Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Side 10

Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Side 10
10 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2023 Síðumúla 27 | 588 4477 | www.valholl.is | Reykjavík | Snæfellsbæ | Höfn Hornafirði Fagleg þjónusta - Vönduð vinnubrögð Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteignasala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna! Anna F. Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali Lista og innanhús Stílisti 892 8778 anna@valholl.is Sturla Pétursson Löggiltur fasteignasali 899 9083 sturla@valholl.is Snorri Snorrason Löggiltur fasteignasali 895 2115 snorri@valholl.is Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarm. fasteingasala Snæfellsnesi 893 4718 petur@valholl.is Heiðar Friðjónsson Sölustjóri, löggiltur fasteignasali B.Sc 693 3356 heidar@valholl.is Ingólfur Geir Gissurarson Framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali, leigumiðlari 896 5222 ingolfur@valholl.is Hildur Harðardóttir Lögfræðingur, löggiltur fasteignasali, skjalagerð 897 1339 hildur@valholl.is Hólmfríður Björgvinsdóttir Ritari 588 4477 ritari@valholl.is Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali 695 8905 elin@valholl.is Á g ú s t O r r i H j á l m a r s s o n varð semí dúx á stúdentsprófi í Fjöl brauta skólanum í Breiðholti í lok lið innar haust annar. Hann er ættað ur úr Kópa vogi og segir skóla­ sögu sína í grunn skóla ekkert til að hrópa húrra fyrir. “Mér fannst ég aldrei finna mig nægilega vel í skólanum. Það var ekki fyrr en ég kom í FB að ég tók við mér,” segir hann í spjalli við Breiðholts­ blaðið. Þessi viðsnúningur hans á náms brautinni varð til þess að hann var semídúx eða næst efstur nemenda á stúdentsprófi. Talið berst fyrst að því af hverju Ágúst Orri hafi valið FB þegar kom að framhaldsskólanámi. Var það áhugi á einhverri sérstakri námsgrein. Hann neitar því. Segist ekki hafa hugsað svo langt á þeim tíma. “Ætli það hafi ekki verið einkunnirnar mínar úr grunnskóla sem réðu því að ég fór í Breiðholtið. Þær voru ekkert sérstakar. Hvorki úr Snælandsskóla þar sem ég var í sex ár og síðar Kópavogsskóla. Ég var ekkert að skara fram úr í grunnskólanáminu. Náði ekki að tengja huganna nægilega vel við námið. Það er ekki fyrr en ég kem í FB að dæmið fer að snúast við. Ég byrjaði á hópvinnubraut og hélt mig það á allri menntaskólagöngunni. Kerfið er þannig að maður þarf að fylla upp í 77 námseiningar í kjarnanámi skólans en getur síðan valið önnur fög eftir áhugamálum.” Var hluti af listahópi “Ég var hluti af listahópi og starfaði í leikfélagi innan skólans. Ég var kominn nógu langt til að koma að ákvörðun hvaða leikrit ætti að taka til sýninga og vinna við undirbúning þegar Leikfélag FB Aristófanes sýndi leikritið Hvíslarana í Breiðholtsskóla þann 9. maí árið 2019. Leikritið fjallar um Lísu sem heldur fram hjá Guðmundi sem lætur ekki bjóða sér það lengur. Þetta er stuttur gamanleikur eftir hinn ítalska Dino Buzzati. Þetta voru þó ekki mín fyrstu afskipti af leiklist.” Ágúst Orri segist hafa erft einhver leiklistagen. “Þetta er í ættinni. Faðir minn er leikari og ég kom fyrst að þessu í dægradvöl þegar ég var í grunnskóla. Ég hef líka leikið í kvikmynd og tekið þátt í að leika í stuttmyndum. Svo er ég líka mikill áhugamaður um kvikmyndir. Fer oft í bíó.” Af hverju semidúx Aftur að FB. Hvernig fór Ágúst Orri að því að semidúxa. “Ég spyr mig að því sama. Sennilega er ekkert eitt svar við því. Það kom fljótt í ljós eftir að ég kom í FB að ég hafði gaman af heimalærdómi. Ég naut þess einnig að mæta í skólann og sinnti náminu mjög alvarlega. Ég var ekkert endilega að reyna að fá hæstu einkunnirnar en það fór að enda þannig. Ég var að vinna aðeins með náminu fyrstu tvær annirnar og svo hætti ég að vinna á skólatíma og fór að einbeita mér alfarið að skólanum. Ég held að það hafi hjálpað til að ná þessum árangri. Ég fór síðan að vinna aftur eftir útskriftina. Er að vinna hjá Olíudreifingu hér á Grandanum.” Ágúst Orri orðar það með þessum hætti því við hittumst skammt frá vinnustað hans á Kaffivagninum. “Ég hef mikinn áhuga á leiklist og er nú að safna fyrir framhaldsnámi. Ég hef líka verið að hugleiða að skoða eðlisfræði og tengdar náttúru­ greindar. Ég kynntist þeim talsvert í FB og það vakti áhuga minn á þeim. Mér gekk ágætlega í stærðfræði en hafði í fyrstu ekki mikinn áhuga á fræðifögum en áhuginn opnaðist smám saman fyrir þeim.” Fljótandi heimur Ágúst Orri segir að gera megi ráð fyrir sér í Listaháskólanum í haust. Í leiklistinni. Hann kveðst þó ekki búinn að innrita sig því lokað hafi verið fyrir skráningar áður en hann hafi klárað stúdentsprófið. Hann segir að foreldrar sínir hafi tekið misvel í að hann færi í leiklistina. “Hugsanlega sjá þau ekki nægilega góða atvinnumöguleik á því sviði. Mamma horfir meira á iðngreinarnar. Leiklistin er svolítið fljótandi heimur. Ég stefni að komast í nám erlendis síðar. Þar er mun stærri heimur. Vissulega er mikil samkeppni en tækifærin eru líka mörg,” segir Ágúst Orri Hjálmarsson leikarasonur úr Kópavoginum, semidúx úr FB og stefnir á framhaldsnám í leiklist. Fann mig í FB Ágúst Orri hampar verðlaunaskjali fyrir góðan námsárangur og þátttöku í félagsstarfi FB frá Rótarýklúbbnum Reykjavík Breiðholt. - stefni á framhaldanám í leiklist Foreldrar eru að bugast Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi segir að eins og vandinn blasi nú við sé vissulega engin ein töfralausn. Mörg hundruð börn bíði eftir plássi. Plássum hafi verið lofaði í leikskólum sem ekki höfðu verið byggðir eða fullkláraðir sem var áfall fyrir foreldra. „Ekki kann góðri lukku að stýra að lofa upp í ermina á sér og þurfa síðan að svíkja loforðin. Það er ekki aðeins vandamál að það vanti pláss heldur berast títt fréttir af því að leikskólar sendi börn heim vikulega eða jafnvel oft í viku vegna manneklu. Það gengur heldur ekki til lengdar að foreldrar ungra barna hafi áhyggjur og að starfsfólk leikskólanna sé að bugast vegna mikils álags í starfi,“ segir Kolbrún. Hún segir hættu á að svipað ástand geti skapast og sé á bráðamóttöku Landspítalans. Þar hafi margt starfsfólk sagt upp vegna mikils álags og slæmrar vinnuaðstöðu. „Borgin, sem er í hröðum vexti, stefnir á fjölgun leikskólaplássa um allt að 500 á næsta ári. Margir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir til grunnskólanna þar sem þeim kann að finnast störfin þar meira aðlaðandi. Í Reykjavík þarf að laða fólk til starfa í leikskólum meðal annars með bættum kjörum og starfsaðstæðum. Það kann að vera erfitt þar sem fjárhagur borgarinnar er á heljarþröm.“ Kolbrún segir að hlaðborð lausna þurfi til að vinna úr stöðunni sem komin er upp. „Ein þeirra eru heimagreiðslur til foreldra meðan þeir bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Sú lausn er ódýrari fyrir sveitarfélagið en dýrt leikskólapláss ef miðað er við yngstu börnin. Við höfum einnig ítrekað lagt til að bjóða fólki upp á sveigjanleg starfslok. Í hópi eldri borgara er dýrmætur mannauður, mannauður sem við viljum njóta sem lengst.“ segir Kolbrún. - segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053 Kennslustund í leikskóla.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.