Leyfi til að elska - Jan 2023, Page 8

Leyfi til að elska - Jan 2023, Page 8
sjálfsbjargarviðleitni, á borð við leik við jafnaldra og einbeita sér að lærdómi og leik. Uppkomin börn sem upplifa síðar að útilokunarforeldrið ber ábyrgð á missi æsku sinnar upplifa einnig glötun sakleysis í eðli sambands síns við útilokunarforeldrið (Bentley og Matthewson, 2020). MISSIR „NÓGU GÓÐS“ FORELDRIS Með því að telja barninu trú um að útilokaða foreldrið hafi aldrei elskað það né viljað, yfirgefið það eða sé hættulegt, spillir útilokunarforeldrið því sem voru heilbrigð tengsl við útilokaða foreldrið (Clawar og Rivlin, 2014). Með tíð og tíma innleiðir barnið þessi neikvæðu viðhorf og elur með sér sársauka, reiði og gremju (Clawar og Rivlin, 2014). Barnið kemur til með að neita öllum jákvæðum tilfinningum sem það bar áður til útilokaða foreldrisins og upplifir það sem „alslæmt“ samanborið við útilokunarforeldrið sem er „algott“ (Bernet o.fl., 2020; Blagg og Godfrey, 2018). Á endanum mótmælir það eða neitar samskiptum við útilokaða foreldrið sem var áður skilgreint sem „nógu gott“ (Lorandos og Bernet, 2020). MISSIR STÓRFJÖLSKYLDUNNAR Stórfjölskyldan veitir börnum ást, viðurkenningu, andlega næringu og aðrar tegundir sálfélagslegs stuðnings gegnum lífið (Haines o.fl., 2019). Hún miðlar mismunandi hæfileikum og þekkingu sem hjálpar barninu að vera frjótt og skapandi í háttum á fullorðinsárum. Stórfjölskyldan er einnig félagslegt tengslanet, uppspretta þekkingar og veitir tilfinningalegan og félagslegan stuðning (Coleman, 1988; Wu o.fl., 2015). Útilokuð börn tapa oft þessum mikilvægu samböndum vegna foreldraútilokunar (eins og þegar komið er í veg fyrir heimsóknir ömmu og afa) sem getur haft áhrif á allt líf þeirra (Sims og Rofail, 2014; Haines o.fl., 2019). Þau missa af tækifærum til að öðlast þekkingu og lífssýn sem gæti haft áhrif á framtíðarmöguleika og stækkað félagslegt tengslanet þeirra út fyrir nánustu fjölskyldu. MISSIR SAMFÉLAGS Að flytja í nýtt hverfi, á nýtt svæði eða í nýtt land er foreldraútilokandi hegðun sem slítur eða minnkar samband á milli barnsins og útilokaða foreldrisins 8 MISSIR SEM BÖRN UPPLIFA VIÐ ÚTILOKUN FRÁ FORELDRI JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.