 18
Lau 10 - 14
Átta Keflvíkingar unnu til verð-
launa í taekwondo á RIG
Átta Keflvíkingar kepptu í taekwondo á Reykjavik Int
ernational Games (RIG) um helgina og unnu þeir allir
til verðlauna. Mótið þótti heppnast vel en dómgæsla
og umgjörð mótsins var til fyrirmyndar. Mótið var liður
í undirbúningi Keflvíkinga fyrir sterkt alþjóðlegt mót
sem fram fer í Belgíu í mars en tæplega tuttugu kepp
endur frá Keflavík munu taka þátt í því.
Næsti viðburður hjá deildinni er bikarmót í febrúar.
Hér er árangur Keflvíkinga á mótinu:
Snorri Páll Sigurbergsson - brons
Karl Dúi Hermannsson - brons
Ylfa Vár Jóhannsdóttir - silfur
Þorsteinn Helgi Atlason - silfur
Magnús Máni Guðmundsson - silfur
Ragnar Zihan Liu - gull
Amir Maron Ninir - gull
Daníel Arnar Ragnarsson - gull
Fjöldi verðlauna og lágmark
á Norðurlandamót unglinga
Sundfólk ÍRB náði fínum árangri á
Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi.
Árangurinn verður að teljast
sérstaklega góður í ljósi þess að
nærri helmingur þess sundfólks
sem skráð var til leiks lá heima í
veikindum og gat ekki keppt.
Þeir sem unnu til verðlauna voru:
Árni Þór Pálmason: Gull í 50 metra
skriðsundi í unglingaflokki.
Austéja Savickaité: Silfur í 200
metra bringusundi í unglingaflokki
og brons í 100 metra bringusundi í
unglingaflokki.
Elísabet Arnoddsdóttir: Gull
í 50 metra flugsundi í unglinga-
flokki, gull í 100 metra flugsundi
í unglingaflokki, gull í 400 metra
fjórsundi í unglingaflokki, silfur
í 200 metra fjórsundi í unglinga-
flokki og silfur í 100 metra skrið-
sundi í unglingaflokki.
Fannar Snævar Hauksson: Gull í
50 metra baksundi.
Freydís Lilja Bergþórsdóttir: Gull
í 200 metra flugsundi unglinga,
brons í 200 metra fjórsundi ungl-
inga og brons í 200 metra baksundi
unglinga.
Guðmundur Leo Rafnsson: Gull í
200 metra baksundi og silfur í 100
metra baksundi.
Ástrós Lovísa Hauksdóttir:
Náði lágmörkum á NÆM (Norður-
landamót unglinga) í 100 metra
baksundi.
Þorsteinn Helgi og Amir Maron.
Magnús Máni og Ragnar Zihan.
Elísabet Arnoddsdóttir vann þrenn
gull- og tvenn silfurverðlaun.
Árni Þór.
Austéja Savickaité.
Snorri Páll og Karl Dúi. Ylfa Vár. Daníel Arnar.
Sara Rún, Anna Ingunn og Ísabella Ósk valdar
Benedikt Guðmundsson, landsliðs
þjálfari kvenna í körfuknattleik,
hefur valið liðið sitt fyrir síðustu
tvo leikina í undankeppni Euro
Basket Women´s 2023 sem fara
fram núna í febrúar og eru þrír leik
menn af Suðurnesjum í hópnum að
þessu sinni.
Leikið verður nú í febrúar, heima
og að heiman, og þar með klárast
þessi undankeppni. Mótherjar Ís-
lands í riðlinum eru Spánn, Ung-
verjaland og Rúmenía. Ísland hefur
leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ung-
verjalandi hér heima í nóvember
2022, fyrir rúmu ári síðan. Ísland
náði í einn sigur, í leiknum í nóv-
ember síðastliðinum á heimavelli
gegn Rúmeníu og hafði að auki inn-
byrðissigur eftir tvo leiki.
Leikir í febrúar verða gegn Ung-
verjalandi og Spáni. Fyrst verður
leikið á útivelli gegn Ungverjalandi
þann 9. febrúar í Miskolc og svo hér
heima gegn Spáni í seinni leiknum.
Heimaleikurinn fer fram í Laugar-
dalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl.
19:45 og verður í beinni á RÚV2.
Gengið framhjá Huldu Björk
og Birnu Valgerði í valinu?
Í Subway Körfuboltakvöldi var
landsliðsvalið rætt og sérfræðingum
fannst að gengið hafi verið framhjá
Grindvíkingnum Huldu Björk Ólafs-
dóttur í valinu. Ólöf Helga Pálsdóttir
(fyrrverandi þjálfari Grindvíkinga)
benti á að hún væri með mun hærra
meðaltal en Emma Sóldís Svan Hjör-
dísardóttir og er miklu betri varnar-
maður. „Hún er alltaf að dekka bestu
sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga.
Þáttastjórnandinn, Hörður Unn-
steinsson, spurði hvort það væri
réttmætt að aðeins ein úr toppliði
Keflavíkur væri valin en Ólöf sagðist
hafa heyrt að Birna Valgerður hafi
ekki gefið kost á sér en þá skýringu
kallði Hörður eftirá skýringu. „Þetta
er klassísk eftirá skýring því af
hverju var nafn hennar ekki á list-
anum,“ sagði Hörður þegar hann
vísaði í fréttatilkynningu KKÍ þar
sem þrír fjarverandi leikmenn voru
nafngreindir.
Birna Valgerður
Benónýsdóttir.
Hulda Björk Ólafsdóttir.
vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 15