Víkurfréttir - 08.03.2023, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.03.2023, Blaðsíða 7
Þar sem að febrúar mánuður er búinn er rétt að líta yfir og sjá hvernig gekk í höfnunum á Suðurnesjunum. Samtals komu á land 3197 tonn í 212 löndunum í Grindavík, Sandgerði og Keflavík/ Njarðvík. Rétt er að hafa í huga að afli frystitogaranna er ekki með í þessum tölum og eins og við vitum þá er ekki eitt einasta gramm af loðnu sem kemur á land í þessar hafnir þrátt fyrir að loðnan sé að veiðast rétt fyrir utan Grindavík og Sandgerði. Lítum á hafnirnar og byrjum í Reykjaneshöfnum. Þær eru Keflavík og Njarðvík. Í raun má skipta aflanum á tvær hafnir þar. Í Keflavík komu á land alls 36,4 tonn, landað af Halldóri Afa GK á netum og Líf NS á færum. Í Njarðvík komu á land alls 351,1 tonn í 43 löndunum, og var það allt frá þremur bátum, Maroni GK, Grímsnesi GK og Erlingi KE sem var með 182 tonn í sautján róðrum. Sandgerði sem var með flestar landanir komu á land alls 892 tonn í 79 löndunum og þar var Margrét GK aflahæst á línu með 184 tonn í tólf róðrum. Siggi Bjarna GK var með 130 tonn í sjö, Benni Sæm GK með 123 tonn í átta róðrum. Sigurfari GK með 84 tonn í fimm og Maggý VE 71 tonn í sex róðrum, allir á dragnót. Hópsnes GK var með 69 tonn í átta róðrum, Geirfugl GK með 65 tonn í sex, Óli á Stað GK 52 tonn í fimm og Daðey GK með 37 tonn í þremur róðrum, allir á línu. Mestur afli kom á land í Grindavík eða 1918 tonn í 72 róðrum og þar af landaði Sturla GK mest eða 383 tonnum í sjö löndunum á trolli. Sighvatur GK með 278 tonn í tveimur róðrum á línu, Áskell ÞH með 217 tonn í þremur róðrum og Vörður ÞH með 199 tonn í þremur, báðir á trolli. Páll Jónsson GK var með 155 tonn í einum túr og Fjölnir GK með 111 tonn í einum, báðir á línu. Auður Vésteins SU kom að austan og landaði í Grindavík 89 tonnum í átta róðrum. Vésteinn GK með 87 tonn í sjö róðrum, Sævík GK með 79 tonn í sex róðrum. Óli á Stað GK með 63 tonn í sex róðrum. Ef við berum þennan febrúar mánuð árið 2023 við febrúar mánuð árið 1993, eða fyrir 30 árum síðan þá er ansi athyglisvert að sjá muninn. Þá komu á land samtals 5952 tonn í 986 löndunum og inn í þessari tölu er enginn loðna eða síld en árið 1993 var loðnu líka landað í Grindavík og Sandgerði. Í Keflavík/Njarðvík komu á land alls 1359 tonn í 172 róðrum eða um 1000 tonnum meiri afli en árið 2023. Þar var Stafnes KE hæstur með 178 tonn í sextán róðrum. Særún KE með 137 tonn í fjórum, Erling KE 137 með tonn í sextán og Albert Ólafsson KE með 131 tonn í fjórum. Stafnes KE og Erling KE voru á netum, hinir á línu, á eftir þeim kom svo Happasæll KE með 118 tonn í nítján róðrum. Í Sandgerði sem þá var lang- stærsta löndunarhöfn landsins, komu á land alls 2119 tonn í 530 löndunum og bátarnir voru ansi margir eða alls 92 sem lönduðu þar. Þar var hæstur Arney KE með 126 tonn í þremur róðrum, Freyja GK með 81 tonn í 10, Sigþór ÞH með 76 tonn í níu og Björgvin á Háteig GK sem var á dragnót með 73 tonn í 11. Auk þess var togarinn Ólafur Jónsson GK með 242 tonn í þremur löndunum í Sandgerði í febrúar 1993. Í Grindavík komu á land alls 2476 tonn í 284 löndunum og þar var Kópur GK hæstur með 243 tonn í fimm róðrum á línu. Gaukur GK var með 235 tonn í 16, Geirfugl GK 198 tonn í 16 róðrum, báðir á netum. Hrungnir GK var með 168 tonn og Skarfur GK með 155 tonn, báðir í þremur róðrum og báðir á línu með beitningavél. Eins og sést þá geta hafnirnar á Suðurnesjunum núna árið 2023 nokkuð vel við unað þrátt fyrir mjög slæma tíð en munurinn aftur á móti við árið 1993 er ansi mikill. Hafnargötu 29. Reykjanesbæ 40 50 60 70 % % % % afsláttur afsláttur afsláttur afsláttur LAGERSALA SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS 2023 Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 18.apríl 2023. Í kjöri er formaður í stjórn kosinn til tveggja ára einnig tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ, eigi síðar en 15. mars 2023. Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillingarnefnd aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Ekki eitt einasta gramm af loðnu Skrifstofuhúsnæði óskast á Suðurnesjum. Allt kemur til greina. Endilega hafið samband á mradambaldvins@outlook.com Óska eftir einbýlishúsi í Keflavík Er að leita eftir einbýlishúsi í góðu standi með að a.m.k. 4-5 svefnherbergjum. Vinsamlega hafið samband í síma 777 5656 eða sendið upplýsingar um eignina á gunnlaugur@fastko.is Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg átimarit.is vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.