Leyfi til að elska - jan 2023, Qupperneq 10

Leyfi til að elska - jan 2023, Qupperneq 10
veita auknar líkur á öryggi eða því að lifa af þegar þau lenda í óöruggum aðstæðum (eins og að vera ein; Bowlby, 1973). Þegar foreldrar bregðast við ósk barns um huggun á fyrirsjáanlegan og ástúðlegan hátt metur barnið upplifunina þannig að foreldrið sé áreiðanlegt, ástúðlegt og til staðar. Útilokunarforeldrið grefur undan þessum tengslum með því að sannfæra barnið um hið gagnstæða varðandi hitt foreldrið (Bentley og Matthewson, 2020) sem hefur svo áhrif á hvernig barnið upplifir sjálft sig, hitt foreldrið og sambönd almennt. Kenningin um samruna sjálfsmynda (Swann o.fl., 2014) getur útskýrt hvers vegna útilokuð börn styðja og verja útilokunarforeldrið eindregið og taka þátt í að niðurlægja útilokaða foreldrið með því að búa til falskar ásakanir um ofbeldi og þvinga systkini sín til þess sama (Baker og Darnall, 2006; Clawar og Rivlin, 2014; Harman og Matthewson, 2020). Samruni sjálfsmyndar einkennist af allsráðandi tilfinningu að tilheyra hópi sem gerir mörkin á milli einstaklings og annarra óljós. Foreldraútilokun skapar þessa tegund sjálfsmyndarsamruna. Þar af leiðandi munu meðlimir hópsins, sérstaklega þeir sem hafa ættartengsl, vera tilbúnir að gera jafnmikið fyrir hópinn eins og sjálfa sig, þeim finnst þeir skyldugir til að hjálpa og verja hvern annan og munu samþykkja og taka þátt í öfgakenndu hóphatferli (Fredman o.fl., 2015). Kenningin um óvissuminnkun getur einnig útskýrt hvers vegna börn taka þátt í óréttmætri höfnun á foreldri. Þegar fólk skortir trú á framtíð sambands tekur það upp atferli sem ætlað er að draga úr óvissu og óáreiðanleika (Berger og Kellermann, 1983), svo sem að leita ástæðna þess að sambandið sé að leysast upp (Powell og Afifi, 2005). Útilokuð börn leita að einhverri ástæðu (oft ómerkilegri) til að réttlæta höfnun sína á útilokuðu foreldri. Þau nota gagnslitlar aðferðir til að draga úr eigin efasemdum og takast á við missinn sem útilokunarforeldrið hefur framkallað, til dæmis með fyrirbyggjandi tálmun (að slíta sambandinu; Baker og Eichler, 2016; Spruijt o.fl., 2005). Þessi mismunandi missir er tvíbentur vegna þess hann verður án vissu eða úrlausnar (Boss, 2010). Tvíbentur missir birtist á tvennan hátt, 1) þegar ástvinur er líkamlega viðstaddur en andlega fjarverandi og 2) þegar ástvinur er líkamlega fjarverandi en andlega viðstaddur (Boss, 2010). Hjá útilokuðum börnum er útilokaða foreldrið oft líkamlega fjarverandi en andlega viðstatt meðan útilokunarforeldrið er líkamlega viðstatt en andlega fjarverandi, þ.e. það er oft uppteknara af eigin andlegum þörfum en þörfum barnsins (Bentley og Matthewson, 2020; Lee-Maturana o.fl., 2020). Þessi tvíbenti missir leiðir til sorgar sem er ekki viðurkennd, upplifun á sorg sem ekki má sýna út á við og er óviðurkennd eða ósamþykkt af öðrum (Doka, 2008). Útilokaða barnið fær ekki að upplifa né tjá þessa yfirþyrmandi sorgartilfinningu sem það upplifir vegna missis sambands síns við útilokaða foreldrið (Bentley og Matthewson, 2020; Napp-Peters, 2005). Þó að það virðist sem útilokaða barnið hafi valið að hafna foreldri sínu, er höfnunin ekki val þess heldur afleiðing útilokandi hegðunar útilokunarforeldrisins (Harman og Matthewson, 2020). Þar af leiðandi hafa fullorðnir sem voru útilokaðir frá foreldri í æsku lýst djúpri sorgartilfinningu, sérstaklega vegna þess tíma sem ekki var varið með útilokaða foreldrinu (Bentley og Matthewson, 2020; Baker, 2005). 10 MISSIR SEM BÖRN UPPLIFA VIÐ ÚTILOKUN FRÁ FORELDRI JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.