Víkurfréttir - 08.03.2023, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 08.03.2023, Qupperneq 11
Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður og hljómsveit hans, Bergris- arnir, munu halda tónleika laugardagskvöldið 11. mars í tónleikasal veitingastaðarins Fish house, Gígnum. Bjartmar þarf væntanlega ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur verið afkastamikill laga- og textahöfundur síðan 1977. Einn Suðurnesjamaður er í Bergris- unum, Júlíus Freyr Guðmundsson. „Pabbi heitinn og Bjartmar voru miklir vinir og ég hef þekkt Bjartmar síðan ég man eftir mér. Árið 2010 fæddist þessi hugmynd með að stofna hljómsveit og Berg- risarnir urðu til. Bjartmar þekkti gítarleikarann Birki Rafn Gíslason og hann þekkti trommarann Egil Rafnsson. Daði Birgisson kom síðan inn í dæmið sem hljómborðs- leikari en Arnar Gíslason er tekinn við kjuðunum af Agli. Við gáfum út eina plötu og stefnum á að gefa út aðra á þessu ári, við erum búnir að gefa út fjögur lög og fleiri eru á leiðinni. Við höfum verið dug- legir að spila að undanförnu og það er eitthvað framundan, vorum á Sviðinu á Selfossi um daginn og hlökkum til að koma á þennan frábæra tónleikastað Kára á Fish house, Gíginn. Mjög skemmtilegur staður með frábæran hljómburð. Við munum væntanlega flytja öll þessi nýju lög en að sjálfsögðu rennum við í gömlu góðu lögin, Sumarliða o.fl, það væri glapræði að sleppa þeim. Þá yrðu líklega uppþot, það viljum við ekki,“ sagði Júlíus að lokum. GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum í Grindavík „Það væri glapræði að taka ekki vinsælustu lögin,“ segir Júlíus Freyr Guðmundsson, bassaleikari Bergrisanna. „Við munum flytja þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þeim og ekki síst textunum,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, kórstjóri kvennakórsins Grindavíkurdætra en þær halda tónleika í Grinda- víkurkirkju og syngja frumsamin lög eftir Kristínu Matthíasdóttur 12. mars. Kvennakórinn Grindavíkur- dætur, var stofnaður í árslok 2018 af þeim Bertu Dröfn Ómarsdóttur, Sigurlaugu Pétursdóttur og Rósu Ragnarsdóttur, Berta er kór- stjórinn. Kórinn var ekki búinn að vera lengi starfandi þegar COVID skall á og eðlilega var ekki mikið hægt að koma fram en andinn í kringum starfið hefur verið það góður að kórinn hélt velli í gegnum heimsfaraldurinn. Hingað til hefur hann flutt þekkt lög en kona að nafni Kristín Matthíasdóttir frá Grindavík, gaf sig á tal við Bertu Dröfn og spurði hvort hún mætti semja lög og texta sem Grinda- víkurdætur myndu svo flytja. Þetta kom Bertu talsvert á óvart þar sem Kristín hafði ekki verið þekkt fyrir sína tónlistarsköpun en hún ákvað að hlusta á það sem Kristín hafði samið og hingað eru þær komnar. Berta segir að það hafi verið öðru- vísi að æfa upp frumsamin lög en gengið vel og dætur Grindavíkur tilbúnar fyrir tónleikana. „Kórinn byrjaði að æfa lögin á fullum krafti í september og hafa æfingar gengið vel. Við höfum hingað til flutt þekkta slagara, inn á milli tekið eitthvað lag sem var heitt á þeim tímapunkti, eins og lagið sem hafði unnið Eurovision. Svo það var öðruvísi að fara æfa ný og óþekkt lög en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona fyrir- fram. Þessi lög hennar Kristínar eru svo melódísk með flottum lag- línum, mjög aðgengilegt. Kórinn er kominn í ótrúlega góða æfingu, við höfum gert ótal hluti og því er reynslan til staðar, þess vegna gekk m.a. svona vel að æfa upp þessi nýju lög.“ Miðasalan fyrir tónleikana fer fram á Tix.is og hefur gengið vel segir Berta. „Við ákváðum að hafa miðasöluna á Tix og hún fór strax vel af stað og ég hef mikla trú á það verði uppselt. Grindavíkur- kirkja tekur 240 manns í sæti svo ég hvet alla til að tryggja sér miða sem fyrst. Við munum bara flytja þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þessum lögum hennar og ekki síst textum. Hún semur um lífið og tilveruna vítt og breytt, mikil jákvæðni en kemur líka inn á sorg og missi og eins og ég segi, ofboðslega fallegt hjá henni. Boð- skapurinn er mjög fallegur, hann talar í raun til okkar allra. Við Grindavíkurdætur hlökkum mikið til að halda þessa tónleika,“ sagði Berta Dröfn að lokum. Grindavíkurdætur syngja lög eftir Kristínu Matthíasdóttur „Við munum bara flytja þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þessum lögum hennar og ekki síst textum,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, kórstjóri kvennakórsins Grindavíkurdætra. Kristín Matthíasdóttir. Ingunn Hildur Hauksdóttir. Berta Dröfn Ómarsdóttir. Deiliskipulagsbreyting íþróttasvæðis í Grindavík Kynning á vinnslutillögu Í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn að halda áfram með vinnu við breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis. Deiliskipulagsvinnan hefur farið fram á vettvangi bæjarráðs, skipulagsnefndar og frístunda- og menningarnefndar. Vinnslutillaga skipulagsins var kynnt á íbúafundi þann 14. febrúar sl. Íbúum hefur verið gefinn kostur á að senda inn ábendingar við vinnslutil- löguna í gegnum heimasíðu Grinda- víkurbæjar.  Deiliskipulagssvæðið nær til íþróttasvæðis Grindavíkurbæjar og er unnið með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum. Stærð svæðisins er 10,8 ha. Markmið með skipulagsbreytingunni er þríþætt: n Endurbæta fótboltavelli og aðstöðu um þá með nýrri lýsingu keppnis- og æfingarvallar og tilfærslu vallanna. Keppnisvöllur er færður austar og æfingarvelli er snúið um 90 gráður, svo hægt sé að samnýta ljósamöstur milli valla. n Endurskipuleggja byggingareiti bygginga á svæðinu, þannig að lögun og hæð þeirra skapi sem minnst skugga á svæðinu og séu aðlagandi í heildarásýnd svæðisins og heimila niðurrif eldri bygginga. n Auka útivistagildi svæðisins með nýjum göngustígum og útivistasvæðum austast á svæðinu. Þeir sem vilja gera formlegar athugasemdir og/eða ábendingar varðandi vinnslutillögu deiliskipulagsins skulu senda þær skriflega til skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavíkurbæ eða í tölvupósti á atligeir@grindavik.is. Athugasemdir og ábendingar skulu berast í síðasta lagi 19. mars 2023. Vinnslutillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar á 2. hæð Víkurbrautar 62, 240 Grindavík ásamt því að vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.  Atli Geir Júlíusson, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.