Víkurfréttir - 08.03.2023, Blaðsíða 16
Mundi
Verður þá aftur
rigning á 17. júní?
Menningarfull-
trúi Reykjanes-
b æ j a r ky n n t i
f r a m k v æ m d
1 7. j ú n í h á -
tíðarhalda fyrir
Menningar- og
a t v i n n u r á ð i
Reykjanesbæjar á síðasta fundi.
Á tímum heimsfaraldurs var sú
leið farin að brjóta hátíðarhöldin
upp og færa út í hverfi bæjarins.
Ljóst er að slíkar aðgerðir eru
bæði dýrari og flóknari í fram-
kvæmd en að vera með dagskrá
á einum stað.
Í ljósi fjárhagsramma hátíðar-
innar og til að nýta megi fjármagn
með sem bestum hætti leggur ráðið
til að framkvæmd hátíðarhaldanna
fari aftur í fyrra horf og fari fram
í skrúðgarðinum við Tjarnargötu.
Menningar- og atvinnuráð
hvetur jafnframt aðrar deildir og
stofnanir til þess að koma að 17.
júní dagskrá Reykjanesbæjar með
beinum hætti.
17. júní í fyrra horfÁ 19. öld var Kotvogur í Höfnum
eitt stærsta býli landsins. Þar
bjuggu m.a. þrír forríkir útvegs-
bændur mann fram af manni,
þeir hétu allir Ketill og eru
oftast nefndir Katlarnir þrír. Nú
má segja að Kotvogur sé rústir
einar eftir að ein af byggingum
gamla eyðibýlisins splundraðist
í óveðri á dögunum. Brakið er
engum til yndisauka og þyrfti að
fergja áður en næsta óveðurs-
lægð grípur járnið og þeytir því
yfir þorpið í Höfnum.
Kotvogur er menningarminjar
sem þyrfti að endurbyggja með tíð
og tíma en þar mætti halda á lofti
sögu Hafna sem er svo löng að þar
höfðu menn komið sér upp útstöð
löngu fyrir eiginlegt landnám Ís-
lands. Myndin er af brakinu eins og
það blasti við ljósmyndara blaðsins
um liðna helgi.
VF/Hilmar Bragi
Kotvogur splundraðist í óveðri
Sameinast í Suðurnesjabæ
Rak augun í frétt þar sem bæj-
arráð Suðurnesjabæjar hefur sam-
þykkt að ráðist verði í vinnu við
framtíðarsýn íþróttamála. Verk-
efnið er gott og göfugt en óskandi
væri að Suðurnesjabær tæki bara
að sér að leiða framtíðarsýn fyrir
Suðurnesin eins og þau leggja
sig. Ekki bara íþróttamál í eigin
sveitarfélagi.
Ég tel nokkuð ljóst að eina vit-
ræna framtíðarsýnin sé sú að sveit-
arfélögin á Suðurnesjum sameinist
undir nafni Suðurnesjabæjar. Það
er löngu orðið ljóst að ekkert við
nafn Reykjanesbæjar heillar enda
komin næstum 30 ára reynsla á
nafnið og það virkar ekki. Keflavík
fengi heldur aldrei brautargengi
sem nafn. Við sjáum nú fram á
framtíðaruppbyggingu í húsnæði
sem einu sinni átti að vera álver á
mörkum þessara sveitarfélaga. Það
væri nú gaman í framhjáhlaupi að
vita hvað bestu vinir aðal þurftu að
borga út sem hrakvirði fyrir tuga-
milljarða framkvæmd sem fór í
þrot. Spennandi dæmi.
En framtíðarsýn. Vitræna. Án
kísilvers. En með grænum iðnaði
og ferðaþjónustu. Í sameinuðum
Suðurnesjabæ. Sem nær alveg
til Grindavíkur og að sameinuðu
sveitarfélagi Voga og Hafnar-
fjarðar.
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
Boeing E-6B Mercury þota
bandaríska sjóhersins var á
Keflavíkurflugvelli nýverið
en áhöfn vélarinnar hitti
Carrin Patman, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, og
fleiri.
Vélin gengur undir nafninu
„Dómsdagsvélin“ eða „Do-
omsday-plane“ og er fljúg-
andi stjórnstöð. Vélin var í
verkefnum í Evrópu. Vélin
stundar einnig oft æfingar á
norðurslóðum með banda-
lagsþjóðum í NATO. Mynd
af vélinni á Keflavíkurflug-
velli var birt á fésbókarsíðu
U.S. European Command
(EUCOM).
„Dómsdagsvélin“
á Keflavíkurflugvelli