Víkurfréttir - 08.03.2023, Page 2

Víkurfréttir - 08.03.2023, Page 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Nýverið var gengið frá kaupum Reykjanesklasans ehf. á byggingum Norðuráls í Helguvík. Húsnæðið sem er um 25 þúsund fermetrar að grunnfleti hefur staðið autt um árabil. Ætlunin er að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Reykja- nesklasinn fyrirhugar að koma þar upp „Græna iðngarðinum“ sem hýst getur innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprota- starf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og sam- setningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. Stofnendur Reykjanesklasans eru Keflvíkingurinn Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon. „Með grænum iðngarði skapast tækifæri fyrir fjölda fyrirtækja að nýta sér einstaka aðstöðu og auð- lindir Reykjaness. Staðsetning garðsins við alþjóðaflugvöll og höfn skapar líka mikil tækifæri. Við vonum að þessi nýja starf- semi geti einnig eflt enn frekar allt samfélagið í kringum Græna iðn- garðinn, aukið fjölbreytni starfa og tækifæra fyrir fólk með ólíka menntun, bakgrunn og þekkingu,“ segir Kjartan Eiríksson en hann var framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í mörg ár en félagið var stofnað fljótlega eftir brottför Varnar- liðsins. Í fréttatilkynningu frá Græna iðngarðinum kemur fram að hús- næði hans bjóði upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt er að skipta upp í misstórar einingar sem henta hverju verkefni. Enska heiti hans er Iceland Eco-Business Park. Grænir iðngarðar eru klasar fyrirtækja sem staðsett eru á sam- eiginlegu svæði. Markmið garð- anna er að styrkja samkeppnis- stöðu fyrirtækjanna í hringrásar- hagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starf- semi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi. „Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi sam- félög hafa orðið til í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun, sam- legðaráhrif og nýsköpun. Græni iðngarðurinn byggir á svipaðri hugmyndafræði og Íslenski sjávar- klasinn hefur beitt á undanförnum áratugum við að leiða saman fólk og fyrirtæki tengda nýsköpun. Innan Græna iðngarðsins verður starfræktur hópur sem saman- stendur af fulltrúum fyrirtækja í garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarf i fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum. Græni iðngarðurinn og Auðlinda- garðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlinda- garðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis. Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku. Með samstarf i Græna iðn- garðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrir- tækjum í græna iðngarðinum og á öllu svæði Auðlindagarðsins enn sterkari samkeppnisstöðu. Þá á Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að því að starf- semi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnu- sköpun. Markmiðið er að gera allt svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar teng- ingar við útlönd,“ segir í tilkynn- ingunni. „Hús Sjávarklasans sem er um 3000 fermetrar að stærð, hefur í röskan áratug boðið frumkvöðlum skrifstofuaðstöðu. Með þessari rösklega tíföldun á aðstöðu opnast tækifæri fyrir frumkvöðla til að fara í mun stærra húsnæði fyrir marg- háttaða starfsemi og hvers konar framleiðslu,“ segir Þór Sigfússon, annar stofnendanna. Álversbyggingu breytt í grænan iðngarð Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla,- íþrótta- og tómstundastarfi. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og sam- kvæmt hagsmunasamtökum hinsegin fólks hefur áreitni, hatursorðræða og ofbeldi í garð hinsegin fólks á Íslandi aukist undanfarin misseri. Mikilvægt er að bregðast við þessu með aukinni fræðslu og þar vill Reykjanesbær stíga nauðsynleg skref í takt við meginstef grunnstefnu og menntastefnu Reykja- nesbæjar – Í krafti fjölbreytileikans, með því að efla fræðslu um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum,“ segir í frétt frá Reykjanesbæ. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Valgerður Björk Pálsdóttir, bæjarfulltrúi og Daníel E. Arn- arsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifuðu undir samninginn í Fjörheimum í Reykjanesbæ. Viðstödd voru einnig Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, Eyjólfur Gíslason varabæjarfulltrúi, Hámundur Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri Njarð- víkur, Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, Thelma Hrund Helgadóttir að- stoðarforstöðumaður Fjörheima, Gunnhildur Gunn- arsdóttir forstöðumaður Fjörheima og Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi Ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Reykjanesbær gerir samstarfs- samning við Samtökin 78 Frá undirskrift samstarfssamningsins í 88 húsinu. VF/pket Byggingar Reykjanesklasans ehf. við Bergvík. VF/Hilmar Bragi 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.