Víkurfréttir - 08.03.2023, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.03.2023, Blaðsíða 8
Kynning á þróunaráætlun hefur verið mikil vinna hjá ykkur. Hvað getur þú sagt okkur um niðurstöður? „Við erum búin að vera í nokkur mörg ár að undirbúa þetta og það hefur verið aðdragandi áður þar sem koma þurfti á samkomulagi milli þessara aðila sem stýra hér skipulagi og öðru á svæðinu. Við höfum verið að vinna að þessu með hönnuðum, sem unnu hug- myndasamkeppnina hjá okkur, allt síðasta ár. Við höfum verið að hitta hagsmunaaðila, fyrir- tæki, íbúa og fleiri. Þetta er núna komið á þann stað að við viljum sýna lokaafurðina, þar sem við erum að sýna þau þróunarsvæði sem við teljum vera álitlegust í kringum Keflavíkurflugvöll.“ Hvað er það helsta sem þið eruð að fara að gera? Eruð þið að fara að laða að fjárfesta og hvað er á þessum svæðum sem er svona spennandi að ykkar mati? „Það sem er spennandi er ná- lægðin við risastóran alþjóðaflug- völl. Sömuleiðis erum við með stórskipahöfn í nágrenni við flug- völlinn. Við erum með frábært samfélag sem við erum að byggja á og erum með nálægð við annað frábært samfélag sem er höfuð- borgarsvæðið. Við erum með fullt af landi og þú finnur þetta ekki víða við flugvallarsvæði. Það eru ótrúlega margir kostir við Kefla- víkurflugvallarsvæðið. Við erum að fara að laða að fjárfesta og við erum líka að fara að laða að íbúa. Á sama tíma erum við að fara að stilla af hvað þarf til í samfélaginu ef þetta verður að veruleika, ef flugvöll- urinn heldur áfram að stækka og ef þetta tekst hjá okkur, þá eru frábærir tímar framundan. Sam- félagið verður líka að vera tilbúið.“ Hvað sjáið þið fyrir ykkur gerast? „Við höfum líka verið að máta inn atvinnutækifæri sem við teljum að eigi heima á þessu svæði, teikna upp lóðir og svæði. Við Helguvíkurhöfn erum við að sjá að geta skipt því svæði upp í það sem er léttari iðnaður, eitt- hvað sem tengist framtíð flugs, grænir iðngarðar og svo fram- vegis. Okkur langar að markaðs- setja það svæði sem risastóran grænan iðngarð, þar sem hring- rásarhagkefið stýrir ákvarðana- töku um hvaða fyrirtæki koma inn, þannig að þau séu að vinna með afurðir hvers annars. Þá erum við komin með þannig svæði sem er á mörkum flugvallar og hafnar og hefur þannig for- skot umfram önnur svæði. Við viljum láta umheiminn vita af því. Sömuleiðis erum við að tefla fram svæðum fyrir íbúðabyggð á Ásbrú. Við erum einnig að vinna með svæði eins og í kringum Aðaltorg í Reykjanesbæ þar sem farin er af stað mikil þróun. Við erum að leggja til annað sem gæti átt heima á þeim stað samhliða þeirri þróun sem þegar er að eiga sér stað.“ Hvað er markmiðið með þessu? „Upphaflega markmiðið var að ná utan um skipulagsmál og þróunarmál sem eru á höndum margra aðila. Það var ekki verið að fullnýta þau tækifæri sem við sáum fyrir okkur að gætu verið hér á svæðinu. Þróunarsvæði voru ekki að njóta þess að vera þéttir kjarnar og við erum að ná utan um það. Samstaða sveitarfélaga og skilaboðin til þeirra sem við ætlum að reyna að laða að eru gríðarlega mikilvæg, að það séu allir saman á bakvið þetta verk- efni. Við erum saman að láta alla vita af því að hér eru spennandi tækifæri.“ Hvað er næsta skref ? „Næsti fasi í okkar tilveru er að láta vita að þessu. Við erum með skipulagðar kynninar innanlands og þá erum við að fara á alþjóð- legar ráðstefnur, þar sem við erum á sviði og básum að tala við fjárfesta og tala við önnur flug- vallarsvæði til að láta vita af tæki- færunum hér. Það er okkar hlutverk núna að markaðssetja svæðið, að nota þau gögn sem við höfum verið að vinna. Við erum með mjög skýrar hugmyndir um hvað getur verið hérna og nú ætlum við að láta vita af því.“ Hvað er það helst sem þið erum spennt fyrir að sjá koma? „Við erum spennt fyrir því sem snýr að matvælaframleiðslu, inn- flutningi og útflutningi. Stilla betur af hvað hægt er að gera með Helguvíkurhöfn og Kefla- víkurflugvöll. Við erum með mjög spennandi þróunarsvæði á Ásbrú þar sem gert er ráð fyrir íbúða- byggð og höfum teiknað upp það svæði. Við erum einnig að horfa á starfsemi á Ásbrú sem er að njóta góðs af því að vera nálægt flug- hlaði á austurhlaði flugvallarins. Á svæðinu milli Ásbrúar og flug- vallarins sjáum við fyrir okkur að þróa byggð á sama tíma og verið væri að bjóða upp á frábærar lóðir fyrir flugvallartengda starfsemi og þekkingarsamfélag, þá er á sama tíma verið að skýla byggðinni frá ásýnd hávaða og svo framvegis sem kemur frá flugvellinum.“ n Fimm þúsund ný og fjölbreytt störf. n Ótrúlega margir kostir við Keflavíkurflugvallarsvæðið. Kadeco kynnir framsækna þróunaráætlun til ársins 2050 Nýsköpun og sjálfbærni í nýrri framtíðarsýn við Keflavíkurflugvöll „Það er ekkert annað svæði á Íslandi sem er að vinna á sama hátt og við erum að gera hérna með reykjanesbæ, suðurnesjabæ og flugvellinum. Nálægðin við keflavíkurflugvöll gefur gríðar mikla möguleika á uppbyggingu þróunarsvæðis sem myndar saman vistkerfi sem einkennist af samvinnu og samspili iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar. Þúsundir nýrra og fjölbreyttra starfa verða til í verkefni sem mun kosta 130 milljarða króna og gera suðurnesin að einu mest spennandi svæði landsins á næstu árum,“ segir Pálmi Freyr randversson, framkvæmdastjóri kadeco, Þróunarfélags keflavíkurflugvallar en þróunaráætlun félagsins til ársins 2050 verður kynnt í vikunni Þróunaráætlunin nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin verða tekin strax. Má þar nefna þróun grænna iðngarða við Helguvíkurhöfn, bættar almenningssam- göngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenn- ingssamgöngur og uppbygg- ing íbúða á Ásbrú svo fátt sé nefnt. Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við vænt- ingar samfélagsins. Páll Ketilsson pket@vf.is Í Helguvík og Bergvík er gert ráð fyrir þróun grænna iðngarða. viðtal við Pálma Frey verður í suðurnesja- magasíni og aðgengilegt hér frá 9. mars. 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.